Á Menntavísindasviði er lögð áhersla á að þjónusta, aðstaða og umhverfi skapi góð skilyrði til náms og starfs. Við sviðið eru boðleiðir stuttar og þjónustan einkennist af fagmennsku, jákvæðni og vinalegu viðmóti. Kennsluskrifstofa Kennsluskrifstofa sinnir allri almennri þjónustu við nemendur, kennara og deildir. Þar er verkefnisstjórn fyrir deildir Menntavísindasviðs, vettvangsnám, alþjóðamál og umsjón með meistara- og doktorsverkefnum. Á skrifstofunni er einnig haldið utan um námsferla nemenda og unnið að kennsluskrá, inntöku nemenda, stundatöflugerð, stofubókunum, brautskráningu og fleira. Nánar um kennsluskrifstofu Húsnæði Menntavísindasvið hefur aðsetur í Stakkahlíð og Skipholti í Reykjavík. Sviðsskrifstofa og kennsluskrifstofa eru staðsettar í Stakkahlíð. Þar er einnig Háma matsala og tölvuþjónusta. Nemendur hafa aðgang að góðri vinnu- og lesaðstöðu í húsinu og á Háskólatorgi. Auk þess er veitingasala víða á háskólasvæðinu, Stúdentakjallarinn og íþróttahús. Byggingar Húsnæðið í Stakkahlíð skiptist í þrjár samliggjandi byggingar. Kennsla í list- og verkgreinum fer fram í Listgreinahúsi sviðsins í Skipholti 37. Verkleg kennsla í íþrótta- og heilsufræði fer fram í frábærri aðstöðu í mannvirkjum ÍTR í Laugardalnum. Elsta byggingin skiptist í Enni og Múla, en hinar tvær byggingarnar heita Klettur og Hamar sem hýsir nú deildir Listaháskóla Íslands í fatahönnun, grafískri hönnun, arkitektúr og listkennslu. Vinnu- og lesaðstaða Góð vinnu- og lesaðstaða er á Menntavísindasviði. Þráðlaust netsamband og prentarar eru á helstu vinnusvæðum. Skáli í Enni Lesaðstaða fyrir 50-60 manns Listgreinahús Vinnuaðstaða fyrir nemendur í list- og verkgreinum Hóp- og vinnuaðstaða Víða um húsið, t.d. í Fjöru, Skála og Kletti Önnur lesrými Á 2. og 3. hæð í Odda er opið lesrými og aðstaða til hópavinnu Lesstofur eru í Öskju og VR-II Laugardalurinn Verkleg kennsla í íþrótta- og heilsufræði fer fram í frábærri aðstöðu í mannvirkjum ÍTR í Laugardalnum. Bæði inni- og útiaðstaða er með því allra besta á landsvísu. Öll helstu mannvirki Laugardalsins eru til afnota fyrir nemendur í íþrótta- og heilsufræði, m.a. útivistarsvæði, íþróttahús og vellir í grennd. Nemendur fá enn fremur aðgang að heilsuræktarstöðvum World Class og stunda þar hluta verklega námsins sér að kostnaðarlausu. Íþróttahús Hreyfing er öllu námsfólki mikilvæg. Við Háskóla Íslands er rekið íþróttahús sem er opið öllum nemendum og starfsfólki háskólans gegn mjög vægu gjaldi. Nánari upplýsingar um íþróttahús skólans ásamt stundaskrá og afgreiðslutíma. Nemendur í íþrótta- og heilsufræði fá aðgang að líkamsræktarstöðvum World Class. Bókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er þjóðbókasafn Íslands og bókasafn Háskóla Íslands. Safnið safnar öllum íslenskum gögnum, varðveitir þau, skráir og flokkar. Safnið sinnir þjónustu við kennslu og rannsóknarstarfsemi Háskóla Íslands og heldur uppi bókasafns- og upplýsingaþjónustu í þágu atvinnuvega, stjórnsýslu og rannsókna á Íslandi. Bókasafnsskírteini