Alþjóðasamskipti - Viðbótardiplóma
Alþjóðasamskipti
Viðbótardiplóma – 60 einingar
Námi í alþjóðasamskiptum er ætlað að mæta vaxandi þörf í samfélaginu fyrir vel menntað starfsfólk með þekkingu á alþjóðasamskiptum.
Diplóma í alþjóðasamskiptum er 60 eininga námsleið fyrir þau sem lokið hafa BA- eða BS-námi í einhverri grein. Í framhaldinu geta nemendur sótt um í meistaranám í alþjóðasamskiptum.
Skipulag náms
- Haust
- Kenningar í alþjóðasamskiptum
- Arctic Politics in International ContextB
- Introduction to Arctic StudiesB
- Kenningar í smáríkjafræðum: Tækifæri og áskoranir smáríkja í alþjóðasamfélaginuB
- Utanríkismál ÍslandsB
- Staða Íslands í alþjóðakerfinuB
- Leadership in Small States (áður The Power Potential of Small States)B
- Basic Course in Public International LawV
- Fjölþáttaógnir: Áhrif á ríki, samfélög og lýðræðiVE
- International Human Rights LawV
- Vor
- Samningatækni
- Introduction to Security Studies
- Hlutverk og stefnumótun alþjóðastofnana
- Eigindleg aðferðafræðiV
- Fjölmenning og fólksflutningarV
- Hagnýt tölfræðiV
- Stjórnkerfi InternetsinsV
- Vopnuð átök samtímansVE
Kenningar í alþjóðasamskiptum (ASK102F)
Námskeiðið er inngangur að kenningum í alþjóðasamskiptum. Það veitir nemendum undirstöðu til greininga á öðrum sviðum alþjóðasamskipta. Mælt er með að nemendur taki það sem fyrst á námsferlinum. Í námskeiðinu eru nemendur kynntir fyrir kenningaramma alþjóðasamskipta með það að markmiði að þroska færni þeirra til að skilja og greina viðburði samtímans með því að beita kenningum.
Viðfangsefnið er skoðað í gegnum helstu umræður (e. debates) í fræðunum, með áherslu á raunhyggju (e. realism), frjálslynda stofnanahyggju (e. liberalism/liberal institutionalism), og mótunarhyggju (e. constructivism) og samspil sögulegra og vísindalegra aðferða annars vegar og gerendahæfni og formgerðar hins vegar.
Fjallað er um viðfangsefni alþjóðasamskipta. Annars vegar þær aðferðir sem kenningarnar nota til að varpa ljósi á þessi efni og hins vegar hvernig kenningarnar lýsa stjórnmálum alþjóðakerfisins.
Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og umræðum, í minni og stærri hópum. Áhersla er lögð á að nemendur þroski greiningar- og ritfærni í gegnum skil á ólíkum rituðum verkefnum.
Arctic Politics in International Context (ASK113F, ASK117F)
This course examines the aims, interests, opportunities, and challenges of states, non-state actors, regional fora, and international organizations in a changing Arctic region. With a focus on policy, politics, and current issues, it analyses the contemporary dilemmas posed by Arctic governance, cooperation, and imaginaries of the region.
Building on the fundamentals taught in ‘Introduction to Arctic Studies’, this course investigates the Arctic policies of the ‘Arctic Eight’ states, as well as states located outside the region. Five of the ‘Arctic Eight’ are Nordic small states, and so this angle is also considered. The role and achievements of other relevant entities such as the Arctic Council, the Arctic Coast Guard Forum, NATO, the EU, and the UN is also analyzed. The course has an international focus and provides an in-depth examination of the major political contours in today’s Arctic
Introduction to Arctic Studies (ASK113F, ASK117F)
This course provides a comprehensive foundation in Arctic studies. The essentials are covered, such as defining the field; identifying key actors; providing a brief regional history; and exploring current drivers and trends (especially the role of climate change). Class visits to Arctic-relevant entities in Reykjavik will also be undertaken.
The aim of this course is to provide students with a thorough grounding in the overall field of Arctic studies, in order that they may progress to more focused coursework within that field. By bringing together academic knowledge of the field with practical experience at some of the main locations for Arctic-related activities in Iceland, the course demonstrates the important contribution Arctic studies make in the lived reality of Arctic affairs. The visit schedule is subject to change each year, but is likely to be drawn from the following list: the Ministry of Foreign Affairs; the Althingi; the Icelandic Coastguard; the Hofdi Peace Centre; the Arctic Circle Secretariat; relevant foreign diplomatic representation.
