Skip to main content

Menntakerfi á tímamótum - alþjóðlegar áskoranir og tækifæri

Fyrirlestrarröð Menntakerfi á tímamótum - alþjóðalegar áskoranir og tækifæri

Í ljósi þess að menntamál hafa verið mikið til umræðu að undanförnu ýtir Menntavísindasvið HÍ úr vör fyrirlestraröðinni Menntakerfi á tímamótum: Alþjóðlegar áskoranir og tækifæri í samstarfi við Miðstöð menntunar og þjónustu. Erlendir sérfræðingar stíga á stokk, ræða álitamál og viðfangsefni menntunar og kynna reynslu annarra þjóða. Á meðal viðfangsefna eru menntastefna, PISA, námsmat, samfélag sem styður við skóla, heilsuefling í skólum og fleira.  

Stefnt er að því að halda einn fyrirlestur í mánuði og er hver viðburður 90 mínútur. Fyrirlestrarnir fara fram kl. 15-16.30 flestir í hátíðarsal HÍ. Hver viðburður hefst á ávarpi, erindi sérfræðings og endað er á umræðum. Fyrsti fyrirlestur var haldinn í nóvember 2024 og mun síðasti fyrirlestur fara fram í maí 2025 og eru því sex talsins.

Fyrirlestrarnir

Í ljósi þess að menntamál hafa verið mikið til umræðu að undanförnu ýtir Menntavísindasvið HÍ úr vör fyrirlestraröðinni Menntakerfi á tímamótum: Alþjóðlegar áskoranir og tækifæri í samstarfi við Miðstöð menntunar og þjónustu. Erlendir sérfræðingar stíga á stokk, ræða álitamál og viðfangsefni menntunar og kynna reynslu annarra þjóða. Á meðal viðfangsefna eru menntastefna, PISA, námsmat, samfélag sem styður við skóla, heilsuefling í skólum og fleira.

Gert Biesta 4. desember 2025 í Veröld- húsi Vigdísar