
MS-námi og cand.psych.-námi við Sálfræðideild lýkur með fræðilegri lokaritgerð. Nemendum gefst kostur á að ljúka BS-verkefni í Sálfræðideild, en það er ekki skylda. BS-ritgerðir eru 10 eða 15 einingar, cand- psych. ritgerðir eru 30 einingar og MS-ritgerðir 60 einingar. Ritgerðirnar eru unnar undir handleiðslu fastráðinna kennara við deildina.
Leturgerð á að vera 12p Times eða 10p Arial nema leiðbeinandi velji annað. Línubil á að vera eitt og hálft á meginmáli ritgerðar. Hægri og vinstri spássíur skulu vera 25 mm, efri og neðri 30 mm.
Rafræn skil lokaverkefna til Landsbókasafns
Nemandi skilar lokagerð til deildarinnar í síðasta lagi þrem vikum fyrir ætlaða brautskráningu. Leiðbeinandi fær eitt eintak af prentaðri lokaritgerð. Ef leiðbeinendur eru fleiri en einn skal skila einu eintaki fyrir hvern þeirra. Nemandi skilar inn rafrænu eintaki lokaverkefnisins í Skemmuna sbr. 54. gr. reglna nr. 569/2009 sem samþykktar voru af háskólaráði 3. desember 2015. Samtímis skal nemandi skila í Skemmuna rafrænni yfirlýsingu um meðferð verkefnisins.
Nánari upplýsingar og aðstoð má fá í upplýsingaborði á 2. hæð safnsins, sími 525 5685, netfang: upplys@bok.hi.is
Ritgerðirnar verða vistaðar í Skemmunni, rafrænu geymslusafni háskólanna í landinu.