Skip to main content

Rannsóknir á Menntavísindasviði

Rannsóknir á Menntavísindasviði - á vefsíðu Háskóla Íslands

Á Menntavísindasviði eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir á sviði menntunar, uppeldis og þjálfunar í þeim tilgangi að skapa nýja þekkingu íslensku samfélagi til hagsbóta.

Sjá yfirlit yfir rannsóknir á Menntavísindasviði

Leitarvél fyrir fjölmiðlafólk og aðila utan skólans að leita af fræðimönnum skólans innan ákveðinni fræðasviða:

Finndu fræðimann

Rannsóknarverkefni

Rík áhersla er lögð á rannsóknir og nýsköpun á Menntavísindasviði. Fræðimenn sviðsins eru í öflugu rannsóknarsamstarfi við innlenda og erlenda aðila. Niðurstöður starfsmanna birtast bæði í íslenskum og alþjóðlega viðurkenndum tímaritum. Leiðbeining nemenda við rannsóknarverkefni er enn fremur snar þáttur í starfi starfsmanna.

Í grunnnámi eru kennd vinnubrögð sem notuð eru í rannsóknum og búa nemendur undir frekara nám. Í meistaranámi vinna nemendur rannsóknarverkefni undir handleiðslu leiðbeinanda. Doktorsnám felur í sér yfirgripsmikið rannsóknarverkefni sem leiðir til nýrrar þekkingar og nýsköpunar.

Hvaða þjónusta er í boði?

Fræðimönnum á Menntavísindasviði stendur til boða ýmis þjónusta varðandi rannsóknir bæði á vegum Menntavísindastofnunar og Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands. Starfsmenn geta fengið aðstoð við undirbúning umsókna í innlenda og erlenda rannsóknarsjóði og við gerð milli- og lokauppgjörs rannsóknaverkefna eftir þörfum.

Rannsóknarstofur

Við Menntavísindasvið er starfrækt á þriðja tug rannsóknastofa. Markmið þeirra er að auka og efla rannsóknir hver á sínu fræðasviði, m.a. með því að auka samvinnu rannsakenda, ekki síst þverfaglega og alþjóðlega og miðla þekkingu út í samfélagið.

Tengt efni