Skip to main content

Fötlunarfræði 20 ára - Málþing með listrænu ívafi

Sviðslistafólk hátíðarinnar í Hörpu á samsettri mynd undir titlinum Uppskera

Hvað: Á málþinginu verða ávörp og fyrirlestrar.
Á málþinginu verða líka listviðburðir

Hvar: Hátíðasalur Háskóla Íslands á 2. hæð í Aðalbyggingu, Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Hvenær: 21. febrúar milli klukkan 1 og 3 eftir hádegi (13-15).

Málþingið er öllum opið. Boðið verður upp á léttar veitingar að lokinni dagskrá.

Í tilefni 20 ára afmæli fötlunarfræða hafa samtök fatlaðs fólks, fatlað listafólk og fræðasamfélagið tekið höndum saman með það að marki að fagna framlagi fötlunarfræða og fatlaðs fólks til menningar og lista í íslensku samfélagi.

Á málþinginu verða flutt fræðileg erindi, sungið á táknmáli, fjallað um fötlunarlist og fluttir gjörningar.

Málþingsstjóri: Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, listfræðingur, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og doktorsnemi

Dagskrá 

Tungumál

  • Túlkun: Málþingið er túlkað en táknmálstúlkar verða áfram eftir málþingið 

Aðgengi

  • Rampur fyrir hjólastóla
  • Lyfta
  • Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
  • Aðgengilegt salerni

Strætó

Margir strætisvagnar stoppa við Suðurgötu og Hringbraut við Háskóla Íslands.

Listakonan Kolbrún Dögg situr fyrir í hjólastólnum sínum
Listamaðurinn Þór Gunnarsson situr og brosir
Mynd af Jón Atla Benediktssyni rektor
Söngkonan Erna Hrönn brosir breitt
Kristín Björnsdóttir situr við tölvu
Listamaðurinn Ólafur Snævar situr í sófa og brosir
Starfsmannamynd af Rannveigu Traustadóttur
Sigurjón Baldur Hafsteinsson stendur með krosslagðar hendur
Kolbrún Völkudóttir að túlka