Menntavísindasvið hefur aðsetur í Stakkahlíð, Skipholti og Bolholti í Reykjavík. Almenn skrifstofa og kennsluskrifstofa eru staðsettar í Stakkahlíð. Þar er einnig bókasafn, bóksala, Ritver, matsala og tölvuþjónusta. Nemendur hafa aðgang að frábærri vinnu- og lesaðstöðu í húsinu og á Háskólatorgi. Auk þess er veitingasala víða á háskólasvæðinu, Stúdentakjallarinn og íþróttahús. Byggingar Húsnæðið í Stakkahlíð skiptist í þrjár samliggjandi byggingar. Elsta byggingin skiptist í Enni og Múla, en hinar tvær byggingarnar heita Hamar og Klettur. Kennsla í list- og verkgreinum fer fram í Listgreinahúsi sviðsins í Skipholti 37. Verkleg kennsla í íþrótta- og heilsufræði fer fram í frábærri aðstöðu í mannvirkjum ÍTR í Laugardalnum. Bóksala I bóksölu Menntavísindasviðs i Stakkahlíð eru seldar kennslubækur á sviði kennslu, uppeldis og umönnunar. Þar er einnig hægt að fá stílabækur, möppur og ritföng vegna námsins. Bóksalan býður einnig upp á prentþjónustu. Hvar erum við? Bóksalan er staðsett á 1. hæð í Kletti. Opið frá kl. 9.00 til 13.00 alla virka daga. Lokað er vegna sumarleyfa í júní og júlí. Sími: 525-5990. Netfang: boksalakenno@hi.is Íþróttahús Hreyfing er öllu námsfólki mikilvæg. Við Háskóla Íslands eru rekin tvö íþróttahús sem opin eru öllum nemendum og starfsfólki háskólans gegn mjög vægu gjaldi. Nánari upplýsingar um íþróttahús skólans ásamt stundaskrá og afgreiðslutíma. Nemendur í íþrótta- og heilsufræði fá aðgang að líkamsræktarstöðvum World Class. Veitingasala Veitingastaðurinn Háma er á torginu í Háskólatorgi Þar geta nemendur fengið heitan mat í hádeginu en auk þess er alltaf boðið upp á heita súpu og ýmsar gerðir af samlokum og köldum réttum. Kaffi, te og alls kyns drykkir eru líka fáanlegir þar. Matseðil Hámu má nálgast á fs.is. Háma heimshorn er nýr veitingastaður í Tæknigarði. Þar er hægt að velja um tvo fjölbreytta og framandi heita rétti í hádeginu með vali um meðlæti. Stúdentakjallarinn er staðsettur á Háskólatorgi en hann er skemmtilegur bar og veitingastaður fyrir alla, stúdenta sem og aðra. Fastir liðir á viðburðadagatali eru skítblankur föstudagur, pubquiz og café lingua. Vinnu- og lesaðstaða Góð vinnu- og lesaðstaða er í húsnæði Menntavísindasviðs í Stakkahlíð. Aðgengi að safni og smiðju er auðvelt fyrir fatlaða og hreyfihamlaða og boðið er upp á ýmiss konar hugbúnað sem er einkum ætlaður stúdentum með sérþarfir. Þráðlaust netsamband og prentarar eru á helstu vinnusvæðum. Bókasafn á jarðhæð í Hamri Hátt í 60 les- og hópvinnusæti Hópvinnuherbergi Þrjú lesherbergi fyrir þá sem sinna rannsóknarverkefnum til leigu Smiðja á 1. hæð í Hamri 16 tölvur fyrir almenna notkun Prentarar eru í Menntasmiðju Stúdentar með aðgangskort að Hamri geta verið í tölvustofum til kl. 23.00 á kvöldin. Kortin fást hjá umsjónarmanni fasteigna í Stakkahlíð. Skáli í Enni Lesaðstaða fyrir 50-60 manns Listgreinahús Prentari 3. hæð tölvuver til kennslu í tónmennt Önnur lesrými Á Háskólatorgi eru lesstofur bæði á 1. og 2. hæð með lesbásum Á jarðhæð í Gimli eru einnig lesstofur Á 2. og 3. hæð í Odda er opið lesrými og aðstaða til hópavinnu Tengt efni Háskólabyggingar og afgreiðslutími Kort af háskólasvæðinu facebooklinkedintwitter