Skip to main content

Sprettur-Mentor

Sprettur-Mentor - á vefsíðu Háskóla Íslands

Hvað er að vera mentor í Spretti?

Mentorar eru háskólanemar sem vilja láta gott af sér leiða. Markmið hlutverksins er að vera menningarbrúarsmiður og leiðbeinandi í lærdómsferli annarra nemenda í verkefninu Spretti. Mentorar sinna mikilvæga hlutverki að styðja og hvetja nemendur í námi og félagslífi. Hlutverk þeirra er að skapa uppbyggjandi mentorasambönd við aðra, gera skemmtilega hluti með þeim, sem og taka þátt í sameiginlegum heimavinnuhópum og viðburðum með öllum hópnum. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og í þátttöku felst því skuldbinding gagnvart nemendum sem mentor styður.  

Við erum að leita að háskólanemum sem eru eldri en 18 ára, eru með hreint sakavottorð og geta skuldbundið sig til að taka þátt í háskólaár. Við hvetjum nemendur á öllum námsbrautum og af öllum kynjum til að sækja um!  

Hverju taka mentorar þátt í?  

  • Lærðómsríkum málstofum í námskeiðinu Mentor í Spretti GKY001M.  

  • Mánaðarlegri samveru með þátttakendum Spretts.  

  • Mánaðarlegum heimavinnuhópum.  

  • Sameiginlegum menningar- og háskólaviðburðum.  

  

Hvað fá mentorar?  

  • 5 eininga námskeið um mentorhlutverkið þar sem meðal annars er fjallað um málefni innflytjenda, leiðtogafærni, fjölmenningarfærni, hnattræna borgaravitund, og fleira.  

  • Skírteinisviðauka/Diploma supplement.  

  • Persónulegan stuðning og tækifæri til að blómstra og prófa fjölbreyttar aðferðir til að styðja aðra.  

  

Hvernig verð ég mentor í Spretti?  

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í Spretti,  fylltu út þetta eyðublað og verkefnisstjóri Spretts mun hafa samband við þig.   

Hafðu samband

Juan Camilo Roman Estrada
Fjölmenningarfulltrúi og verkefnisstjóri Spretts
Tölvupóstur: juancamilo@hi.is
Sími: 525-5405

Sabrina Rosazza
Starfsmaður Spretts
Tölvupóstur: sabrinar@hi.is
Sími: 525-5417

Verkefnisstjóri Spretts
Tengt efni
Viðtöl við mentora í Spretti