Kenningar í smáríkjafræðum: Tækifæri og áskoranir smáríkja í alþjóðasamfélaginu (STJ301M)
The aim of this course is to study the behavior and role of small states in the international system. The course deals with questions such as: What is a small state? What are the main constrains and opportunities of small states? Do small states behave differently in the international community from larger ones? The course offers an introduction to the literature on the state, the international system and small-state studies. The main emphasis, however, is on internal and external opportunities and constraints facing small states, for example how they are affected by and have responded to globalization, new security threats and the process of European integration. Special attention is devoted to Iceland and its reactions to economic crises and security threats. The course will also examine Iceland´s relations with the United States, China, Russia and the Nordic states, and its engagement with the European Union.
Utanríkismál Íslands (ASK103F, ASK105F)
Fjallað verður um íslensk utanríkismál og utanríkisstefnu á tímabilinu 1940 til 2018. Gerð verður grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á utanríkisstefnunni og reynt að meta hvaða þættir stýra utanríkisstefnunni. Leitast verður við að svara spurningunni hvers vegna og til hvers Ísland taki virkari þátt í alþjóðasamstarfi. Einnig verður fjallað um hvernig þjóðernishyggja hér á landi og alþjóðlegir atburðir eins og stríð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum hafa sett mark sitt á utanríkisstefnuna. Greint verður hvernig íslensk stjórnvöld hafa brugðist við alþjóðavæðingunni, Evrópusamrunanum, auknu hlutverki alþjóðastofnana, stefnu Bandaríkjanna í alþjóðamálum, endalokum kalda stríðsins og yfirstandandi efnahags- og fjármálakreppu. Fjallað verður um tvíhliða samskipti Ísland við nágrannaríkin og aukna þátttöku Íslands í starfi alþjóðastofnana. Til dæmis verður farið yfir samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin og þátttöku Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna. Einnig verður fjallað um stofnun og störf Íslensku friðargæslunnar sem og aukna áherslu stjórnvalda á störf að þróunarmálum og mannréttindamálum. Kastljósinu verður beint að þeim áskorunum sem smáríki eins og Ísland standa frammi fyrir og þeim tækifærum sem þeim standa til boða í alþjóðasamfélaginu. Notast verður við kenningar í alþjóðastjórnmálum og smáríkjafræðum til að greina og skýra utanríkisstefnu Íslands. Rætt verður um hvort íslenskir ráðamenn trúi því í vaxandi mæli að Ísland hafi hæfni og getu til að láta til sín taka innan alþjóðastofnana og hafi skyldum að gegna í alþjóðasamfélaginu.
Staða Íslands í alþjóðakerfinu (ASK103F, ASK105F)
Markmið námskeiðsins er að kynna nemendur fyrir alþjóðasamvinnu og stöðu Íslands í alþjóðakerfinu. Hnattvæðing verður skoðuð í sögulegu ljósi og farið yfir helstu kenningar um hnattvæðingu. Fjallað verður um áhrif hnattvæðingar á stjórnmál, efnahagsmál, ríki og einstaklinga. Utanríkisstefna Íslands verður greind og áhersla lögð á þau málefni sem eru í forgangi hjá íslenskum stjórnvöldum um þessar mundir. Sjónum er beint að varnar- og öryggismálum á Íslandi, þátttöku Íslands í málefnum norðurslóða og norrænu samstarfi, og stöðu Íslands í ljósi breyttrar heimsmyndar. Fjallað verður sérstaklega um stofnanir sem sinna öryggismálum á landinu eins og Landhelgisgæsluna, Póst- og fjarskiptastofnunina og Ríkislögreglustjóra. Samrunaþróunin í Evrópu verður skoðuð með tilliti til þeirra leiða sem Ísland hefur valið í samskiptum sínum við Evrópu. Skoðað verður sérstaklega hvaða áhrif EES-samningurinn hefur haft á Íslandi. Einnig verður gerð grein fyrir þátttöku Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna og framboði Íslands til Öryggisráðs SÞ.
