Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskóla Íslands og grundvöllur fjölbreytni og virðingar í háskólasamfélaginu, og er jafnrétti eitt af þremur megin gildum í stefnu Háskólans. Jafnréttisfulltrúi Jafnréttisfulltrúar Háskóla Íslands eru Arnar Gíslason kynjafræðingur og Sveinn Guðmundsson mannfræðingur. Viðtalstímar eru eftir samkomulagi. Netfang: jafnretti@hi.is Sími: 525-4095 (Arnar) 525-4193 (Sveinn). Jafnréttisfulltrúi hefur á vegum stjórnsýslu HÍ yfirumsjón með jafnréttismálum í samvinnu við Jafnréttisnefnd og Ráð um málefni fatlaðs fólks þar sem hann gegnir formennsku. Hlutverk jafnréttisfulltrúa er m.a. að vinna að stefnumótun og áætlunum sem tengjast jafnréttisáætlun, fylgja eftir jafnréttisstefnu skólans, sinna fræðslu og ráðgjöf um jafnréttismál, ásamt því að stuðla að því að jafnréttismál séu sjálfsagður þáttur í starfi Háskóla Íslands Jafnréttisnefnd Starfssvið jafnréttisnefndar nær til jafnréttismála í víðum skilningi, sbr. 65. grein stjórnarskrárinnar og ber henni að hafa gildandi lög um jafna stöðu kvenna og karla að leiðarljósi. Í nefndinni eiga sæti formenn jafnréttisnefnda fræðasviða, einn fulltrúi stúdenta tilnefndur af Stúdentaráði og formaður sem rektor skipar. Jafnréttisfulltrúi og starfsmaður kennslusviðs sitja jafnframt fundi nefndarinnar. Upplýsingar um skipan jafnréttisnefndar. Jafnréttisnefnd miðlægrar stjórnsýslu Jafnréttisnefnd miðlægrar stjórnsýslu var sett á laggirnar 1. nóvember 2016. Nefndin hefur sambærilegu hlutverki að gegna og jafnréttisnefndir fræðasviða við háskólann. Henni er m.a. ætlað að gera tillögur um aðgerðir í jafnréttismálum sem byggjast á jafnréttisáætlun Háskóla Íslands og þeim gögnum sem nefndin aflar um stöðu kynjanna og jaðarsettra hópa innan miðlægrar stjórnsýslu. Verkefni nefndarinnar afmarkast þannig við þá starfsemi sem fram fer innan miðlægrar stjórnsýslu. Jafnréttisnefnd miðlægrar stjórnsýslu tekur einnig á móti fyrirspurnum og erindum frá starfsfólki miðlægrar stjórnsýslu sem varða jafnréttismál og fjallar um þau eða beinir í viðeigandi farveg. Nefndin fer ekki með úrskurðarvald í slíkum málum en getur beint tilmælum til einstakra stjórnenda Háskóla Íslands. Hægt er að senda nefndinni ábendingar á netfangið jnms@hi.is. Upplýsingar um skipan jafnréttisnefndar miðlægrar stjórnsýslu Jafnréttisnefndir fræðasviða Félagsvísindasvið Heilbrigðisvísindasvið Hugvísindasvið Menntavísindasvið Verkfræði- og náttúruvísindasvið Ráð um málefni fatlaðs fólks Rektor skipar sex manna ráð um málefni fatlaðs fólks til þriggja ára í senn sbr. 12. gr. reglna um sértæk úrræði í námi við Háskóla Íslands nr. 481/2010. Jafnréttisfulltrúi háskólans er formaður ráðsins og stýrir störfum þess. Í ráðinu sitja enn fremur einn fulltrúi tilnefndur af framkvæmda- og tæknisviði háskólans, einn fulltrúi tilnefndur af Náms- og starfsráðgjöf háskólans og einn fulltrúi tilnefndur sameiginlega af Félagi háskólakennara og Félagi prófessora úr hópi fastráðinna kennara háskólans og skal sá hafa sérþekkingu á sviði fötlunarfræða. Að auki sitja í ráðinu tveir fulltrúar tilnefndir af stúdentaráði Háskóla Íslands og skal miðað við að allaveganna annar þeirra komi úr hópi þeirra nemenda sem falla undir 1. mgr. 1. gr. reglna þessara. Í ráðinu skulu sitja bæði karlar og konur og skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé ekki minna en 40%, sbr. 