Þegar nemendur þurfa þjónustu af einhverju tagi er Þjónustuborðið Háskólatorgi oft fyrsti viðkomustaðurinn. Staðsetning: Háskólatorg, Sæmundargötu 4, 102 Reykjavík Afgreiðsla opin: 8:30-16:00 mánudag til fimmtudags og 8.30-15:00 á föstudögum. Netspjall: Opið 9-15 alla virka daga. Netfang: haskolatorg@hi.is Sími: 525-4000 svarað 8:30-16:00 mánudag til fimmtudags og 8.30-15:00 á föstudögum. Þjónustuborðið veitir margvíslega þjónustu fjölbreyttum hópi nemenda, starfsfólks og annarra sem til skólans leita. Starfsemi Þjónustuborðs Þjónustuborðið veitir margvíslega þjónustu fyrir fjölbreyttan hóp nemenda, starfsfólks og annarra sem til skólans leita. Eftirtalin atriði eru á meðal þess sem fellur undir starfsemi Þjónustuborðsins: Óska eftir ýmsum vottorðum, námsferilsyfirlitum og námskeiðslýsingum. Þetta er hægt að gera á Þjónustuborðinu sjálfu á Háskólatorgi eða óska eftir því stafrænt með því að senda beiðni á haskolatorg@hi.is Sækja stúdentakort eftir að nemandi fær tilkynningu að það sé tilbúið. Greiða árlegt skrásetningargjald. Kaupa prentkvóta. Skrá sig í námskeið hjá Nemendráðgjöf. Endurstilla lykilorð fyrir nemendur í Uglu. Kaupa aðgang að íþróttahúsinu. Ýmis þjónusta er veitt á Þjónustuborðinu. Ef ekki er hægt að afgreiða málið þar er því vísað rétta leið. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á haskolatorg@hi.is og þeim er svarað eins fljótt og auðið er. Einnig er hægt að hafa samband við okkur í gegnum netspjall hér hægra megin á síðunni. Netspjallið er opið frá 09:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga og 09:00-15:00 á föstudögum. Fyrir þau sem vilja fá gögn send, hvort sem er í bréfpósti eða tölvupósti, er hægt að panta þau með því að senda tölvupóst á haskolatorg@hi.is. Hægt er að fá staðfest afrit í rafrænu formi af flestum gögnum, nema brautskráningarskírteinin sjálf. Þau er einungis hægt að fá útgefin á pappír en það er hægt að útbúa stafrænt undirritað vottorð sem staðfestir brautskráningu. Algengar spurningar og svör Áður en fyrirspurn er send til Þjónustuborðsins gæti verið gagnlegt að skoða algengar spurningar og svör við þeim. Starfsfólk Þjónustuborðsins Vinsamlegast notið netfangið haskolatorg@hi.is nema um einkapóst sé að ræða. Ari Hörður FriðbjarnarsonVerkefnisstjóri5255803arihordur [hjá] hi.is Árný Hekla Freyju MarinósdóttirVerkefnisstjóri5255840arnyhekla [hjá] hi.is Bryndís Erla EggertsdóttirVerkefnisstjóri5255822bee [hjá] hi.is Davíð SkúlasonDeildarstjóri5255826davidsk [hjá] hi.is Gróa SigurðardóttirVerkefnisstjóri5255844groasig [hjá] hi.is Guðrún Elísabet ÁrnadóttirVerkefnisstjóri5254921gea [hjá] hi.is Inga Mekkin Guðmundsdóttir BeckTeymisstjóri5255820ingam [hjá] hi.is Rakel JónsdóttirVerkefnisstjóri5255866rakjon [hjá] hi.is Súsan Ósk Scheving ThorsteinssonVerkefnisstjóri5255808susosk [hjá] hi.is Skápaleiga Nemendur geta tekið á leigu skápa undir eigin muni sem þeir nýta í skólastarfi. Skáparnir eru staðsettir á eða í námunda við Háskólatorg. Leigugjald er kr. 1.500 á hverju misseri. Skólaárið 2023-2024 er heildarleiga kr. 1.500 þar sem skápar verða aðeins leigðir hluta af haustmisseri. Því miður er takmarkað magn af skápum til leigu og því gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Þjónustuborð á Háskólatorgi sér um útleigusamning, tekur við greiðslu og afhendir lykil að skáp. Athugið að HÍ getur ekki borið ábyrgð á verðmætum sem nemar geyma í útleiguskápum. Reglur um útleigu á skápum Upplýsingar um leigu á munaskáp er hægt að fá á heimasíðu Þjónustuborðs HÍ eða með því að koma til Þjónustuborðs á HT. https://www.hi.is/nam/thjonustubord_haskolatorgi Skáparnir eru eingöngu til leigu fyrir nemendur í Háskóla Íslands. Til að fá lykla að munaskáp þá verður viðkomandi að koma á Þjónustuborð á HT til að fá lykla afhenta og til að veita nauðsynlegar upplýsingar Leiga á skáp er 1.500 kr .fyrir hverja önn. Skila skal lykli fyrir hvern skáp í lok hverrar annar. Nemendum ber að skila lyklum eigi síðar en 20. des vegna haustmisseris, 31.mai vegna vormisseris og 20.