Leadership in Small States (áður The Power Potential of Small States) (STJ303M)
The aim of this course is to study strategies of small states to protect their interests and have a say in the international system. The course builds on the small state literature and examines whether small states tend to seek shelter, hedge, or hide in the international system. The focus is on the ability of small states to establish constructive relations with larger states and their power potential in international organizations. Special attention will be paid to current affairs and how a variety of small European states have been affected by and responded to the Russian full-scale invasion of Ukraine. The course will analyse crisis management in small states and how small states have responded to external crises, such as international economic crises and pandemics. The course examines small states’ methods to influence the day-to-day decision-making in the European Union. It studies the utilization of soft power by the smaller states, such as how small states use participation in the Eurovision Song Contest to enhance their international image. The course focus specially on small European states, in particular the five Nordic states. The course brings together some of the leading scholars in the field of small state studies and leadership studies by providing students with access to an online edX course on leadership in small states. The online edX course will supplement discussion in the classroom and cover in greater depth Small State Leadership in Public Administration and Governance; Small State Leadership in Foreign and Security Policy; Small State Leadership in Gender Policy; and Small State Leadership in International Diplomacy.
Basic Course in Public International Law (LÖG109F)
Kennt fyrri hluta haustmisseris, lýkur með munnlegu prófi í október. Um er að ræða undirstöðunámskeið í almennum þjóðarétti þar sem fjallað er um helstu álitaefni á borð við réttarheimildir þjóðaréttar, þjóðréttaraðild, landsvæði og ríkisyfirráð, lögsögu, úrlendisrétt, gerð þjóðréttarsamninga, ábyrgð ríkja, alþjóðastofnanir, Sameinuðu þjóðirnar, valdbeitingu í alþjóðakerfinu og úrlausn deilumála. Námskeiðið er einkum ætlað laganemum á meistarastigi en getur þó allt eins hentað nemendum í annars konar námi, t.d. í alþjóðasamskiptum, þar sem nokkur áhersla er lögð á að nálgast viðfangsefnin einnig frá þverfaglegu sjónarhorni.
Fjölþáttaógnir: Áhrif á ríki, samfélög og lýðræði (ASK033M)
Námskeiðinu er ætlað að kynna nemendum fjölþáttaógnir (e. hybrid threats) og fjölþáttahernað (e. hybrid warfare) sem verða sífellt fyrirferðarmeiri í umræðum um öryggismál. Fjölþáttahernaður hefur verið stundaður af ríkjum frá örófi alda, til að grafa undan andstæðingum, m.a. með upplýsingafölsun og undirróðri. Nútíma tækni og flókið samfélag hafa hins vegar gjörbreytt aðstæðum og fleiri gerendur en þjóðríki geta nú valdið slíkum ógnum og stundað slíkan hernað með fjölbreyttari hætti með minni kostnaði og áhættu.
Fjallað verður um sögulega þróun fjölþáttahernaðar frá fyrstu tíð. Gerð grein fyrir átakalínum í nútímanum hvar fjölþáttaógnir koma við sögu og þær settar í samhengi við viðeigandi kenningar í alþjóðasamskiptum. Helstu gerendur verða kynntir, hvaða aðferðum er helst beitt og hverjar afleiðingarnar geta verið, m.a. að lýðræði er alvarlega ógnað. Einnig verður fjallað um viðbrögð og úrræði við fjölþáttaógnum, þau vandkvæði sem geta verið þar á því árásunum og aðgerðum gjarnan ætlað að grafa undan samheldni og stuðla að klofningi – sem getur torveldað viðbrögð enn frekar.
International Human Rights Law (LÖG111F)
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist fræðilega og hagnýta þekkingu á alþjóðlegri samvinnu um vernd mannréttinda, helstu mannréttindi sem vernduð eru af alþjóðlegum mannréttindasamningum og eftirlit með framkvæmd þeirra. Fjallað er um uppruna mannréttindahugtaksins og þróun alþjóðlegrar samvinnu um vernd mannréttinda. Sérstök áhersla er lögð á umfjöllun um mannréttindastarf og helstu mannréttindasamninga Sameinuðu þjóðanna. Einnig er gefið yfirlit yfir svæðabundna mannréttindasamvinnu einkum í Evrópu. Námskeiðið er kennt á síðari hluta haustmisseris.
Samningatækni (ASK206F)
Samningaviðræður á alþjóðavettvangi skipta sköpun fyrir ríki til að tryggja íbúum þeirra aukin lífsgæði sem og að tryggja ríkjunum sjálfum viðunandi stöðu í alþjóðakerfinu. Markmið námskeiðsins er að fjalla um hvernig ríki haga samningaviðræðum sínum við önnur ríki og alþjóða þrýstihópa. Einnig verður skoðað hvernig ríki reyna að ná fram markmiðum sínum í innan alþjóðastofnana. Farið verður yfir kenningar um samningatæki og stjórnun og skipulag samningaviðræðna.
