Skip to main content

Siðanefnd háskólanna um vísindarannsóknir

Siðanefnd háskólanna um vísindarannsóknir - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskólaráð skipar siðanefnd háskólanna um vísindarannsóknir. Nefndin er skipuð sjö fulltrúum, fjórum  fulltrúum og varamönnum þeirra eftir tilnefningu frá forsetum fræðasviða Háskóla Íslands. Aðrir háskólar tilnefna sameiginlega tvo fulltrúa og varamenn þeirra. Auk þess tilnefnir Siðfræðistofnun Háskóla Íslands einn fulltrúa auk varamanns. Formaður nefndarinnar og varamaður hans eru skipaðir af rektor úr hópi fulltrúa fræðasviða háskólans. Skipunartími nefndarinnar er þrjú ár í senn. Við tilnefningu skal fylgt ákvæðum í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Reynir Örn Jóhannsson, verkefnisstjóri á vísinda- og nýsköpunarsviði, starfar með nefndinni. Fyrirspurnir og erindi til nefndarinnar berist til hans í netfangið roj@hi.is.

Umsóknir

Skilafrestur vegna umsókna er að lágmarki einni viku fyrir fund. Fundir að jafnaði einu sinni í mánuði.

Fundir á haustmisseri 2024: 4. september, 5. nóvember, 16. desember.

Tengt efni