er innifalið í skólagjöldum nemenda við Háskóla Íslands og starfsmenn HÍ fá skírteini án endurgjalds. Bókasafnsskírteini eru afgreidd í þjónustuborði á 2. hæð gegn framvísun skilríkja með mynd og kennitölu. Þjóðbókhlaðan er staðsett á Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík, símanúmer: 525 5600, netfang: landsbokasafn (hja) landsbokasafn.is Nemenda- og sálfræðiráðgjöf Nemendaráðgjöf | Háskóli Íslands (hi.is) Starfsfólk Nemendaráðgjafar Háskóla Íslands (NHÍ) veitir nemendum allra fræðasviða skólans ráðgjöf og stuðning meðan á námi stendur, s.s. um námsval, vinnubrögð í háskólanámi og undirbúning fyrir atvinnuleit. Hægt er að bóka viðtal við ráðgjafa í síma 525-4315 eða á þessari slóð: Nemendaráðgjöf | Háskóli Íslands (hi.is) Námstengd erindi sendist á radgjof[hjá]hi.is og um úrræði í námi og prófum á urraedi[hjá]hi.is Sálfræðiþjónusta Háskóla Íslands | Háskóli Íslands (hi.is) Hægt er að bóka viðtal hjá sálfræðingum HÍ með því að senda tölvupóst á salfraedingar[hja]hi.is. Miðað er við 1 til 3 viðtöl á misseri. Sálfræðiþjónustan heyrir undir Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands (NHÍ) og er staðsett á 3. hæð Háskólatorgs. Fleiri stuðningsúrræði | Háskóli Íslands (hi.is) Tölvuþjónusta Í Menntasmiðju er veitt þjónusta við tölvunet sviðsins, umsjón með tölvustofum og smærri tækjum sem lánuð eru tímabundið. Þar er einnig þjónusta vegna námsumsjónarkerfa. Tæknimenn í Menntasmiðju svara fyrirspurnum stúdenta og starfsfólks í síma, tölvupósti og augliti til auglitis. Leiðbeiningar um tengingu fartölvu við þráðlaust net er að finna á Þjónustumiðjunni og bendum við notendum á að skoða þær vel. Nánar um tölvuþjónustu Ritver Ritver Menntavísindasviðs býður nemendum upp á stuðning við hvers konar fræðileg skrif. Starfsmenn Ritvers eru stúdentar í framhaldsnámi sem hafa hlotið sérstaka menntun um ritun og ráðgjöf, og þjálfun í að leiðbeina öðrum um skrif. Kjölfestan í starfi Ritvers eru viðtalsfundirnir, persónuleg ráðgjöf við stúdenta með verkefni í smíðum. Nánar um Ritverið Félagslíf Félagslíf er mikilvægur þáttur háskólanáms og hvetjum við nemendur til að lyfta sér upp annað slagið með samnemendum. Nemendafélögin skipuleggja fjölda viðburða yfir skólaárið og einu sinni á vetri er haldin sameiginleg árshátíð. Nemendafélögin standa einnig reglulega fyrir skemmtilegum viðburðum, svo sem nýnemakvöldum, vísindaferðum og skíðaferðum. Nánar um nemendafélög Menntavísindasviðs Veitingasala Veitingastaðurinn Háma er í Stakkahlíð og á Háskólatorgi. Þar geta nemendur fengið heitan mat í hádeginu en auk þess er alltaf boðið upp á heita súpu og ýmsar gerðir af samlokum og köldum réttum. Kaffi, te og alls kyns drykkir er líka fáanlegt þar. Matseðil Hámu má nálgast á fs.is Stúdentakjallarinn er skemmtilegur bar og veitingastaður fyrir alla, stúdenta sem og aðra. Fastir liðir á viðburðadagatali eru pub quiz og café lingua. Tengt efni Háskólabyggingar og afgreiðslutími Kort af Stakkahlíð facebooklinkedintwitter