Skip to main content

Spurt og svarað vegna lotunáms í Hagfræðideild

Samþykkt var á deildarfundi Hagfræðideildar að gera breytingar á meistaranámi í hagfræði. Breytingarnar tóku gildi í upphafi námsársins 2018–2019. Efnislega er ekki um nýjar námsleiðir að ræða heldur breytingu (stækkun) á leiðum sem þegar er verið að kenna innan Hagfræðideildar.
 

Hér má lesa spurningar og svör sem tengjast breytingu á meistaranámi úr 90 ECTS eininga námi (MS-90) í 120 ECTS eininga nám (MS-120).