Umsókn um nám telst gild þegar fylgigögn hafa borist. Skilafrestur fylgigagna kemur fram í tölvupósti til umsækjenda sem berst í kjölfar umsóknar. Umsækjendur sem hafa lokið prófgráðu við HÍ eða a.m.k. 60 ECTS einingum við HÍ eftir 1981 þurfa hvorki að skila inn staðfestu afriti á pappír af prófskírteini né af stúdentsprófsskírteini. Skil á fylgigögnum Staðfestum fylgigögnum (prófskírteinum eða námsferilsyfirlitum) þarf að skila með einum af eftirtöldum möguleikum: Rafrænt í gegnum INNU Í umsókn þarf umsækjandi að heimila Nemendaskrá að sækja stúdentsprófsskírteinið í Innu. Með rafrænni undirskrift á PDF-formi Aðeins eru tekin gild PDF-skjöl sem eru með rafrænni undirskrift og eru listuð inn á viðeigandi lista yfir trausta Adobe aðila. Skjalið má setja beint inn í umsókn eða senda það með tölvupósti á admission@hi.is Staðfest afrit á pappír Með undirskrift og stimpli í lit frá viðeigandi stofnun, eða öðrum til þess bærum aðila, t.d. sýslumanni. Gögnunum þarf að skila inn á Þjónustuborð Háskólatorgs eða senda þau með pósti. Viðtakandi er: Háskóli Íslands Nemendaskrá Háskólatorgi Sæmundargötu 4 102 Reykjavík Ísland Í gegnum sérstakan prófunargrunn eða rafræna staðfestingargátt Staðfestingargátt inn á vefsíðu sem stjórnað er af ríkinu/stofnun eða fræðsluaðila. Umsækjendur þurfa að gefa upplýsingar um hvar grunninn eða gáttina er að finna og láta allar upplýsingar (svo sem tilvísunarnúmer) sem þarf að gefa upp sem hluta af sannprófunarferlinu. Nemendur bera ábyrgð á öllum gjöldum sem tengjast þessu ferli. Skjöl sem eru gefin út af sérstakri þjónustugátt viðeigandi lands Þjónustugátt þriðja aðila eins og til dæmis: Parchment GradIntelligence National Student Clearing House Digitary My equals Open Certs. Aðgangur að gáttinni sendist á admission@hi.is. Umsækjendur bera ábyrgð á öllum gjöldum sem tengjast þessu ferli. Ganga þarf úr skugga um að öll tilvísunarnúmer sem þjónustan gæti krafist til staðfestingar fylgi með í tölvupóstinum. Óstaðfest eða skönnuð skírteini eru ekki gild fylgigögn. Nánar um skil á fylgigögnum mismunandi námsstiga Grunnnám - fylgigögn Skila þarf staðfestu afriti af öllu stúdentsprófsskírteininu eins fljótt og hægt er og ekki seinna en innan tilskilins skilafrests hverju sinni. 20. maí fyrir inntökupróf. 12. júní fyrir nám sem hefst að hausti. 8. desember fyrir nám sem hefst að vori. Óstaðfest eða skönnuð skírteini eru ekki tekin gild. Umsækjendur sem hafa lokið prófgráðu við HÍ eða að minnsta kosti 60 ECTS einingum eftir 1981 þurfa hvorki að skila inn staðfestu afriti á pappír af prófskírteini né af stúdentsprófsskírteini. Staðfest afrit skal vera á pappírsformi, undirritað og stimplað í lit af viðkomandi skóla. Óstaðfest eða skönnuð skírteini eru ekki tekin gild. Umsækjendur sem í umsóknarferlinu veita Háskóla Íslands leyfi til að sækja rafrænt stúdentsprófsskírteini úr Innu þurfa ekki að skila staðfestu afriti. Umsókn um undanþágu frá formlegum inntökuskilyrðum Eingöngu mögulegt þegar sótt er um nám sem hefst á haustmisseri. Umsókn um undanþágu þarf að fylgja staðfest afrit á pappírsformi af námsferli umsækjandi í framhaldsskóla, ásamt starfsvottorði frá vinnuveitanda. Nánari upplýsingar: Nemendaskrá, 3. hæð í Háskólatorgi, Sími: 525 4309 Netfang: nemskra@hi.is. Framhaldsnám - fylgigögn Umsækjendur sem lokið hafa grunnnámi frá öðrum háskólum en HÍ þurfa að skila frumriti eða staðfestu ljósriti/afriti af prófskírteini og námsferilsyfirlit (með undirritun og lituðum stimpli frá skóla) á pappírsformi til Nemendaskrár HÍ, sjá póstfang hér að neðan. Óstaðfest eða skönnuð skírteini eru ekki tekin gild. Umsækjendur sem lokið hafa grunnnámi frá HÍ eftir 1981 þurfa ekki að skila afriti af prófskírteini og námsferilsyfirliti. Síðasti skiladagur fylgigagna á pappírsformi er 22. apríl fyrir nám sem hefst að hausti. Síðasti skiladagur