Augnlæknisfræði Forstöðumaður: Gunnar Már Zoega Fræðasvið augnlæknisfræði við Læknadeild er tengt Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónustu Landspítala og sinnir rannsóknum og kennslu á sviði augnlækninga. Kennsla í augnsjúkdómafræði fer fram á 5. ári í læknisfræði og samanstendur námskeiðið af einni fyrirlestraviku og einni viku á Augndeild Landspítala, þar sem nemendur fá að kynnast fjölbreyttri starfseminni. Markmið námskeiðsins er að nemendur læri grunnatriði augnlæknisfræði þannig að þeir séu færir um að takast á við einföld augnvandamál og að meta hvenær skal senda sjúkling áfram til sérfræðings. Áhugasamir unglæknar geta síðan undirbúið sérnám í faginu með starfi og námi á deildinni. Augað er flókið líffæri og starfsemi þess getur truflast á ýmsan hátt. Augnsjúkdómar geta bæði verið tiltölulega einangraðir við augað, eins og t.d. þegar ský kemur á augastein eða hrörnun verður í augnbotnum. Augnvandræði geta einnig verið hluti af stærri sjúkdómi, eins og t.d. þegar sykursýki veldur sjónhimnusjúkdómi eða gigtarsjúkdómur veldur svæsnum augnþurrki. Þótt augað sé lítið er fræðigreinin fjölbreytt og tengist ýmsum öðrum sviðum læknisfræði. Ýmiss konar lyfjameðferð og skurðlækningum er beitt á augað og mikið er um háþróuð tæki eins og lasertæki og sérhæfðar myndavélar. Öflugar rannsóknir eru stundaðar á fræðasviðinu og má þar nefna umfangsmiklar rannsóknir á lífeðlisfræði, lyfjafræði, faraldsfræði og erfðafræði augnsjúkdóma. Dæmi um undirsérgreinar: Hornhimna og ytra byrði augans Gláka Tauga-augnlæknisfræði Meinafræði augans Lýtalækningar augans og augnumgjarðar Barnaaugnlækningar Sjónhimnulækningar Annað starfsfólk: Ólöf Birna Ólafsdóttir Sveinn Hákon Harðarson María Soffía Gottfreðsdóttir Gauti Jóhannesson Jóhann Ragnar Guðmundsson Barnalæknisfræði Forstöðumaður: Ásgeir Haraldsson Fræðasvið barnalæknisfræði við Læknadeild er tengt Barnaspítala Hringsins, Landspítala - Háskólasjúkrahúsi og sinnir rannsóknum og kennslu í barnalækningum. Kennsla í barnalækninum fer fram á 5. ári í læknisfræði og er námið bæði bóklegt og verklegt. Námið fer fram á Barnaspítala Hringsins. Markmið námsins er að læknanemar fái staðgóða þekkingu í barnalæknisfræði. Verklega námið miðast við að læknanemar fái góða reynslu í að skoða, umgangast og sjúkdómsgreina veik börn og gera tillögur um rannsóknir og meðferð. Námskeiðið er átta vikur. Kennarar eru flestir barnalæknar Barnaspítalans auk annarra barnalækna utan háskólasjúkrahússins. Vísindarannsóknir fræðasviðsins eru af ýmsum toga, þ.m.t. doktorsverkefni. Stór hluti rannsóknanna fjallar um árangur meðferðar á Barnaspítalanum auk tengdra klínískra atriða. Rannsóknir eru greiddar af ýmsum aðilum. Fræðasvið barnalækninga við Háskóla Íslands er í innlendu og erlendu samstarfi í rannsóknum. Fræðigreinar sem tilheyra fræðasviðinu: Barnalæknisfræði, forsvarsmaður: Ásgeir Haraldsson Annað starfsfólk: Ragnar Grímur Bjarnason Viðar Örn Eðvarðsson Valtýr Stefánsson Thors Helga Elídóttir Kristján Óskarsson Ólafur Gísli Jónsson Á Barnaspítala Hringsins starfa og kenna barnalæknar í flestum undirsérgreinum barnalækninga. Hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk Barnaspítala Hringsins taka þátt í kennslunni. Bráðalæknisfræði Forsvarsmaður: Hjalti Már Björnsson Fræðasvið bráðalæknisfræði við Læknadeild er tengt bráðamóttöku LSH og sinnir rannsóknum og kennslu í bráðalækningum. Bráðalæknisfræði fjallar um alla fyrstu greiningu og meðferð bráðra vandamála, slysa og veikinda. Kennsla í bráðalækningum fer fram á mörgum árum í læknisfræði og er bæði bókleg og verkleg. Í byrjun 1. árs fá læknanemar fræðslu um skyndihjálp, í samstarfi við Rauða Kross Íslands og Bjargráð, þar sem farið er að hluta í gegnum forsendur