Mannauðssvið er eitt af sex sviðum í sameiginlegri stjórnsýslu Háskóla Íslands og heyrir beint undir rektor. Meginhlutverk mannauðssviðs er að vinna að vönduðum vinnubrögðum í starfsmannamálum við Háskóla Íslands og tryggja að lögum og reglum sé framfylgt í meðferð starfsmannamála. Á mannauðssviði starfa um 10 starfsmenn í um 7-8 stöðugildum á hverjum tíma fyrir sig, sem búa yfir sérhæfðri reynslu og menntun á sviði starfsmannamála og veita starfsfólki leiðbeiningar, ráðgjöf og upplýsingar. Mannauðssvið er staðsett á 2. hæð (jarðhæð) á Háskólatorgi. Netfang er: mannaudur@hi.is Starfsfólk mannauðssviðs Arnar GíslasonJafnréttisfulltrúi5254095arnarg [hjá] hi.is Eva Dagmar SteinssonVerkefnisstjóri5254576evad [hjá] hi.is Guðrún Alda ElísdóttirVerkefnisstjóri5255120gae [hjá] hi.is Guðrún LárusdóttirVerkefnisstjóri5254522gurra [hjá] hi.is Guðrún Margrét EysteinsdóttirLögfræðingur5255220gudruneysteins [hjá] hi.is Guðrún Ösp SigurmundardóttirVerkefnisstjóri5255859gudrunosp [hjá] hi.is Joanna MarcinkowskaVerkefnisstjórijoannam [hjá] hi.is Jónína Helga ÓlafsdóttirTeymisstjóri5254362jho [hjá] hi.is Nanna Ingibjörg ViðarsdóttirVerkefnisstjóri5254053niv [hjá] hi.is Ragnhildur ÍsaksdóttirSviðsstjóri mannauðssviðs5254355ragnhildurisaks [hjá] hi.is Steinunn Gréta KristjánsdóttirVerkefnisstjóri5254393sgk [hjá] hi.is Sveinn GuðmundssonJafnréttisfulltrúi5254193sveinng [hjá] hi.is Mannauðsstjórar fræðasviða Félagsvísindasvið: Halldóra F Sigurgeirsdóttir, halldoraf@hi.is Heilbrigðisvísindasvið: Thorana Elín Dietz, thorana@hi.is Menntavísindasvið: Lára Rún Sigurvinsdóttir, lararun@hi.is Verkfræði- og náttúruvísindasvið: Ingibjörg Óðinsdóttir, ingaodins@hi.is Á Hugvísindasviði er starfandi mannauðsráðgjafi: Jónína Ólafsdóttir, teymisstjóri á Mannauðssviði, jho@hi.is Hlutverk og verkefni mannauðssviðs Í öllu starfi Háskóla Íslands er áhersla lögð á heiðarleg vinnubrögð. Samskipti einkennast af gagnkvæmri virðingu og trausti. Mannauðssvið starfar eftir áherslum HÍ 21 úr stefnu Háskóla Íslands 2016-2021. Lögð er áhersla á að hlúa að mannauði skólans með því að stuðla að lifandi og fjölskylduvænu starfsumhverfi, jafnrétti, heilbrigði og tækifæri til starfsþróunar. Verkefni mannauðssviðs tekur mið af starfsmannastefnu Háskólans. Leitast er við að gera Háskólann að góðum vinnustað þar sem gott starf er unnið af áhugasömu, samstilltu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis. Tryggja á starfsmönnum sem best starfsskilyrði og möguleika til að vaxa og dafna í starfi. Helstu verkefni sviðsins eru: Starfsmannamál og útfærsla á starfsmannastefnu HÍ. Eftirlit og ráðgjöf vegna mála er varða réttindi og skyldur starfsmanna. Stoðþjónusta við stjórnendur. Auglýsingar og starfsumsóknir. Ráðningarmál - aðstoð, þjónusta og leiðsögn við ráðningarferlið. Ráðningarviðtöl - þátttaka, leiðsögn og þjónusta. Ráðgjöf við skipulagningu og samræmingu á störfum. Launaröðun - starfsmanna í stjórnsýslu. Starfs-, hæfnis- og ársmat. Lögfræðileg ráðgjöf vegna starfsmannamála. Einstaklingsmálefni, Samskiptamál - ráðgjöf og úrræði. Handbók starfsmanna. Kjarasamningar og stofnanasamningar. Starfslýsingar - utanumhald, leiðbeiningar og fræðsla. Starfsmannasamtöl. Starfslokaviðtöl - stjórnsýslustörf. Lífeyrismál og starfslok. Umsjón með námsleyfum starfsmanna í stjórnsýslu og launalausum leyfum starfsmanna. Umsjón með starfsfræðslu, starfsþróun og starfsþjálfun. Fræðsla og þjónusta við erlenda starfsmenn. Fræðsla og þjónusta við fyrrum starfsmenn Háskólans. Starfsmannaskrá og þjónusta sem henni viðkemur. Fjöldatölur og tölfræðilegar samantektir vegna starfsmanna. Verklagsreglur og skýrslur mannauðssviðs Skýrslur: Tillögur að úrbótum á starfsumhverfi Háskóla Íslands til að draga úr streitu Viðauki I - Verklagsreglur vegna streitu starfsmanna Viðauki II - Rýnihóparannsókn um álag og streitu meðal starfsfólks HÍ Verklagsreglur: Verklagsreglur vegna eineltis. Samþykkt í háskólaráði 2. nóvember 2017 Hér má finna rafrænt eyðublað vegna kvörtunar um meint einelti eða ofbeldi innan HÍ. Verklagsreglur um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru kynferðislegu ofbeldi innan Háskóla Íslands. Samþykkt í háskólaráði 7. september 2017 Verklagsreglur um ótímabundnar ráðningar akademískra starfsmanna við Háskóla Íslands. Samþykkt í háskólaráði 5. október 2017 Verklagsreglur vegna málefna fyrrverandi starfsmanna Háskóla Íslands á eftirlaunum. Samþykkt í háskólaráði 2 mars 2017 Verklagsreglur um veitingu námsleyfa til framhaldsnáms eða starfs- og endurmenntunar. Staðfest af samráðsnefnd 2. október 2017 Tengt efni Háskólinn í tölum: Starfsmenn facebooklinkedintwitter