Styrktarsjóðir Háskóla Íslands vista sjálfstæða sjóði sem hafa verið ánafnaðir Háskóla Íslands. Sjóðir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá lúta löggiltri endurskoðun og skoðun ríkisendurskoðanda. Fjármál og reikningshald sjóðanna skal vera sjálfstætt og aðskilið annarri starfsemi HÍ, skv. lögum. Bókhaldi sjóðanna er því komið fyrir utan Háskóla Íslands og er nú unnið af PricewaterhouseCoopers. Ávöxtun fjár styrktarsjóðanna er mikilvæg og grundvöllur vaxtar þeirra. Fjárvörslu sjóðanna hefur komið fyrir hjá Íslandsbanka, þar sem starfa sérfræðingar í alþjóðlegu samstarfi við fjármála- og verðbréfaviðskipti. Í vörslu Styrktarsjóða Háskólans eru einungis sjóðir sem hafa það hlutverk að styðja við og efla starfsemi Háskóla Íslands, starfsmenn hans eða stúdenta. Lög um sjóði með staðfestar skipulagsskrá. Hvernig stofna ég sjóð? Við stofnun styrktarsjóðs/minningarsjóðs er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga. Til hvers er sjóðurinn, hvert er hlutverk hans og hvað á hann að styðja við? Hvernig á sjóðurinn að framfylgja markmiði sínu, veita styrki til verkefna, rannsókna, stúdenta fræðimanna, útgáfu, fyrirlestrahalds eða annars? Hver er fjárhagslegur rammi sjóðsins? Hvert er stofnfé sjóðsins? Aflar hann fjár með öðrum hætti t.d. minningargjjöfum eða fær hann tekjur af eingum sínum með einhverjum hætti? Hvernig er stjórn sjóðsins háttað, hverjir sitja í stjórn, hvert er hlutverk stjórnar, hvernig er skipað í stjórn og til hve langs tíma? Hver fer með vörslu og umsjón sjóðsins? Sé ætlunin að stofna sjóð við Háskóla Íslands er fyrsta skrefið að svara ofangreindum spurningum og setja saman drög að skipulagsskrá í samstarfi við umsjónarmann Styrktarsjóðanna, Helgu Brá Árnadóttur í síma 525-5894, sjodir@hi.is. Hvað þarf að koma fram í stofnskrá? Þau atriði sem fram þurfa að koma í skipulagsskrá/stofnskrá eru eftirfarandi: Nafn sjóðs eða stofnunar. Heimili og varnarþing stofnunar. Hverjir eru stofnendur. Fjárhæð stofnfjár, að lágmarki kr. 692.000. Hvaðan stofnfé kemur. Hvernig beri að ávaxta stofnfé. Markmið og tilgangur stofnunar. Hvernig fé stofnunar skuli lvarið til að ná markmiðum hennar. Hver skuli bera ábyrgð á fjárvörslu stofnunar. Hvernig stjórn sjóðs eða stofnunar skuli skipuð og hún endurnýjuð. Hvernig endurskoðendur stofnunar skuli valdir. Hvernig standa skuli að breytingum á skipulagsskrá. Hvernig standa skuli að niðurfellingu á skipulagsskrá. Ákvæði um að leita skuli staðfestingar sýslumanns á skipulagssrkánni. Stofnskrá sjóðsins þarf að undirrita og senda til samþykkis til sýslumannsins á Sauðárkróki ásamt kvittun um innlögn stofnfjár og yfirlýsingu stjórnarmanna um setu í stjórn sjóðsins. Jafnframt þarf að greiða þinglýsingargjald vegna birtingar stofnskrár í Lögbirtingarblaðinu. Þegar sýslumaður hefur samþykkt og þinglýst stofnskrá sjóðsins telst hann formlega stofnaður. Yfirlýsing stjórnar (.pdf). Hvernig þarf stjórn að vera skipuð? Svo sjóður fái formlegt samþykki þarf skipun stjórnar sjóðsins skv. skipulagsskrá hans að liggja fyrir. Stjórnarmenn þurfa að skrifa undir yfirlýsingu um setu í stjórn sjóðsins og skal yfirlýsing þessi send sýslumanni til staðfestingar við stofnun sjóðs ásamt stofnskrá til samþykktar og þinglýsingar. Stjórnir þeirra sjóða sem heyra undir Styrktarsjóði Háskóla Íslands starfa í samræmi við staðfestar skipulagsskrár. Hlutverk stjórnar er m.a. að skipta með sér verkum, setja úthlutunarreglur og nánari starfsreglur um úthlutanir svo sem einstakar styrkfjárhæðir, umsóknarfresti og ferli umsókna, innan ákvæða skipulagsskrá. Reglur um úthlutanir styrkja úr sjóðum skal endurskoða reglulega/árlega. Stjórnin hefur umsjón með styrkveitingum og gerir tillögur til rektors og/eða umsjónarmanns Styrktarsjóða Háskóla Íslands um úthlutanir styrkja. Sjóðsstjórn heldur formlega fundargerðarbók um starf sitt og afritum fundargerða skal skilað til umsjónarmanns Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Dæmi um yfirlýsingu stjórnamanna (.pdf). facebooklinkedintwitter