ráðlegginga til almennings um skyndihjálp. Á 4. ári er veitt kennsla í grunnatriðum öndunarvegar, inngangur að bráðaómskoðun ásamt mörgu öðru færnibúðum í upphafi námsársins sem og á vikulöngu verknámi í bráðalækningum. Þá er einnig kennt námskeið í grunnatriðum greiningar og meðferðar vegna fjöláverka. Megin kennsla í bráðalækningum fer síðan fram á 6. ári þar sem læknanemar sitja námskeið í sérhæfðri endurlífgun og öndunarvegameðferð, fá sérstaka kennslu í hermisetri í erfiðum tilfellum og þjálfun í bráðaómskoðun. Þá er fræðsludagur um ofbeldi hluti námskeiðs á 6. ári auk þess sem læknanemar taka tvær vikur í verknámi á bráðamóttöku. Á verknámstíma fara læknanemar einnig í útköll með sjúkrabílum og kynnast starfsemi Neyðarlínu. Bráðalæknar starfa að mestu leyti á bráðamóttökum sjúkrahúsa, auk þess að starfa við bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa. Starfsemi bráðalækninga á Íslandi fer að mestu leyti fram á bráðamóttöku LSH í Fossvogi. Einnig er unnið að uppbyggingu bráðalækninga á Sjúkrahúsi Akureyrar, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Á bráðamóttöku LSH er sinnt u.þ.b. 70.000 sjúklingum á ári og er starfseminni skipt í nokkrar einingar eftir bráðleika vandamáls þeirra sem til deildarinnar leita. Undirsérgreinar: Bráðalækningar utan sjúkrahúsa Bráðalækningar barna Klínísk eitrunarfræði Í tengslum við fræðasviðið er starfrækt rannsóknarstofa í bráðafræðum. Helstu áherslur rannsókna á fræðasviðinu eru: Árangur endurlífgunartilrauna utan sjúkrahúsa Greining bráðra vandamála á bráðamóttöku Eðli, og orsakir áverka og afdrif áverkasjúklinga Annað starfsfólk: Curtis Pendleton Snook Bæklunarskurðlæknisfræði Forstöðumenn: Þorkell Snæbjörnsson Þorvaldur Ingvarsson Fræðasvið bæklunarskurðlæknisfræði við Læknadeild er tengt skurðlæknissviði LSH og sinnir rannsóknum og kennslu í bæklunarskurðlækningum. Kennsla í bæklunarskurðlækningum fer fram á 4. ári í læknisfræði og er bæði bókleg og verkleg. Fræðin snúast almennt um greiningu og meðferð áverka og sjúkdóma sem tengjast stoðkerfinu. Sérstakar undirgreinar eru: hjá börnum: meðfæddir sjúkdómar, þ.m.t. hryggskekkja og áverkar; hjá fullorðnum: sjúkdómar og áverkar á útlimi, hryggsúlu og mjaðmagrind, gerviliðir í axlir, mjaðmir og hné og handaskurðlækningar. Í fyrirlestrum er lögð áhersla á algengi, orsök, greiningu og meðferð. Í verknámi er lögð sérstök áhersla á skoðun, skurðmeðferð og vandamál sem geta komið upp á eftir aðgerðir. Rannsóknir beinast að faraldsfræði sjúkdóma, áverka og árangri aðgerða. Annað starfsfólk: Ólöf Sara Árnadóttir Ásgeir Guðnason Benedikt Árni Jónsson Jóhann Róbertsson Ólafur Sigmundsson Sigurveig Pétursdóttir Yngvi Ólafsson Vefsíða HÍ um Bæklunarskurðlækningar Endurhæfingarlæknisfræði Forstöðumaður: Karl Kristjánsson Fræðasvið endurhæfingarlækningar við Læknadeild er tengt Grensásdeild LSH og Reykjalundi og sinnir rannsóknum og kennslu í endurhæfingarlækningum. Kennsla í endurhæfingarlækningum fer fram á 6. ári og er bæði bókleg og verkleg. Endurhæfingarmeðferð einstaklinga með færniskerðingu eða fötlun vegna sjúkdóma eða eftir slys, hefur að markmiði að hámarka getu og færni og stuðla þannig að aukinni virkni, þátttöku í samfélaginu og lífsgæðum. Endurhæfingin getur einnig snúist um að hjálpa fólki að aðlagast og læra að lifa með undirliggjandi sjúkdóma eða fötlun. Í kennslunni á Grensási er aðaláherslan á endurhæfingarmeðferð eftir mænuskaða og heilaáverka. Á Reykjalundi er kynning á hjarta- og lungnaendurhæfingu og endurhæfingu einstaklinga með langvarandi verki. Rannsóknir beinast aðallega að faraldursfræði sjúkdóma og árangursmati meðferða. Fræðigreinar sem tilheyra fræðasviðinu: Læknisfræðilegar endurhæfingar, forsvarsmaður: Karl Kristjánsson Sjúkraþjálfun