Skip to main content

Námsmat í Hagfræðideild

Í flestum námskeiðum deildarinnar er verkefnaeinkunn/misserisprófseinkunn hluti af lokaeinkunn.
Algengast er að vægi verkefna sé 10 - 40% og vægi lokaprófs þá 60 - 90%. Í nokkrum námskeiðum er fyrirkomulag prófa annað.

Sjá nánari upplýsingar um námsmat einkunnir og próf í kennsluskrá HÍ.

Mjög mikilvægt er að í árlegri skráningu skrái nemendur sig rétt á ár og námsleið. Verkefni er ekki hægt að flytja á milli skólaára.

Endurinnritun
Við endurinnritun í Hagfræðideild falla niður einkunnir undir 6,5.

Mat á fyrra námi úr öðrum deildum HÍ og öðrum háskólum
Samkvæmt reglum Háskólans er einstökum deildum heimilt að meta námskeið eða námshluta sem stúdent hefur lokið við aðra deild eða annan skóla. Stúdentar sækja um slíkt mat til deildar, sem ákveður hvort meta skuli viðkomandi námskeið, og þá til hve margra (ECTS) eininga.

Mat á fyrra námi er ekki framkvæmt fyrr en formleg umsókn um nám hefur borist. Mögulegt er að óska eftir lauslegu mati á fyrra námi. Endanlegt mat á fyrra námi fæst ekki fyrr en eftir að nám hefst.

Grunnnám
Til að útskrifast frá Hagfræðideild verður nemandi að ljúka a.m.k. 60 einingum við deildina og skrifa lokaritgerð að auki. Til að mat komi til álita þarf einkunn að vera 6,5 eða hærri í þeim námskeiðum sem meta á. Námskeið og/eða einingar sem áður hafa verið látin gilda til prófgráðu koma ekki til álita í mati. Þá er jafnan sett skilyrði um 5 ára hámarksaldur prófa.

Umsókn um mat á fyrra námi
Með umsókn þarf að fylgja námskeiðslýsing og staðfest afrit af einkunn frá viðkomandi skóla.

Meistaranám
Að hámarki geta nemendur fengið 30 einingar af 60 einingum metnar í námskeiðum. Ritgerð verða nemendur að skrifa við deildina. Einungis meistaranámskeið fást metin í meistaranám. Til að mat komi til álita er gerð krafa um lágmarksárangur og þarf einkunn að vera 6,5 eða hærri í þeim námskeiðum sem meta á. Námskeið og/eða einingar sem áður hafa verið látin gilda til til prófgráðu koma ekki til álita í mati. Þá er jafnan sett skilyrði um 5 ára hámarksaldur prófa.

Umsókn um mat á fyrra námi
Með umsókn þarf að fylgja námskeiðslýsing og staðfest afrit af einkunn frá viðkomandi skóla.

Mat á skiptinámi
Deildir Háskólans fara eftir þeim alþjóðlegu samningum um viðurkenningu á háskólamenntun og hæfi sem íslenska ríkið er aðili að við afgreiðslu umsókna um mat á fyrra námi, svo sem Lissabon sáttmálanum og Reykjavíkuryfirlýsingu menntamálaráðherra Norðurlandanna. Mat á skiptinámi fer eftir öðru ferli en mat á fyrra námi.

Stúdentum er algerlega óheimilt að nýta sér hugverk annarra í ritgerðum og verkefnum, nema heimilda sé getið í samræmi við viðurkennd fræðileg vinnubrögð.