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Í þessu skyni skulu tilnefningaraðilar tilnefna tvo aðila, karl og konu, til setu í ráðinu. Ráðið leitar álits hjá aðilum innan háskólans eftir því sem tilefni þykir til. Þá er ráðinu heimilt að afla ráðgjafar frá aðilum utan háskólans. Hvert fræðasvið tilnefnir starfsmann af fræðasviðinu sem skal vera tengiliður þess við ráðið. Jafnframt tilnefnir mannauðssvið Háskóla Íslands einn tengilið og hagsmunafélög nemenda einn hvert. Hlutverk ráðs um málefni fatlaðs fólks er: að hafa yfirumsjón með málefnum fatlaðs fólks í Háskóla Íslands og nemenda með sértæka námsörðugleika, í umboði rektors og háskólaráðs; að gangast fyrir reglubundinni endurskoðun á stefnu háskólans í málefnum fatlaðra; að undirbúa og fylgja eftir áætlunum um framkvæmd á stefnu háskólans í málefnum fatlaðra; að stuðla að samstarfi hinna ýmsu aðila sem að málaflokknum koma innan Háskóla Íslands, þar á meðal Náms- og starfsráðgjafar, jafnréttisnefndar, framkvæmda- og tæknisviðs, kennslusviðs, deilda og fræðasviða; að veita umsagnir, sbr. 14. gr., álit, sbr. 15. gr., og ráðgjöf þegar aðilar innan skólans leita eftir því; að veita ráðgjöf við hönnun nýbygginga á vegum Háskóla Íslands og gera tillögur um úrbætur sé þess þörf. Einnig að fylgja eftir að aðgengi á háskólasvæðinu sé í samræmi við stefnu um málefni fatlaðra; að afla tölulegra upplýsinga og birta skýrslu um málaflokkinn á þriggja ára fresti; að hafa frumkvæði að fræðslu og umræðum um málefni fatlaðs fólks innan háskólasamfélagsins; að fylgjast með nýmælum og því hvernig málefnum fatlaðs fólks er háttað við háskóla og aðrar sambærilegar stofnanir heima og erlendis, og stuðla að því að málefni fatlaðs fólks séu sjálfsagður þáttur í starfi háskólans. Ráð um málefni fatlaðs fólks fylgist vel með rannsóknum, sem tengjast málefnum fatlaðra í háskólasamfélaginu. Að auki hefur ráð um málefni fatlaðra sinnt fræðslu, útgáfu kynningarefnis og upplýsingum um aðgengi að byggingum Háskóla Íslands. Haustið 2005 gaf ráðið út bæklinginn Háskóli fyrir alla, sem dreift var innan Háskólans og í alla framhaldsskóla landsins. Veturinn 2005 - 2006 starfaði ad hoc starfshópur í umboði ráðsins um málefni fólks með geðraskanir. Afrakstur þeirrar vinnu eru verklagsreglur um úrræði hjá Háskóla Íslands fyrir fólk með geðraskanir. Ráð um málefni fatlaðs fólks starfar í nánu samstarfi við Námsráðgjöf Háskóla Íslands og byggingastjóra Háskóla Íslands. Ráð um málefni fatlaðs fólks fundar að jafnaði einu sinni í mánuði. Ráðið skipa til 30. júní 2022: Sveinn Guðmundsson, jafnréttisfulltrúi, formaður, skipaður án tilnefningar Hanna Björg Sigurjónsdóttir, prófessor í fötlunarfræðum í Félags- og mannvísindadeild, tilnefnd af Félagi háskólakennara og Félagi prófessora Ingólfur Aðalbjörnsson, byggingastjóri Háskóla Íslands, tilnefndur af framkvæmda- og tæknisviði