Grunn- og framhaldsnám við Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild lýkur með fræðilegu lokaverkefni. Að jafnaði er gert ráð fyrir að á síðasta námsári í grunn- og framhaldsnámi vinni nemandi lokaverkefni. Verkefnin eru unnin undir handleiðslu fastráðinna kennara við deildina. Grunnnám Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lokið 120 einingum áður en þeir hefja vinnu við lokaverkefni. Æskilegt er að nemendur hafi lokið námskeiði í aðferðafræði. Íþrótta- og heilsufræði Lokaverkefni til BS-prófs í íþrótta- og heilsufræði eru 5 einingar (kjörsviðið: þjálfari) Tómstunda- og félagsmálafræði Lokaverkefni til BA-prófs í tómstunda- og félagsmálafræði eru 10 einingar. Þroskaþjálfafræði Lokaverkefni til BA-prófs í þroskaþjálfafræði eru 10 einingar. Á síðum deilda í Uglu — innri vef háskólans eru ítarlegri upplýsingar um lokaverkefni. Þar er einnig að finna krækjur í handbók, rafræn eyðublöð, verkáætlun, sniðmát, dagsetningar, skil og fleira. Framhaldsnám M.Ed.-ritgerðir í Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild eru 30 einingar, MA-ritgerðir eru 30 eða 40 einingar og MS-verkefni 60 einingar. Að jafnaði tekur vinna lokaverkefnis í meistaranámi tvö misseri hið minnsta. Skil á meistaraverkefni í formi vísindagreinar Nemendum í MS-, MA- og M.Ed.-námi við Menntavísindasvið er heimilt að skila meistaraverkefni (30-60 einingar) sem handriti að vísindagrein ásamt kápu (greinargerð) að fengnu samþykki deildar. Hugmyndir að meistaraverkefnum Viltu gera lokaverkefni um heilsurækt, hegðunarvanda, unglingsárin eða gildi söngs? Reglulega auglýsa starfsmenn Menntavísindasviðs eftir nemendum til að vinna ákveðin lokaverkefni. Sjá nánar í Uglu. Á síðum deilda í Uglu — innri vef háskólans eru ítarlegri upplýsingar um lokaverkefni. Þar er einnig að finna reglur, eyðublöð og sniðmát, skiladaga, vinnuferli og margt fleira. Skil lokaverkefna Nemandi sem hyggst útskrifast frá Háskóla Íslands skal skila inn eintaki af lokaverkefni sínu á rafrænu formi til kennsluskrifstofu Menntavísindasviðs (menntavisindasvid@hi.is) og í Skemmuna, sem er stafrænt gagnasafn lokaverkefna nemenda og rita kennara. Skilafrestur verkefna Vinsamlega athugið vel mikilvægar dagsetningar. Skil bakkalárverkefna Skil meistaraverkefna Eldri verkefni Lokaverkefni brautskráðra nemenda Háskóla Íslands er hægt að finna í Skemmunni. Stoðþjónusta Bókasafn Menntavísindasviðs veitir aðgang að upplýsingum og þjónustu vegna kennslu, rannsókna og náms. Bókasafnið er sérfræðisafn á sviði kennslu, uppeldis, umönnunar og þjálfunar. Ritver Menntavísindasviðs veitir ráðgjöf um fræðileg skrif. Nemendum standa m.a. til boða viðtalsfundir þar sem þeir hitta jafningjaráðgjafa og fá umfjöllun um verkefni sín. Viðurkenningar Minningarsjóður Ásgeirs S. Björnssonar var stofnaður til minningar um Ásgeir sem var lektor í íslensku við Kennaraháskólann um árabil. Hann lést langt fyrir aldur fram árið 1989. Markmið sjóðsins er að efla ritsmíð við Menntavísindasvið Háskóla Íslands með því að veita viðurkenningu fyrir framúrskarandi B.Ed.-, BS- og BA-verkefni á hvert. Stjórn sjóðsins skipa: Halldóra Jónsdóttir verkefnisstjóri, Ingibjörg Harðardóttir lektor, Kristján Jóhann Jónsson dósent og Sigurður Konráðsson prófessor sem jafnframt er formaður stjórnar. Viltu vita meira? Elín Jóna Þórsdóttir, deildarstjóri Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar, veitir frekari upplýsingar um bakkalárverkefni. Sími: 525-5912. Netfang: elinjona@hi.is Anna María Hauksdóttir, verkefnisstjóri á Kennsluskrifstofu, hefur umsjón með meistaraverkefnum. Sími: 525-5906. Netfang: ah@hi.is facebooklinkedintwitter