Annað starfsfólk: Páll E. Ingvarsson Anna Lilja Gísladóttir Fæðinga- og kvensjúkdómafræði Forstöðumaður: Jóhanna Gunnarsdóttir Fræðasvið fæðinga- og kvensjúkdómafræði við Læknadeild er tengt kvennasviði LSH og sinnir rannsóknum og kennslu í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Kennslan í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum fer fram á 5. ári í læknisfræði og er bæði bókleg og verkleg. Markmið námskeiðsins er að læknanemar fái innsýn í eðlilega meðgöngu og fæðingu og öðlist nægilega hæfni í greiningu og meðferð kvensjúkdóma og meðgöngusjúkdóma til að geta sinnt starfi almenns læknis á kvennadeild, bráðadeild eða heilsugæslu. Starfsmenn sviðsins eru virkir í rannsóknum og leiðbeina grunn- og framhaldsnemendum í rannsóknarnámi. Í tengslum við fræðasviðið er starfrækt Rannsóknarstofa í fæðinga-, kvenna, barna- og fjölskyldufræðum (RKB). Undirsérgreinar: Fósturgreining og meðgöngusjúkdómar Frjósemislækningar og innkirtlalækningar kvenna Krabbameinslækningar kvenna Þvagfæraskurðlækningar kvenna Annað starfsfólk: Ragnheiður I Bjarnadóttir Snorri Einarsson Aðrir stundakennarar eru læknar kvennadeildar LSH ásamt ljósmæðrum. Geðlæknisfræði Forstöðumaður: Engilbert Sigurðsson Fræðasvið geðlæknisfræði við Læknadeild er tengt geðsviði Landspítala og sinnir rannsóknum og kennslu í geðlækningum. Kennslan fer fram á 5. ári í læknisfræði. Helstu markmið námsins eru: Að fræðast um helstu geðraskanir og taugaþroskaraskanir, algengi, áhættuþætti, meingerð, sjúkdómsgang, greiningu, meðferð, endurhæfingu og horfur Öðlast grunnfærni í að ræða við sjúklinga og aðstandendur og skilja áhrif geðraskana á líf þeirra Fræðast um meðferðir, úrræði og sjálfshjálparleiðir Að neminn geti eftir námskeiðið gert geðskoðun, greint helstu geðraskanir og sinnt meðferð á þeim algengari svo sem þunglyndi og kvíðaröskunum og greint alvarlegri veikindi svo með geðrof og örlyndi Verið fær um að hefja meðferð, vísa sjúklingum áfram til frekara mats og meðferðar Að skilja hvernig vímugjafar geta breytt geðhag heilbrigðra og geðsjúkra og að forsenda árangurs ef vímuvandi og geðröskun er til staðar er að ná tökum á vímuvandanum sem fyrst Að þekkja áhugahvetjandi samtal til að greina á hvaða stigi einstaklingur er á sviði áhugahvatar og vilja til breytinga á lífsháttum/neyslu Að auka skilning læknanema á sjálfum sér og öðrum, tilfinningum, skynjun, hugsun, viðbrögðum og varnarháttum persónuleikans og hvaða áhrif áföll, álag og veikindi geta haft á ofangreinda þætti Að átta sig á mikilvægi góðrar samskiptahæfni sem lið í fagmennsku fyrir lækna Fræðigreinar sem tilheyra fræðasviðinu: Almenn geðlæknisfræði, forsvarsmaður: Engilbert Sigurðsson Sálarfræði, forsvarsmaður: Berglind Guðmundsdóttir Barna- og unglingageðlæknisfræði, forsvarsmaður: Bertrand Andre Marc Lauth Annað starfsfólk: Magnús Haraldsson Halldóra Jónsdóttir Guðrún Dóra Bjarnadóttir Oddur Ingimarsson Jafnframt koma þrír fastir stundakennarar að kennslu: Bjarni Össurarson, Björn Hjálmarsson og Ísafold Helgadóttir Einnig koma allir læknar geðþjónustunnar að kennslu í verknáminu auk þess sem fagaðilar úr fleiri fagstéttum (sálfræðingar, félagsráðgjafar og hjúkrunarfræðingar) halda erindi og koma að einstökum þáttum verknáms. Heimilislæknisfræði Forstöðumaður: Emil Lárus Sigurðsson Fræðasvið heimilislæknisfræði við Læknadeild er tengt heilsugæslunni og sinnir rannsóknum og kennslu á sviði heimilislækninga. Kennsla í heimilislækningum fer fram á 6. ári og er bæði bókleg og verkleg. Bókleg kennsla fer fram í eina viku sem kennd er bæði á vor og haustönn. Í þeirri kennslu eru fyrirlestrar en megin áherslan lögð á kennslu sem fer fram í umræðuhópum. Þar eru tekin fyrir algeng og mikilvæg viðfangsefni heimilislækna. Aðalþættir