Skip to main content

Háskólabrú Keilis

Háskólabrú Keilis - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskólabrú Keilis gefur þeim sem ekki hafa lokið stúdentsprófi færi á að hefja háskólanám. Háskóli Íslands ber faglega ábyrgð á náminu en Keilir sér alfarið um framkvæmd kennslu í samræmi við námskrá og kröfur háskólans.

Námið er í boði hjá Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs á Reykjanesi og er eini skólinn sem býður upp á slíkt aðfaranám í samstarfi við Háskóla Íslands. Námið er hægt að stunda í fjarnámi og staðnámi ýmist í fullu námi eða samhliða vinnu, allt eftir því hvaða fyrirkomulag hentar hverjum og einum.

Deildir Háskólabrúar samsvara deildum háskólans en boðið er upp á félagsvísinda- og lagadeild, hugvísindadeild, viðskipta- og hagfræðideild ásamt verk- og raunvísindadeild. Námið gildir til inntöku í allar deildir Háskóla Íslands að uppfylltum kröfum deildanna.

Inntökuskilyrði í aðfaranám Keilis eru þau að umsækjendur séu orðnir 20 ára og hafi lokið ákveðnum fjölda eininga í framhaldsskóla eða skilgreindu starfsnámi.

Meira um Háskólabrú
Háskólabrú Keilis