Introduction to Security Studies (ASK220F)
This course introduces students to the dynamic and multifaceted field of security studies. It examines key questions central to the discipline: What is security? For whom is security intended? How is security defined and practiced? The focus of security studies centers around exploring these questions across various levels of analysis—individual, national, international, transnational, and global—as well as within distinct security domains, including political, military, economic, social, and environmental contexts.
Through theoretical frameworks and practical case studies, the course investigates how different approaches and levels of analysis shape our understanding of security challenges and solutions. Students will gain insights into both traditional and expanded notions of security, examining topics such as human security, cybersecurity, migration, climate change, and global health. By critically engaging with these dimensions, students will develop a deeper understanding of how security studies contribute to our practical knowledge and inform policies and strategies in addressing real-world challenges.
Hlutverk og stefnumótun alþjóðastofnana (ASK201F)
Alþjóðastofnunum hefur fjölgað verulega frá lokum síðari heimsstyrjaldar og samskipti ríkja fara í vaxandi mæli fram innan veggja þeirra. Í námskeiðinu verður gerð grein fyrir kenningum um eðli og hlutverk alþjóðastofnana og þeim ferlum sem stjórna starfsemi þeirra.
Í stað þess að fjalla sérstaklega um sögu og skipulag einstakra stofnana, mun þetta námskeið leggja áherslu á að kanna hið pólitíska kerfi sem liggur til grundvallar samstarfs ríkja innan alþjóðastofnana. Að hvaða leyti eru alþjóðastofnanir sjálfstæðir aðilar í alþjóðakerfinu? Hverjir hafa áhrif á alþjóðastofnanir og hvernig gera þeir það? Hvernig eru alþjóðastofnanir fjármagnaðar og hvaða áhrif hefur það á rekstur þeirra? Hvers konar fólk vinnur í alþjóðastofnunum og hvaða áhrif hefur það á stofnanirnar sem það vinnur hjá? Þessum, og fleiri, spurningum verða gerð skil á námskeiðinu.
Nemendur munu kynnast þeim margvíslegu rannsóknaraðferðum sem nýttar eru til að svara þessum spurningum. Lesefni námskeiðsins er fjölbreyttt og við munum m.a. nýta okkur sögulegar rannsóknir, tilviksrannsóknir, og bæði eigindlegar og megindlegar fræðigreinar og bókakafla. Lögð verður sérstök áhersla á nýlegar rannsóknir á sviði alþjóðastjórnmála svo nemendur fá góða yfirsýn yfir stöðu fræðasviðsins. Markmið námskeiðsins er því tvíþætt: í fyrsta lagi, að nemendur öðlist skilning á þeim þáttum, bæði pólitískum og stjórnsýslulegum, sem stýra starfsemi alþjóðastofnana og, í öðru lagi, að gera nemendum kleift að kryfja og vinna með fjölbreyttar rannsóknir á sviði alþjóðastofnana í sinni eigin rannsóknarvinnu.
Námskeiðið byggir á helstu kenningum í alþjóðasamskiptum en ekki er gert ráð fyrir að nemendur búi yfir þekkingu á einstökum stofnunum umfram það sem almennt mætti telja eðlilegt af nemanda með áhuga á alþjóðamálum. Þar sem við á verður bætt við ítarefni fyrir á sem þurfa að kynna sér grunnstarfsemi einstakra stofnana betur. Áhersla verður lögð á stóru alþjóðlegu stofnanirnar, eins og Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en við munum einnig fjalla um svæðisbundnar stofnanir, eins og Evrópuráðið, alþjóðleg félagasamtök (INGOs) og aðkomu einkaaðila að alþjóðakerfinu.
Eigindleg aðferðafræði (STJ203F)
Qualitative Methods provides students with an introduction to some of the most commonly used qualitative methods and methodological tools in political science. The main focus in the course is on case studies (including process tracing) and various tools and techniques used within case studies, e.g., qualitative content analysis, interviewing, and focus groups. One part of the course is also dedicated to discourse analysis. The course begins with a very brief introduction to philosophy of science and outlines basic ontological, epistemological and methodological issues in the social sciences. The remainder of the course is dedicated to the methods and tools/techniques listed above. Students will gain a deeper understanding of the philosophical underpinnings, assumptions and ambitions of the different methods, but they will also gain practical experience as to the design and execution of research within the different traditions.
