Markmið kennslu í læknisfræði er að brautskrá læknakandídata með góða undirbúningsmenntun fyrir hvert það framhaldsnám er þeir óska, hvort sem það er sérhæfing í sérgreinum læknisfræðinnar, vísindarannsóknir eða hvoru tveggja. BS-nám í læknisfræði Fyrsta og annað námsár Kenndar eru undirstöðugreinar eins og efnafræði og eðlisfræði. Einnig eru kenndar greinar sem nauðsynlegar eru til þess að skilja starfsemi mannslíkamans: líffærafræði vefjafræði frumulíffræði fósturfræði lífeðlisfræði lífefnafræði Fjallað er um gerð líkamans, vefja hans og líffæra. Einnig er fjallað um frumur er mynda líffærin, tengsl þeirra og starfsemi. Ýmsir þættir læknisstarfsins eru kynntir, t.d. samskipti við sjúklinga og aðferðir til að viðhalda þekkingu. Þriðja námsár Nemendur læra um ýmsa þætti er truflað geta eðlilega uppbyggingu og starfsemi líkamans og valdið sjúkdómum (meinafræði, ónæmisfræði, veirufræði og sýklafræði) og grunn að fyrstu meðferðarúrræðum í formi lyfjagjafa (lyfjafræði). Í lok þriðja árs er 10 vikna rannsóknatími þar sem læknanemar vinna að sjálfstæðum rannsóknum undir handleiðslu kennara. Margir nemendur kjósa að vinna verkefnin erlendis og geta m.a. farið sem skiptinemar til Norðurlandanna eða annarra landa í Evrópu á vegum Nordplus eða Erasmus. Nemendur geta einnig dvalið erlendis sem skiptinemar á öðrum tímabilum í náminu. Kandídatsnám í læknisfræði Fjórða námsár Á fjórða ári færist námið inn á Landspítala (LSH) og er í nánum tengslum við dagleg störf þar. Nemendur læra að skrá sjúkrasögu og skoða sjúklinga, gera grein fyrir vandamálum þeirra og hvernig hægt er að bregðast við þeim með aðferðum lyflæknis- og handlæknisfræði. Einnig eru haldin námskeið um háls-, nef- og eyrnasjúkdóma, myndgreiningu og meinefnafræði. Fimmta námsár Bóklegt og verklegt nám fer fram í taugasjúkdómum, geðsjúkdómum, barnasjúkdómum, fæðinga- og kvensjúkdómum, svo og augnsjúkdómum, húð- og kynsjúkdómum og erfðalæknisfræði. Kennsla í þessum greinum fer fram á LSH. Sjötta námsár Kennd er m.a. heimilislæknisfræði, svæfingalæknisfræði, krabbameinslæknisfræði, heilbrigðisfræði og endurhæfingarlæknisfræði. Þá er fjallað um gæðamál, stjórnun, lyfjafyrirmæli, atvikaskráningu, rafræna sjúkraskrá o.fl. Á vormisseri er skipulagt valtímabil þar sem nemendur geta valið mismunandi sjúkrahúsdeildir, heilbrigðis- og rannsóknastofnanir, eftir eigin áhugasviði og kynnt sér betur, með tilliti til framhaldsnáms. Að loknu lokaprófi Starfsleyfi Kandídatspróf í læknisfræði liggur til grundvallar starfsleyfis sem Landlæknisembættið veitir. Einnig veitir það rétt til að hefja skipulagt starsfnám með sérnámsgrunni, sem að öllu jöfnu er 12 mánuðir og stundað við viðurkenndar heilbrigðisstofnanir. Rannsóknatengt framhaldsnám Að loknu námi í læknisfræði stendur nemendum til boða rannsóknatengt meistara- og doktorsnám í heilbrigðisvísindum og líf- og læknavísindum við Læknadeild. Meistaranám MS-nám í heilbrigðisvísindum MS-nám í líf- og læknavísindum Doktorsnám Doktorsnám í heilbrigðisvísindum Doktorsnám í líf- og læknavísindum Doktorsnám í læknavísindum Mikilvægt er að nemendur sem hyggja á doktorsnám kynni sér vel upplýsingar um doktorsnám við Heilbrigðisvísindasvið. Tengt efni Inntökupróf Í BS-nám í læknisfræði facebooklinkedintwitter