fræðilega hlutans beinast að læknisfræðilegri kunnáttu og viðhorfum. Kunnáttan getur til dæmis verið fólgin í því að læra að afla sér og nýta nýjustu þekkingu í meðferð á háþrýstingi eða þvagfærasýkingu. Síðarnefnda markmiðið, viðhorfin, skiptir þó sköpum fyrir heimilislækningar. Hér er t.d. átt við að læknaneminn stefni að því að verða sérfræðingur í einstaklingnum sjálfum, en ekki líffærum eða ákveðnu aldursskeiði, að læknirinn noti tímann sem tæki til greiningar vandamála og öðlist heildarsýn á einstaklingnum sem félagsveru, hluta af fjölskyldu, samfélagi og umhverfi. Verkleg kennsla skiptist í 3 vikur í þéttbýli og 1 vika í dreifbýli, alls fjórar vikur. Fjallað er um algengustu heilsufarsvandamál og önnur viðfangsefni heilsugæslunnar og vinnuaðferðir. Kennd eru undirstöðuatriði klínískrar skoðunar, vandaliðuð sjúkrasaga, klínísk færni og viðhorf við greiningu og vandalausn, heilsuverndarstarf og teymisvinna. Læknanemar tala við og skoða sjúklinga og setja fram greiningu og áætlun um meðferð. Þeir taka þátt í heilsuverndarstarfi, s.s. skólaskoðunum, mæðravernd og ungbarnaeftirliti með læknum og hjúkrunarfræðingum eftir því sem kostur er. Fræðigreinar sem tilheyra fræðasviðinu: Heimilislæknisfræði, forsvarsmaður: Emil Lárus Sigurðsson Annað starfsfólk: Hannes Hrafnkelsson Margrét Ólafía Tómasdóttir Nanna Rún Sigurðardóttir Pétur Heimisson Unnur Þóra Högnadóttir Húð- og kynsjúkdómalæknisfræði Forstöðumaður: Bárður Sigurðsson Fræðasvið húð- og kynsjúkdómalæknisfræði við Læknadeild er tengt Húðlæknastöðinni, húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala og Útlitslækningu. Á sviðinu fer fram rannsóknar- og kennslustarf á sviði húð- og kynsjúkdóma. Kennsla í húð- og kynsjúkdómafræði fer fram á 5. ári og samanstendur af tveimur fyrirlestravikum og verklegri kennslu. Markmið kennslu er að nemendur geti greint og meðhöndlað einföld húðvandamál og metið hvenær á að vísa sjúklingi til sérfræðings. Fyrir áhugasama unglækna býður sviðið einnig upp á undirbúning fyrir sérnám í faginu. Á sviðinu eru stundaðar umfangsmiklar rannsóknir, þar á meðal á faraldsfræði húðsjúkdóma, húðkrabbameinum og erfðafræði húðsjúkdóma. Fræðigreinar sem tilheyra fræðasviðinu: Húðskurðlækningar Húðmeinafræði Barnahúðlækningar Lýtahúðlækningar Kynsjúkdómar Atvinnutengdar húðlækningar (Occupational Dermatology) Annað starfsfólk: Bolli Bjarnason Ragna Hlín Þorleifsdóttir Steingrímur Davíðsson Lífvísindi Stjórn: Sveinn Hákon Harðarson (forstöðumaður) Ingibjörg Harðardóttir Pétur Henry Petersen Fræðasvið lífvísinda við Læknadeild sinnir rannsóknum og kennslu í líffærafræði, frumulíffræði, fósturfræði, vefjafræði, lífeðlisfræði, eðlisfræði, lífefnafræði, sameindalíffræði, erfðafræði og skyldum greinum. Rúmlega 20 sérfræðingar vinna á lífvísindasviði, flestir í fullu starfi. Á sviðinu starfa einnig fjölmargir meistaranemar, doktorsnemar og nýdoktorar. Fræðasviðið hefur náin tengsl við Lífvísindasetur. Rannsóknaraðstaða er að mestu innan veggja Háskóla Íslands en einnig er gott rannsóknasamstarf við Landspítala, aðrar innlendar stofnanir sem og erlenda rannsakendur. Annað starfsfólk: Ari Jón Arason Eiríkur Steingrímsson Erna Magnúsdóttir Eyrún Inga Maríusdóttir Francois Olivier Mohan Singh Georgios Kararigas Guðrún Valdimarsdóttir Hannes Petersen Hans Tómas Björnsson Jón Jóhannes Jónsson Linda Viðarsdóttir Margrét Helga Ögmundsdóttir Marta Guðjónsdóttir Ólöf Birna Ólafsdóttir Ólöf Sara Árnadóttir Óttar Rolfsson Ragnhildur Þóra Káradóttir Reynir Arngrímsson Stefán Þórarinn Sigurðsson Þór Eysteinsson Þórarinn Guðjónsson Lyfja- og eiturefnafræði Forstöðumaður: Magnús Karl Magnússon Fræðasvið lyfja- og eiturefnafræði við Læknadeild sinnir rannsóknum og kennslu á sviði lyfja- og