The course is designed in a highly interactive way and emphasizes active student participation. It is expected that students have done at least the required reading assigned for the given day and are ready to participate in group work and discussions in class. There are two types of classes in this course: lecture & discussion classes and workshops. Each lecture & discussion class will be divided into three parts: a short agenda-setting lecture by the lecturer (40 minutes), group work (40 minutes), and a concluding general discussion (40 minutes). This design is highly effective with regard to achieving the course’s learning outcomes, but it also requires that students have familiarized themselves with the assigned reading for the day. In the workshops, the class will be divided into two groups (A and B).
Fjölmenning og fólksflutningar (MAN017F)
Oft er talað um fólksflutninga og fjölmenningu sem eitt megin einkenni samfélaga samtímans. Í námskeiðinu eru kynntar helstu kenningar og stefnur sem fram hafa komið í tengslum við rannsóknir á fólksflutningum og fjölmenningu. Fjallað er á gagnrýninn hátt um margskonar kenningar sem tengjast þessum rannsóknarviðfangsefnum og gagnsemi þeirra skoðuð. Skoðuð eru hugtök eins og menning, samlögun, aðlögun og samþætting, en jafnframt gert grein fyrir hreyfanleika fortíðar og tengslum hans við fjölmenningu. Í námskeiðinu eru ólíkar nálganir og kenningarmótun fræðimanna fyrst og fremst dregnar fram og gerð grein fyrir helstu viðfangsefnum félagsvísindamanna á þessu sviði.
Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og umræðna.
Hagnýt tölfræði (STJ201F)
Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist skilning á eðli hinnar vísindalegu aðferðar og undirstöðuþekkingu í að greina tölfræðileg gögn sem notuð eru við margs konar opinbera ákvarðanatöku. Farið er yfir hugtök á borð við orsök, réttmæti og áreiðanleika. Fjallað er bæði um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, þar á meðal um breytur, gildi, miðlægni, staðalfrávik, úrtök, marktækni og tilgátuprófanir. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist færni í að greina og meta megindlegar rannsóknir með tilliti til aðferðafræði og jafnframt að þeir geti sótt gögn og framkvæmt einfaldar tölfræðiaðgerðir í töflureikni.
Stjórnkerfi Internetsins (TÖL212F)
Markmið námskeiðsins er að gera grein fyrir helstu álitamálum þegar það kemur að stjórnkerfi Internetsins og skipulagi þess. Meðal þess sem fjallað verður um er þróun á formfestu í stjórnkerfi internetsins, hlutverk þjóðríkja, alþjóðlegra stofnanna og einkafyrirtækja í því að móta regluverk fyrir Internetið.
Námskeið þetta mun einnig fjalla um jafnvægi milli öryggis og friðhelgi einkalífs, þar á meðal regluverk eins og GDPR og NIS2 sem setur lágmarkskröfur um öryggi og friðhelgi einkalífsins í forgrunni. Tilkoma samfélagsmiðla hefur vakið upp spurningar um hvernig eigi að framfylgja lögum allt frá höfundarétti til ólöglegs efnis. Jafnframt verður spurningunni um samstarf hins opinbera og einkaaðila í baráttunni við netglæpi skoðuð samhliða áskorunum með tilkomu fjölþáttaógnum í hernaði.
Námskeið þetta er kennt í fyrirlestrarformi og aðra hverja viku verða umræðutímar þar sem nemendur fá tækifæri til að ræða um málefni stjórnkerfi internetsins.
Námskeiðið er kennt á ensku.
Vopnuð átök samtímans (ASK032M)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum kenningar og hagnýt verkfæri til að greina orsakir og útkomu helstu átaka um allan heim á síðustu 30 árum. Með greiningu á tilviksrannsóknum munu nemendur geta greint og greint mismunandi gerðir vopnaðra átaka, hlutverk ríkisaðila og þátttakenda sem ekki eiga aðild að ríkinu, svo og átakaúrlausnar / friðaruppbyggingar.
Að auki verður lagt mat á árangur verkefna Sameinuðu þjóðanna sem eiga að sporna gegn svokölluðum nýjum stríðum og breytingum á hernaði (málaliðar, nethernaður).
Meðal átaka sem kunna að verða tekin fyrir í námskeiðinu eru: Balkanskaginn, íhlutun Rússa í Úkraínu, stríðið gegn hryðjuverkum í Sahel, Sómalía, útrás Kínverja í Suður-Kínahafi, Filippseyjar, Mjanmar, Írak, Líbía, framgangur ISIS, og Kólumbía
Hafðu samband
Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500
Netfang: nemFVS@hi.is
Opið virka daga frá 09:00 - 15:00
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs
Stjórnmálafræðideild á samfélagsmiðlum
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.