Aðalbjörg Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, tilnefnd af náms- og starfsráðgjöf Margrét Lilja Arnheiðardóttir, tilnefnd af Stúdentaráði Þór Þórhallsson, tilnefndur af Stúdentaráði Hægt er að senda erindi til ráðsins í gegnum tölvupóst: rumff@hi.is Viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni Kynbundin og kynferðisleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi eru með öllu óheimil innan Háskóla Íslands og er hvorki liðið í samskiptum starfsfólks og nemenda, starfsfólks innbyrðis eða í samskiptum nemenda. Háskólaráð skipar fagráð um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, sbr. 3. gr. verklagsreglna sem samþykktar voru á fundi háskólaráðs þ. 16. janúar 2014. Skipunin er til þriggja ára í senn. Í fagráðinu sitja: Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur hjá Domus Mentis – Geðheilsustöð, formaður. Netfang: thora@dmg.is Sími: 7707252. Finnborg Salome Steinþórsdóttir, nýdoktor við Stjórnmálafræðideild HÍ Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild HÍ Með fagráðinu starfa Guðrún Margrét Eysteinsdóttir, lögfræðingur á mannauðssviði HÍ og Arnar Gíslason, jafnréttisfulltrúi HÍ. Allar ábendingar og fyrirspurnir til fagráðsins skulu sendar á formann þess. Verklagsreglur um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi innan Háskóla Íslands. Verklagsreglur um viðbrögð við einelti og öðru ofbeldi innan Háskóla Íslands Verklagsreglur um viðbrögð við einelti og öðru ofbeldi innan Háskóla Íslands. Jafnréttisdagar Jafnréttisdagar Háskóla Íslands hafa verið haldnir árlega síðan 2009. Hugmyndin með Jafnréttisdögum er að þeir hjálpi til við að skapa umræðu um jafnréttismál og að gera þau sýnileg innan skólans sem utan. Jafnréttisdagar verða næst haldnir 14.-18. febrúar 2022. Á Jafnréttisdögum gefst fólki tækifæri á að kynnast því starfi og þeim hugmyndum sem hafa verið að gerjast í jafnréttismálum í háskólasamfélaginu. Viðfangsefni Jafnréttisdaga er jafnrétti í víðum skilningi og að dögunum koma flestir þeir aðilar sem starfa að jafnréttismálum innan háskólans. Fræðileg umfjöllun og fjölbreyttir viðburðir einkenna Jafnréttisdaga í Háskóla Íslands. Tillögur að viðburðum á Jafnréttisdögum má senda á jafnretti(hjá)hi.is. Jafnréttisdaga má einnig finna á Facebook: Jafnréttisdagar. Táknmálstúlkun Háskóli Íslands veitir heyrnarlausum og heyrnarskertum nemendum táknmáls- og rittúlkaþjónustu óski þeir þess. Nemendur sem þurfa túlkaþjónustu geta leitað til náms-og starfsráðgjafa háskólans. Kennarar og aðrir starfsmenn setji sig í samband við umsjónarmann túlkaþjónustu. Umsjónarmaður túlkaþjónustu: Magnús Stephensen Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands netfang: msteph@hi.is 525-4315/847-6402 Að panta túlk Gefið góðar upplýsingar um verkefnið og pantið með góðum fyrirvara Allt ritað efni sem nota á í aðstæðunum þarf að berast umsjónarmanni túlkaþjónustu þannig að túlkar geti undirbúið sig. Ef farið er eftir fyrirfram ákveðinni dagskrá er gott að senda hana með Söngtextar eru yfirleitt líka túlkaðir yfir á táknmál Látið umsjónarmann túlkaþjónustu vita ef breyting verður á skipulagi Atriði sem gott