Skip to main content

Rannsóknarmiðstöð skapandi greina

Rannsóknarmiðstöð skapandi greina - á vefsíðu Háskóla Íslands

Rannsóknarmiðstöðin tengir fræðimenn á sviði menningar, sköpunar og viðskipta við þátttakendur í skapandi greinum, og endurspeglast þessi tenging í stjórn stofnunarinnar.

Rannsóknarmiðstöðin er vettvangur rannsókna á menningu og sköpun innan viðskiptafræða og eru markmið miðstöðvarinnar eftirfarandi:

  • Að rannsaka og efla skilning á menningu og sköpun í hagrænum skilningi.
  • Að stuðla að þekkingu á umhverfi menningar og sköpunar, og hlutverki þess í eflingu skapandi greina.
  • Að efla þekkingu á hlutverki og umfangi menningar og sköpunar í íslensku samfélagi.

Leitast verður við að uppfylla þessi markmið með rannsóknum starfsmanna og nemenda HÍ auk rannsókna í samstarfi við fræðimenn og fulltrúa skapandi greina, bæði innanlands og utan.

Forsvarsmaður
Margrét Sigrún Sigurðardóttir dósent