Umsóknarferli er mismunandi eftir því hvers konar sumarnám er um að ræða. Í sumum tilfellum gerir gestaskóli kröfu um tilnefningu og þá er sótt um sumarnámið til Alþjóðasviðs. Í öðrum tilfellum sækja nemendur beint um til gestaskóla. Umsóknarfrestir eru einnig mismunandi en Alþjóðasvið auglýsir sumarnám reglulega en nemendur geta einnig fundið sumarnám á vefsíðum gestaskóla. Umsóknir um sumarnám innan Evrópu Nemendur geta farið í sumarnám í Evrópu í gegnum Aurora samstarfsnetið og Erasmus+ og Nordplus- áætlanirnar og átt kost á að fá styrki. Nemendur sækja um sumarnám við samstarfsskóla HÍ í Evrópu. Misjafnt er hvort nemendur sækja fyrst um til Alþjóðasviðs eða sækja beint um til gestaskóla. Ef gestaskóli óskar eftir tilnefningu frá HÍ þurfa nemendur að sækja um hjá Alþjóðasviði tímanlega. Verði nemandi tilnefndur sækir hann um hjá gestaskólanum í framhaldinu. Athugið að pláss við gestaskóla eru takmörkuð og því ekki víst að hægt sé að tilnefna alla sem sækja um. 15. apríl - fyrir stök námskeið í júní-desember 15. nóvember - fyrir stök námskeið í janúar-maí Hægt er að sækja um eftir umsóknarfrest en í slíkum tilfellum er nauðsynlegt að senda tölvupóst á shortmobility@hi.is og láta vita þegar umsókn hefur verið send inn. Umsóknir sem berast eftir umsóknarfrest eru ekki í forgangi fyrir styrk. Sækja um Umsóknir um sumarnám í Bandaríkjunum Nemendur sækja um til Alþjóðasviðs sem sér um að velja og tilnefna nemendur. Nemendur geta sótt um sumarnám við eftirfarandi skóla: Stanford University Columbia University Caltech - sumarrannsóknarverkefni SURF Sækja um Umsóknir um sumarnám í Asíu Háskóli Íslands er í sérstöku samstarfi við Nordic Centre sem býður upp á sumarnámskeið í Kína og á Indlandi. Nemendur sækja um til Alþjóðasviðs sem sér um að velja og tilnefna nemendur. Nordic Centre, Fudan University, Kína Nordic Centre India, námskeið í Hyderabad og Bangalore, Indlandi Sækja um facebooklinkedintwitter