Skip to main content

Skiptinám - Umhverfis- og byggingarverkfræðideild

Skiptinám - Umhverfis- og byggingarverkfræðideild - á vefsíðu Háskóla Íslands

Að loknu fyrsta námsári geta nemendur sótt um að taka hluta af námi sínu við erlenda háskóla og á sama hátt eiga stúdentar frá erlendum háskólum kost á að taka hluta af námi sínu við deildina.

Umhverfis- og byggingarverkfræðideild er aðili að NORDTEK áætluninni um samstarf norrænna tækniháskóla og verkfræðideilda. NORDTEK heyrir undir NORDPLUS samstarfsáætlun Norðurlandaráðs og styrkir nemendur bæði í grunn- og framhaldsnámi í verkfræði til tímabundinnar námsdvalar við einhvern "systurskóla" á Norðurlöndum.

Verkfræðinemar HÍ hafa einnig aðgang að háskólum í Evrópu innan ramma ERASMUMS, SÓKRATES og LEONARDÓ áætlana Evrópusambandsins. ERASMUS og SÓKRATES bjóða nemendaskipti þar sem stúdentar eiga að geta flust á milli háskóla, án þess að það tefji þá í námi, en hin síðari gerir nemendum fært að sækja um sumarvinnu hjá erlendum fyrirtækjum, sem fá hluta launakostnaðar greiddan gegnum áætlunina.
 

Samnorrænir vísindastyrkir

Ýmsir kostir gefast á norrænum verkefna- og rannsóknastyrkjum. Fjölmargir möguleikar eru á að halda ráðstefnur og námskeið sem norrænar stofnanir eða sjóðir styrkja. Má þar m.a. nefna NorFa, Norræna rannsóknarráðið og styrki á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.

Formlegt tvíhliða samstarf Háskóla Íslands við ýmsa erlenda háskóla greiðir fyrir rannsóknarsamvinnu og auðveldar nemendum aðgang að framhaldsmenntun erlendis. 
Má þar helsta nefna:

  • DTU, tækniháskólann Danmörku, NTNU í Noregi, Chalmers í Svíþjóð, HTU í Finnlandi og aðra háskóla á Norðurlöndum
  • Tækniháskólana í Karlsruhe, Berlín í Þýskalandi
  • Tækniháskólann í Kaunas í Litháen
  • University of Washington í Seattle, USA
  • University of Minnesota, USA
  • University of Florida í Miami, USA
  • Cooper Union School of Engineering, New York, USA
Vilt þú vita meira?