
Sprettur
Sprettur er nýsköpunarverkefni á sviði menntunar sem miðar að inngildingu og gagnkvæmri aðlögun innflytjenda að háskólanámi. Verkefnið er starfrækt innan kennslusviðs Háskóla Íslands.
Sprettur stefnir að því að auka þátttöku innflytjenda í háskólanámi sem einn besta leiðin til að læra að lifa saman sem fjölmenningarlegt samfélag.
Gildi
Gildi Spretts eru inngilding, jöfn tækifæri til menntunar, gagnkvæm aðlögun, tengslamyndun innan háskólasamfélagsins, virk borgaravitund, félagslegt réttlæti, fjölmenningarleg viska, vistfræðileg hugsun, jarðarborgaravitund og hugarfar fróðleiksfýsnis.

Fyrir hverja?
Núverandi og framtíðar háskólanemendur af erlendum uppruna eru hvattir til að taka þátt í Spretti til að fá aukinn stuðning í námi sínu, félagslíf og til að rækta með okkur fjölmenningarlegu námsumhverfi.
Það eru þrjár tegundir innflytjenda sem geta haft gagn af Spretti:
- Núverandi háskólanemendur með erlendan bakgrunn sem vilja taka þátt í námshópa og tengslanet, fá mentora tækifæri, og leiðsögn í háskóla lífi.
- Útskriftarnemendur úr framhaldsskóla sem eru áhugasamir um að komast í háskóla og vilja fá aukna hjálp við nám og aðlögunarferlið í háskólanám.
- Fullorðnir innflytjendur með mismunandi menntunarbakgrunn sem vilja halda áfram í sitt fag eða byrja á nýju, læra íslensku betur og stíga upp menntunarferli.

Hvað gera þátttakendur í Spretti?
Þátttakendur í Spretti mæta á náms- og mentorastundir reglulega, vinnustofur og málstofur um mismunandi efni og fjölmenningarlegar viðburðir.
Þátttaka er sjálfviljug og ókeypis, en nemendur eru hvattir til að vera stöðugir í sitt eigin lærdómsferli og nýta tækifærið vel.
Hvað er í boði fyrir mig?
- Náms og félagslegur stuðningur
- Mentora stuðningur og tengslanet
- Persónuleg þróun
- Valdefling og inngilding
Hvernig tek ég þátt?
Sækja um Sprett hér.
Hafðu samband
Verkefnisstjóri býður upp á fjölbreyttar kynningar á Spretti. Kynningarnar geta verið fyrir bæði einstaklinga, fjölskyldur, nemendahópa og starfsmannahópa.
Hægt er að hafa kynningarnar rafrænar eða staðsettar í framhaldsskólum, stofnunum eða Háskóla Íslands.
Juan Camilo Roman Estrada
FJölmenningarfulltrúi og verkefnisstjóri Spretts
Netfang: juancamilo@hi.is
Sími: 525 5405
Sabrina Rosazza
Starfsmaður Spretts
Netfang: sabrinar@hi.is
Sími: 525-5417