eiturefnafræði. Lyfja- og eiturefnafræði er kennd á haustönn þriðja árs í BS námi í læknisfræði. Markmið með kennslu í lyfjafræði í Læknadeild (líflyfjafræði; medical pharmacology) er að veita læknanemum fræðslu um verkunarmáta helstu lyfja og lyfjaflokka sem notaðir eru við lækningar. Veigamesti hluti kennslunnar er lyfhrifafræði (pharmacodynamics), sem tekur til hinna sérstöku verkana lyfja (lyfhrifa) á tiltekin líffæri eða líffærakerfi, svo og til verkunarháttar lyfjanna á frumur hlutaðeigandi líffæra eða líffærakerfa eða sýkla, ef um sýklalyf er að ræða. Önnur aðalgrein líflyfjafræði er lyfjahvarfafræði (pharmacokinetics) sem fjallar um það hvernig lyf komast inn í líkamann (í blóðbraut), dreifast, skiljast út eða umbreytast í önnur efni. Einnig fá nemendur þjálfun í að kynna klínískar vísindagreinar og fjalla um þær í fyrirlestri og í texta. Í samvinnu við námskeið í meinafræði fara fram kynningar nemenda á sjúkratilfellum þar sem tilfelli eru tengd við þessar fræðigreinar. Fræðasviðið tengist einnig formlega Rannsóknarstofu í Lyfja- og eiturefnafræði sem starfrækt hefur verið við Læknadeild frá 1939. Þjónusturannsóknir á sviði réttarefnafræði hófust árið 1966 og árið 1974 var formlega stofnuð réttarefnafræðideild við rannsóknastofuna. Við RLE starfa nú um 20 manns. Fræðigreinar sem tilheyra fræðasviðinu: Lyfjafræði, forsvarsmaður: Magnús K. Magnússon Eiturefnafræði, forsvarsmaður: Kristín Ólafsdóttir Lyflæknisfræði Forstöðumaður: Einar Stefán Björnsson Fræðasvið lyflæknisfræði við Læknadeild er tengt lyflækningasviði LSH og sinnir rannsóknum og kennslu á sviði lyflækninga. Kennsla í lyflækningum fer fram á 4. ári í læknisfræði og skiptist í fræðilegan og klínískan hluta. Kennslan fer fram með hefðbundnu fyrirlestrasniði og klínísku námskeiði þar sem læknanemarnir dvelja í 14-15 vikur á lyflækningadeildum LSH í Fossvogi, við Hringbraut og á Landakoti, auk þess sem þeim býðst vist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hluta af námskeiðinu. Á klíníska námskeiðinu taka læknanemarnir þátt í starfi legudeildarteyma lyflækningasviða auk þess að fá formlega kennslu s.s. umræðufundi og klíníkur. Prófað er úr fræðilega hluta námskeiðsins í lyflæknisfræði með skriflegu prófi að vori. Námsmat í klíníska hlutanum fer annars vegar fram með mati á frammistöðu nemans á klíníska námskeiðinu og hins vegar með svokölluðu stöðvaprófi. Í stöðvaprófi er læknanemunum ætlað að skoða sjúklinga, taka af þeim sjúkrasögu og ráðleggja um rannsóknir og meðferð ásamt því að túlka niðurstöður rannsókna, t.d. blóðrannsókna og röntgenmynda. Fræðigreinar sem tilheyra fræðasviðinu: Hjartalæknisfræði, forsvarsmaður: Karl Konráð Andersen Smitsjúkdómalæknisfræði, forsvarsmaður: Magnús Gottfreðsson Nýrnalæknisfræði, forsvarsmaður: Runólfur Pálsson Meltingarlæknisfræði, forsvarsmaður: Einar Stefán Björnsson Innkirtlalæknisfræði, forsvarsmaður: Rafn Benediktsson Lungnalæknisfræði, forsvarsmaður: Gunnar Guðmundsson Krabbameinslæknisfræði, forsvarsmaður: Sigurdís Haraldsdóttir Öldrunarlæknisfræði, forsvarsmaður: Helga Eyjólfsdóttir Gigtarlæknisfræði, forsvarsmaður: Gerður Gröndal Annað starfsfólk: Björn Guðbjörnsson Dóra Lúðvíksdóttir Gunnar Þór Gunnarsson Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Sigurður Yngvi Kristinsson Sædís Sævarsdóttir Ásta Dögg Jónasdóttir Guðbjörg Jónsdóttir Kristín Þórarinsdóttir Arna Guðmundsdóttir Inga Jóna Ingimarsdóttir Sif Hansdóttir Steinunn Þórðardóttir Elías Eyþórsson Fulltrúar fræðasviðs lyflæknisfræði: Hulda Pálsdóttir Lilja Þorkelsdottir Meinafræði Forstöðumaður: Jón Gunnlaugur Jónasson Fræðasvið meinafræði tengist meinafræðideild LSH og sinnir rannsóknum og kennslu á sviði meinafræði. Kennsla í meinafræði fer fram á 3. ári í læknisfræði samhliða