ágúst vegna sumarmisseris. Ef lykli er ekki skilað tímanlega þarf viðkomandi að greiða auka 1.500 kr. gjald. Þegar lykli er skilað skal skápur vera hreinn og tómur eða eins og hann var þegar tekið var við skápnum. Ef nemendur verða uppvísir að skemmdum á nemendaskápum verða þeir krafðir um greiðslu vegna tjónsins. Ef brotist er inn í skáp þá ber HÍ ekki ábyrgð á munum sem að voru í skápnum. HÍ áskilur sér rétt til leitar í nemendaskápum ef nauðsyn krefur avo sem ef grunur leikur á að öryggi nemenda sé í húfi eða að ólögmætir hlutir reynist í nemendaskáp. Öll umsjón með lyklum og skápum er á Þjónustuborði HÍ á Háskólatorgi. Útleiga á Litlatorgi Salur Litlatorgs er aðeins leigður út til fastráðins starfsfólks Háskóla Íslands og Félgasstofnunar Stúdenta. Fyrir nánari upplýsingar eða umsókn um salinn sendið tölvupóst á kennslustofur@hi.is. Reglur um útleigu Salurinn er aðeins leigður til fastráðinna starfsmanna HÍ og FS. Salurinn ekki leigður út lengur en til kl 21:00 á kvöldin Salurinn leigður út eins og er. Þ.e. ef starfsmenn vilja færa stóla og borð til þá gera þeir það í samvinnu við umsjónarmenn bygginga. Erum að reyna að vernda borð og gólf salarins eins og hægt er. Litla Torg er ekki til útleigu á prófatíma eða viku fyrir próf og þar til að sjúkraprófum er lokið. Starfsmönnum ber að skila salnum eins og þeir tóku við honum í einu og öllu þ.m.t. þrif. Háskólinn lætur kúst og fægiskóflu og annað slíkt vera til reiðu fyrir leigjendur. Ef að viðburður er utan venjulegs vinnutíma umsjónarmanna HÍ þá eru starfsmenn HÁMU á staðnum ábyrgir fyrir öllu sem að á sér stað á viðburðinum. Þegar að svo ber undir, s.s. fyrir utan venjulegan vinnutíma umsjónarmanna, munu starfsmenn HÁMU vera á staðnum og sjá um að loka og læsa dyrum í lok viðburðar. Stilla þarf lokunartíma á rennihurð fyrir viðburð með email á haskolatorg@hi.is. Það mun þurfa að huga að þessum þætti vel fyrir sjálfan viðburðinn Ekki er leyft að hengja neitt upp á veggi eða annað slíkt. Allur matur keyptur frá HÁMU. Háma sér sjálf um að fjarlægja mat og diska og annað sem að þau kunna að hafa komið með í salinn. Salur aðeins leigður út ef enginn árekstur við starfsemi/kennslu Háskólans Leiga verður 40.000 kr. fyrir hálfan eða 80.000 kr. fyrir heilan dag. Ef bókun stendur lengur en í 8 klst. þá bætast ofan á það 10.000kr fyrir hvern auka klukkutíma. Ofan á það leggst greiðsla fyrir kostnað vegna viðveru umsjónarmanna. Þá verður einnig rukkað aukalega 25.000 kr. ef að sal er ekki skilað til baka í upprunalegu ástandi. Kostnaður fyrir hljóðnema og tjald verður 5.000 fyrir hvort tveggja fyrir viðburð. Bókanir á salnum munu fylgja reglum um stofubókun, bókun fyrir haust er hægt að bóka frá 1. júlí, bókun fyrir vor er hægt að bóka eftir 15. desember. Á tímum sem ekki falla undir kennslu eru rýmri reglur. Þeir sem standa ekki við samning fá ekki að leigja salinn aftur. Tengt efni Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs Nemendaþjónusta VoN facebooklinkedintwitter