Skip to main content

Raunfærnimat

Raunfærnimat - á vefsíðu Háskóla Íslands

Raunfærnimat í grunnnámi við Háskóla Íslands

Raunfærnimat við Háskóla Íslands hófst haustið 2021  með þróunarverkefni í grunnnámi í leikskólakennarafræði. Verkefnið gekk vel og hefur raunfærnimat verið í boði í leikskólakennarafræði síðan. Háskóla Íslands tekur nú þátt í tilraunaverkefni um raunfærnimat á háskólastigi ásamt HA, HR og LHÍ en markmiðið með verkefninu er að innleiða sameiginlega verkferla fyrir raunfærnimat á háskólastigi. 

Raunfærnimat er viðurkenning á þekkingu, færni og reynslu einstaklings sem hann hefur náð með ýmsum hætti í starfi, námi og einkalífi t.d. í gegnum námskeið, félagsstörf og með starfsreynslu. Innan HÍ hefur raunfærni verið metin á móti ákveðnum námskeiðum og getur niðurstaðan orðið á þann veg að umsækjandi sleppur við að sitja námskeið í því sem hann kann nú þegar, sem leiðir til minna álags í námi og/eða styttingar á námi.

Raunfærnimat er í boði fyrir innritaða nemendur í grunnnámi í leikskólakennarafræði, tómstunda- og félagsmálafræði og grunnskólakennslu yngri barna. 

Þátttökuskilyrði eru 25 ára lífaldur og nokkurra ára starfsreynsla, mismunandi eftir námsleiðum. Starfsreynslu  þarf að staðfesta með starfsvottorði frá vinnuveitanda en raunfærnimat er nemendum að kostnaðarlausu. 

Aðstoð náms- og starfsráðgjafa stendur þátttakendum til boða í gegnum allt ferlið. 

Kynning

Í myndskeiði neðst á síðunni er kynning á raunfærnimati og farið vel yfir ferlið innan HÍ.

Umsóknarferlið 

Innritaðir nemendur senda inn ferilskrá og starfsvottorð til verkefnisstjóra og uppfylli þeir þátttökuskilyrði fá þeir boð um viðtal við náms- og starfsráðgjafa þar sem næstu skref eru skoðuð. 
Nánari upplýsingar veitir Lára Hreinsdóttir, verkefnisstjóri og náms- og starfsráðgjafi, larahr[at]hi.is

Um raunfærnimat á háskólastigi

Menntavísindasvið reið á vaðið með innleiðingu raunfærnimats á háskólastigi með þróunarverkefni sem hófst haustið 2021 og lauk vorið 2022. Að því loknu tók Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) verkefnið út og er skýrsla þeirra hér fyrir neðan. Að auki er þar að finna lokaskýrslu um verkefnið og helstu niðurstöður þess, sem og áhugaverða grein í Netlu.  

Raunfærnimat á háskólastigi, þróunarverkefni - niðurstöður 

FA Þróunarverkefni – mat á framkvæmd 

Grein í Netlu 

Raunfærnimat í grunnnnámi við Háskóla Íslands.