lyfjafræði og er kennd sem sjúkdómafræði og hefur verið góður undirbúningur nemenda undir nám í klínískum greinum læknisfræðinnar. Greinin myndar tengingu milli grunngreina og klínískra greina læknisfræðinnar á fjórða til sjötta ári. Í meinafræði hljóta læknanemar kennslu í sjúkdómum nánast í fyrsta skipti í náminu en fram að því hefur kennslan mest miðast við að þekkja líffærafræði líkamans og eðlis- og efnafræði hans í eðlilegu ástandi. Kennslan fer fram með fyrirlestrum, verklegu námi og umræðutímum um sjúkratilfelli. Umræðutímar um sjúkratilfelli nýtast til tengingar við lyfjafræði og klínískar greinar læknisfræðinnar en þá eru klínísk tilfelli tekin fyrir til þess að kynna fyrir nemendum hvernig meinafræðin kemur að greiningu og meðhöndlun sjúkdóma. Að þessum tímum koma kennarar í meinafræði í samvinnu við kennara úr lyfjafræði og klínískum greinum. Markmið er að nemendur séu virkir í þessum tímum. Verklegt nám fer fram á meinafræðideild Landspítalans þar sem nemendur skoða smásjársneiðar undir leiðsögn en einnig með sjálfsnámi. Nemendum gefst kostur á að sjá og fylgjast með móttöku og úrskurði vefjasýna sem berast rannsóknarstofunni og eftir því sem tök eru munu nemendur fylgjast með krufningum. Nemendur eru ávallt velkomnir á rannsóknarstofuna á meðan á námi stendur og síðar. Kennarar í greininni eru öll læknar og sérfræðingar í meinafræði og starfa á meinafræðideild Landspítalans. Fræðigreinar sem tilheyra fræðasviðinu: Meinafræði, forsvarsmaður: Jón Gunnlaugur Jónasson Réttarlæknisfræði, forsvarsmaður: Pétur Guðmann Guðmannsson Annað starfsfólk: Pétur Snæbjörnsson Anna Margrét Jónsdóttir Árni Kjalar Kristjánsson Gunnlaugur Pétur Nielsen Ingibjörg Guðmundsdóttir Lárus Jónasson Rebekka Guðrún Rúnarsdóttir Sverrir Harðarson Myndgreining Forstöðumaður: Enrico Bernardo Arkink Fræðasvið myndgreiningar við er tengt klínísku þjónustusviði LSH og sinnir rannsóknum og kennslu í myndgreiningu. Kennsla í myndgreiningu fer fram á 4. ári. Fyrirlestrar eru 40 og eru bæði á haust- og vormisseri. Verklegt nám fer fram á Röntgendeild Landspítala háskólasjúkrahúss, bæði í Fossvogi og við Hringbraut. Kennsla í myndskoðun fer fram á Röntgendeild Landspítala (í Fossvogi) og í Orkuhúsinu. Í náminu er farið yfir helstu tæki sem notuð eru í myndgreiningu og notkunarsvið þeirra. Þá er kennd myndgreining mismunandi líffærakerfa og grunnatriði í túlkun rannsókna. Annað starfsfólk: Boris Brkljačić Pétur Hörður Hannesson Pir Abdul Ahad Aziz Fjöldi stundakennara og lækna LSH tekur einnig þátt í kennslunni. Ónæmisfræði Forstöðumaður: Björn Rúnar Lúðvíksson Fræðasvið ónæmisfræði er tengt klínísku rannsókna- og stoðþjónustusviði og ónæmisfræðideild LSH og sinnir rannsóknum og kennslu. Kennsla í grunnatriðum ónæmisfræðinnar fer fram á 2. ári í læknisfræði, en jafnframt er klínísk ónæmisfræði kennd sem hluti lyflæknisfræði á 4. ári. Hlutverk deildarinnar er að stuðla að því að þekking og framfarir í ónæmisfræði komi íslensku samfélagi að sem bestum notum og jafnframt að afla nýrrar þekkingar á starfsemi ónæmiskerfisins. Viðfangsefnum deildarinnar má skipta í fjögur meginsvið: Alhliða klínísk þjónusta og ráðgjöf vegna sjúklinga með truflanir í ónæmiskerfi og rannsóknir til að greina ónæmissjúkdóma Kennsla og vísindaleg þjálfun líffræðinga, lyfjafræðinga, lækna, lífeindafræðinga og annarra faghópa á sviði ónæmisfræði. Ráðgjöf og umsagnir fyrir heilbrigðisstofnanir og stjórnvöld Fræðilegar rannsóknir á svið ónæmisfræði og þróunarvinna til að tryggja skilvirkni, áreiðanleika og hagkvæmni þjónustu viðfangsefna Samskipti við erlenda aðila og almenn upplýsingamiðlun á sviði fræðigreinarinnar Annað starfsfólk: Jóna Freysdóttir Siggeir Fannar Brynjólfsson Sólrún Melkorka Maggadóttir Stefanía