er að hafa í huga Reynið að láta sem túlkurinn sé ekki á staðnum, forðist að ávarpa hann í túlkaaðstæðum. Horfið á þann heyrnarlausa, ekki á túlkinn. Talið beint við þann heyrnarlausa og forðist setningar eins og „viltu segja honum“ og „viltu spyrja hann“. Á umræðufundum er gott að hafa fundarstjóra sem stjórnar því að einn tali í einu. Túlkur getur ekki túlkað þegar margir tala á sama tíma. Hafa góða lýsingu. Túlkurinn er nokkrum sekúndum á eftir þeim sem talar. Ef um formlegar aðstæður er að ræða, til dæmis sviðstúlkun, þarf að gera ráð fyrir túlkinum sem næst ræðumanni. Rannsóknasetur Á vegum Háskóla Íslands eru starfrækt eftirfarandi rannsóknastofnanir sem tengjast jafnréttismálum: EDDA - Öndvegissetur Mannréttindastofnun HÍ Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna (MARK) Rannsóknasetur í fötlunarfræðum Rannsóknasetur um fólksflutninga og fjölmenningu Rannsóknastofa í fjölmenningarfræðum Rannsóknastofa í jafnréttisfræðum (RIKK) Rannsóknastofa um jafnrétti, kyngervi og menntun (Rannkyn) Rannsóknastofa um skóla án aðgreiningar Jafnréttisstarf stúdenta Mikil gróska er í jafnréttisstarfi meðal stúdenta, nokkur hagsmunafélög hafa verið stofnuð sem standa vörð um réttindi stúdenta, og er þekking þeirra og reynsla ómetanleg í jafnréttisstarfi Háskólans. Á vegum Stúdentaráðs (SHÍ) starfa jafnréttisnefnd og alþjóðanefnd. Nánari upplýsingar um nefndirnar eru á vef Stúdentaráðs. Femínistafélag Háskóla Íslands Femínistafélagið er femínistafélag stúdenta og starfsfólks við Háskóla Íslands. Tilgangur félagsins er að upplýsa stúdenta og samfélagið um femínisma með því að fjalla um hann á fræðilegum grundvelli. Félagið er þverpólitískt og tengist engum öðrum félögum Háskólans. Femínistafélagið á Facebook Q – félag hinsegin stúdenta Félagið hefur það að markmiði að: Gefa hinsegin stúdentum (m.a. samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og trans*) tækifæri til að hittast, veita þeim stuðning og auka samheldni þeirra. Vera sýnilegt afl innan Háskólans og í forsvari þegar málefni sam- og tvíkynhneigðra og trans* einstaklinga ber á góma. Beita sér í réttindabaráttu sam- og tvíkynhneigðra og trans fólks innan og utan háskóla. Stuðla að aukinni fræðslu, kennslu, umræðu og rannsóknum um málefnið innan sem flestra deilda Háskólans. Vefur Q - félag hinsegin stúdenta Q - félag hinsegin stúdenta á Facebook Netfang: queer@queer.is Ada - Hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni við HÍ Tilgangur Ada er að skapa vettvang til þess að styrkja stöðu kvenna sem stunda nám í upplýsingatækni við Háskóla Íslands. Ásamt því að vera öruggt umhverfi fyrir konur til þess að mynda tengsl, deila reynslu og styðja við bakið á hvor annarri. Ada vill fræða bæði tilvonandi nemendur og styðja við núverandi nemendur og stuðla að sýnileika kvenfyrirmynda innan upplýsingatæknigeirans. Vefur Ada - Hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni við HÍ Ada - Hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni við HÍ á Facebook Félag Asískra Háskólanema á Íslandi Félag Asískra Háskólanema á Íslandi á Facebook Jafnrétti í tölum Ýmiss konar