Skip to main content

Umsóknir um sumarnám

Umsóknarferli er mismunandi eftir því hvers konar sumarnám er um að ræða. Í sumum tilfellum gerir gestaskóli kröfu um tilnefningu og þá er sótt um sumarnámið til Alþjóðasviðs. Í öðrum tilfellum sækja nemendur beint um til gestaskóla. Umsóknarfrestir eru einnig mismunandi en Alþjóðasvið auglýsir sumarnám reglulega en nemendur geta einnig fundið sumarnám á vefsíðum gestaskóla.