P Bjarnarson Þórunn Ásta Ólafsdóttir Samskiptafræði Forstöðumaður: Inga Sif Ólafsdóttir Fræðasvið samskiptafræði við sinnir kennslu í læknadeild á sviði samskiptafræði, líkamsskoðunar, siðfræði og fagmennsku. Kennsla í samskiptafræði fer fram á öllum námsárum í læknisfræði. Fræðasviðið hefur umsjón með átta námskeiðum sem flest eru heilsársnámskeið með verkefnavinnu sem tengjast öðru námi á viðkomandi námsári. Námið er bæði bóklegt og verklegt með færnibúðum, umræðutímum og beinum samskiptum við sjúklinga. Námið fer að mestu fram í kennsluhúsnæði HÍ en einnig að hluta til fram á ýmsum heilbrigðisstofnunum s.s. á Landspítala, Sjúkrahúsi Akureyrar og ýmsum heilsugæslum. Markmið námsins er að læknanemar fái staðgóða þekkingu í samskiptafræði, samskiptafærni, siðfræði, góðum starfsháttum lækna, fagmennsku og á þeim lögum og reglugerðum sem gilda um störf lækna á Íslandi. Kennarar eru læknar frá ólíkum sérgreinum. Annað starfsfólk: Þórunn Jónsdóttir, lektor Svanur Sigurbjörnsson Anna Björg Jónsdóttir Fríða Guðný Birgisdóttir Hildur Pálsdóttir Ólafur Pálsson Telma Huld Ragnarsdóttir Skurðlæknisfræði Forstöðumaður: Tómas Guðbjartsson Fræðasvið skurðlæknisfræði við Læknadeild er tengt skurðlækningasviði LSH og sinnir rannsóknum og kennslu á sviði skurðlækninga. Kennsla í skurðlækningum fer fram á 4. ári í læknisfræði og er bæði bókleg og verkleg. Fræðigreinar sem tilheyra fræðasviðinu og forsvarsmenn þeirra: Í Fossvogi: Háls-, nef- og eyrnaskurðlækningar: Geir Tryggvason Heila- og taugaskurðlækningar: NN Lýtaskurðlækningar: Þórir Auðólfsson Æðaskurðlækningar: Zoran Podzev Á Hringbraut: Skurðlæknisfræði brjósta, innkirtla og meltingarfæra: Páll Helgi Möller Þvagfæraskurðlækningar: Sigurður Guðjónsson Hjarta- og lungnaskurðlækningar: Tómas Guðbjartsson Þessar fræðigreinar skiptast síðan í undirgreinar sem hver og ein er með tiltekna sérhæfingu. Annað starfsfólk: Elsa Björk Valsdóttir Kristín Huld Haraldsdóttir Bjarni Geir Viðarsson Guðjón Birgisson Jóhann Jónsson Jórunn Atladóttir Lilja Þyri Björnsdóttir Rafn Hilmarsson Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Sýkla- og veirufræði Forstöðumaður: Lena Rós Ásmundsdóttir Fræðasvið sýkla- og veirufræði við Læknadeild er tengt sýkla- og veirufræðideild LSH og sinnir rannsóknum og kennslu á sviði sýkla- og veirufræði. Kennsla í sýkla- og veirufræði fer fram á vormisseri á 2. ári í læknisfræði. Markmið námsins er að læknanemar öðlist góða þekkingu á þeim sýklum (bakteríur, veirur, sveppir og sníkjudýr) sem valda sjúkdómum í mönnum og hvernig staðið er að greiningu helstu sýkinga. Kennslan er í formi fyrirlestra, umræðutíma, teymisnáms (TBL, team-based learning) og verklegra æfinga. Í fyrirlestrum er farið yfir grundvallaratriði sýkla- og veirufræði, helstu sýkingavalda í mönnum, faraldsfræði sýkinga, greiningu sýkla á rannsóknastofu og varnir gegn smitsjúkdómum. Jafnframt er farið í grunnatriði klínískrar sýkla- og veirufræði með áherslu á einkennamiðaða nálgun tengt einstökum líffærakerfum og fer sú kennsla meðal annars fram sem TBL. Í verklega hluta námsins fá nemendur þjálfun í notkun einfaldra aðferða við rannsóknir og greiningu algengra sýkingavalda og kennd eru grundarvallaratriði við túlkun og mat á rannsóknarniðurstöðum. Námsmat fer fram með mati á frammistöðu í TBL, skilaverkefnum og þátttöku í verklegum æfingum og rafrænu prófi í lok námskeiðs. Rannsóknir innan fræðasviðsins eru af ýmsum toga. Helstu áherslur í rannsóknum hafa verið á faraldsfræði og sameindafaraldsfræði sýkinga, ífarandi sýkingar (þ.m.t. sýkingar af völdum pneumókokka, streptókokka, Haemophilus influenzae, stafýlókokka og sveppa), öndunarfærasýkingar og áhrif bólusetninga á faraldsfræði þeirra, sýklalyfjaónæmar bakteríur og faraldsfræði