tölfræði um nemendur og starfsfólk HÍ. Nemendur Starfsfólk Útgefið efni Skýrslur og úttektir Kynjajafnrétti innan Háskóla Íslands - Jafnlaunarannsókn og úttekt á framgangskerfi (2017), ásamt viðauka Málefni fatlaðs fólks við Háskóla Íslands 2010-2013 Málefni fatlaðs fólks við Háskóla Íslands 2007-2009 Málefni fatlaðra hjá Háskóla Íslands 2002-2006 Staða og þróun jafnréttismála við Háskóla Íslands 2012-2016 og viðauki með skýrslu Staða og þróun jafnréttismála við Háskóla Íslands 2008-2011 Staða og þróun jafnréttismála við Háskóla Íslands 2003-2007 Staða og þróun jafnréttismála 1997 - 2002 Status and Development regarding Equality at the University of Iceland 2008-2011 Status and Development regarding Gender Equality at the University of Iceland 2003-2007 Sjóðir Háskóla Íslands 2010-2014 – Yfirlit og kyngreining á gögnum úr umsóknarferli Rannsóknasjóður HÍ: Greinargerð jafnréttisfulltrúa um umsóknir og úthlutanir 2008 Samantekt um umsóknir og nýráðningar í akademísk störf við HÍ 2007-2009 Skipting umsókna og úthlutanir úr sjóðum: Rannsóknarsjóður HÍ 2006 og 2007 Upplifun karla á hjúkrunarnámi (2005) Skýrsla um einelti og kynferðislega áreitni í HÍ (2004) Staða og líðan samkynhneigðra stúdenta við Háskóla Íslands (2004) Kynlegar víddir í dómnefndarálitum (2002) Bæklingar og gátlistar Kynjuð fjármál - verkfærakista / Gender Budgeting in Academia - Toolkit Ó/fötlun – Pælingar um betra háskólasamfélag Jafnrétti í kennslu – Gátlisti fyrir kennara Klámvæðing er kynferðisleg áreitni – Fræðslubæklingur MARK og Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar 2011 Háskóli fyrir alla. Aðgengi og úrræði við Háskóla Íslands (2005) Lokaritgerðir unnar í samstarfi við jafnréttisnefnd HÍ Kynjasamþætting í Háskóla Íslands (2013) - Kristín Anna Hjálmarsdóttir Árangursmælingar í jafnréttisstarfi við Háskóla Íslands (2012) - Dagný Skúladóttir „Svo dettur maður bara inn í einhvern straum“ Um áhrifavalda og stýrandi orðræðu í menningu raun- og tæknivísindagreina H.Í. (2011) - Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir Kyngervi raunvísinda: Námsval og aðstæður kvenna í ákveðnum greinum á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands (2011) - Þuríður Ósk Sigurjónsdóttir Lög og reglur Ýmis lög Lög um opinbera háskóla, nr. 85 12. júní 2008 Lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020 Lög um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95 22. maí 2000 Lög um bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna, nr. 27 9. maí 2000 Lög um málefni fatlaðra, nr. 59 2. júní 1992 Lög um kynrænt sjálfræði, nr. 80 1. júlí 2019 Reglur Háskóla Íslands Reglur fyrir Háskóla Íslands, nr. 569/2009 Reglur um sértæk úrræði í námi við HÍ (481/2010) Verklagsreglur um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi innan Háskóla Íslands. Tóku gildi 16. janúar 2014, endurskoðaðar 7. sept. 2017 og 1. mars 2018. Verklagsreglur um viðbrögð við einelti og öðru ofbeldi innan Háskóla Íslands (.pdf). Tóku gildi 2. nóvember 2017. Siðareglur Háskóla Íslands | Prentgerð (.pdf) Tengt efni Jafnréttisáætlun Háskóla Íslands 2021-2023 facebooklinkedintwitter