sýklalyfjaónæmis. Fræðasvið sýkla- og veirufræði er í innlendu og erlendu samstarfi í rannsóknum. Fræðigreinar sem tilheyra fræðasviðinu: Sýklafræði, forsvarsmaður: Lena Rós Ásmundsdóttir Veirufræði, forsvarsmaður: Lena Rós Ásmundsdóttir Annað starfsfólk: Brynja Ármannsdóttir Ingibjörg Hilmarsdóttir Auk þess taka smitsjúkdómalæknar og stundakennarar með sérfræðiþekkingu í sýkla-og veirufræði þátt í kennslunni, og lífeindafræðingar og annað starfsfólk sýkla- og veirufræðideildar LSH tekur þátt í verklegu kennslunni. Svæfinga-og gjörgæslulæknisfræði Forstöðumaður: Martin Ingi Sigurðsson Fræðasvið svæfinga- og gjörgæslufræði við Læknadeild tengist svæfinga- og gjörgæsludeildum LSH og sinnir rannsóknum og kennslu á sviði svæfinga- og gjörgæslulækninga. Kennsla í svæfinga- og gjörgæslulæknisfræði fer fram á 6. ári og er bæði bókleg og verkleg. Markmið námsins er að læknanemar fái staðgóða þekkingu í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Verklega námið miðast við að læknanemar fái góða reynslu í að meta sjúklinga, setja upp og taka þátt í framkvæmd svæfinga hjá sjúklingum sem eru að fara í valaðgerðir eða bráðaaðgerðir. Einnig munu nemendur fá reynslu í meðferð sjúklinga sem eru að ná sér eftir skurðaðgerðir og í mati og meðferð bráðveikra gjörgæslusjúklinga. Kennslan fer fram á vendiformi, með hermikennslu og og klínískri námsveru þar sem læknanemarnir dvelja í 2 vikur á svæfinga- og gjörgæsludeildum LSH í Fossvogi, við Hringbraut og á Sjúkrahúsinu á Akureyri, auk þess sem þeim býðst vist á Sjúkrahúsinu á Akranesi hluta af námskeiðinu. Fræðileg kennsla fer fram í byrjun námskeiðs að hausti eða voru. Í kennslunni er nemendum boðið upp á að kynna sér rafræna fyrirlestra sem fjalla um uppvinnslu, gerð svæfingaráætlunar, svæfingalyf og vökva, bráða og langvinna verki, mat og meðferð sjúklinga í svæfingu og á gjörgæslu. Í kjölfarið hitta nemendur kennara í litlum hópum og vinna að tilfellamiðaðri kennslu sem byggir á námsefninu. Nemendur koma auk þess í hermisetur í einn dag í kennslu í loftvegameðferð og annan dag í hermikennslu sem miðar að mati og meðferð bráðveikra sjúklinga á sjúkrahúsi (Very Basic námskeið) Á verklega námskeiðinu taka læknanemar þátt í daglegu starfi svæfinga- og gjörgæslulækna á skurðstofum og á gjörgæsludeildum auk sjúklingagöngudeildar. Þar er auk þess formlegur umræðufundur með kennurum. Námsmat fer fram með mati á frammistöðu nemans í vendikennslu og hermikennslu og rafrænu prófi úr námsefni. Helstu áherslur í rannsóknum fræðasviðsins eru: Rannsóknir á útkomum skurðaðgerða Rannsóknir á bráðum nýrnaskaða Rannsóknir á lyfjanotkun aðgerðasjúklinga og sjúklinga innlagðra á sjúkrahúsi Þátttaka í fjölþjóðlegum rannsóknum á gjörgæslumeðferð Annað starfsfólk: Sigurbergur Kárason Auk þess taka allir læknar svæfinga- og gjörgæsludeildar Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH) og Sjúkrahússins á Akureyri (SA) þátt í klínísku kennslunni. Umsjónarlæknar klínískrar kennslu eru: Kári Hreinsson, yfirlæknir, svæfinga-og gjörgæsludeild Landspítala Katrín M Þormar, yfirlæknir, Landspítala við Hringbraut, Sigrún Ásgeirsdóttir, yfirlæknir, Landspítala í Fossvogi, Oddur Ólafsson yfirlæknir Sjúkrahúsinu á Akureyri Björn Gunnarsson yfirlæknir Sjúkrahúsinu á Akranesi Fulltrúi fræðasviðsins: Halldóra Hilmarsdóttir Einnig sinnir skrifstofa Læknadeildar fræðasviði svæfinga- og gjörgæslulækninga Taugasjúkdómafræði Forstöðumaður: Ólafur Árni Sveinsson Fræðasvið taugasjúkdómafræði við Læknadeild er tengt lyflækningasviði LSH og sinnir rannsóknum og kennslu á sviði taugasjúkdóma. Kennsla í taugasjúkdómafræði fer fram á 5. ári í læknisfræði og er bæði bókleg og verkleg. Annað starfsfólk: Haukur Hjaltason Finndu fræðimann facebooklinkedintwitter