fylgigagna á pappírsformi er 22. október fyrir nám sem hefst að vori. Bent skal á að kröfur deilda HÍ um fylgiskjöl með umsóknum eru mismunandi. Umsækjendur þurfa að afla sér upplýsinga á vefsíðu viðeigandi deildar, í kennsluskrá HÍ eða hafa samband við viðeigandi deildarskrifstofu. Nánari upplýsingar veitir: Nemendaskrá HÍ, s. 525 4309, netfang nemskra@hi.is. Rafræn fylgigögn Í rafrænu umsókninni er mögulegt að umsækjandi þurfi að setja inn tiltekin fylgiskjöl á pdf formi. Þetta er nokkuð misjafnt eftir deildum og námsleiðum, en ráðlegt er að hafa slík skjöl tilbúin áður en hafist er handa við að fylla út umsóknina. Yfirlit um námsleiðir og þau fylgigögn sem þarf að skila á hverri námsleið (.pdf) Ef rauð stjarna (*) er við fylgiskjalareit í rafrænu umsókninni er nauðsynlegt að setja þar inn pdf skjal, annars er það val umsækjandans. Ef einhver af neðantöldum reitum birtist ekki í rafrænni umsókn óskar viðkomandi deild ekki eftir þeim upplýsingum. Deildin gæti þó viljað fá upplýsingarnar með öðrum hætti. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá viðeigandi deildarskrifstofu. Upplýsingar og rafræn fylgigögn sem algengt er að óskað sé eftir í umsókn Meðmælendur Nöfn og netföng tveggja meðmælenda. Þessar upplýsingar þarf að slá inn í þar til gerða reiti í umsókninni. Heppilegt er að meðmælendur séu núverandi eða fyrrverandi kennarar í háskólanámi eða yfirmenn á vinnustað. Meðmælendur ættu ekki að vera fjölskyldumeðlimir eða nánir vinir umsækjanda. Ef óskað er eftir meðmælabréfum og/eða formum þurfa umsækjendur að hafa samband við meðmælendur og biðja um að þau verði send beint frá meðmælenda til Nemendaskrár HÍ með bréfpósti eða tölvupósti á umsokn@hi.is. Ferilskrá (CV) Skjal sem inniheldur helstu upplýsingar um náms- og starfsferil umsækjanda ásamt frekari upplýsingum sem gætu mögulega stutt umsóknina. Greinargerð Skjal sem inniheldur upplýsingar um markmið og áhugasvið umsækjanda og væntingar hans til námsins. Þar þarf m.a. að koma fram hvers vegna umsækjandi hefur valið viðkomandi námsleið og hvernig hann hyggst nýta sér námið. Lengd greinagerðar er mismunandi eftir námsleiðum, en oftast er miðað við 1-2 blaðsíður. Prófskírteini/námsyfirlit Skjal sem inniheldur prófskírteini og námsferil sem meta á til inngöngu. Umsækjendur sem eru að ljúka grunnnámi þurfa að setja inn skjal sem inniheldur núverandi námsferil og staðfestingu á áætlaðri brautskráningu. Athugið að eftir sem áður þarf að senda inn staðfest afrit á pappír. Nemendur sem eru að ljúka eða hafa lokið gráðu við HÍ eftir 1981 þurfa ekki að setja neitt inn í þennan reit. Prófskírteini/námsyfirlit 2 Skjal sem inniheldur skírteini og/eða námsferla sem komust ekki í fyrri reitinn. Athugið að eftir sem áður þarf að senda inn staðfest afrit á pappír Rannsóknaráætlun Skjal sem inniheldur drög að rannsóknaráætlun. Athuga þarf hjá viðkomandi deild á hvaða formi áætlunin á að vera. Einhverjar deildir eru með sérstök eyðublöð sem þarf að fylla út og ættu þau að vera aðgengileg á heimasíðu deildar í hverju tilviki. Ýmis önnur fylgiskjöl Önnur rafræn fylgiskjöl sem stutt gætu umsóknina og falla ekki undir ofantalið. Vinsamlegast hengið aðeins pdf skjöl við umsóknina. Doktorsnám - fylgigögn Umsókn þín telst gild fyrr þegar fylgigögn hafa borist Háskóla Íslands, en þau þurfa að berast eigi síðar en tveimur vikum eftir umsóknarfrest. Óstaðfest eða skönnuð prófskírteini eru ekki gild fylgigögn. Við bendum á að þú þarft að fylgjast með framvindu umsóknar undir flipanum „Yfirlit umsókna“ í umsóknagáttinni þinni. Þú ferð inn í gáttina með því að nota rafræn skilríki eða netfang og lykilorð sem þú bjóst til þegar þú skráðir þig inn í umsóknagátt Háskóla Íslands. Umsækjendur með erlent ríkisfang (utan Norðurlanda) þurfa að skila vottorði um lögheimilssögu á Íslandi, form nr. C-122 frá Þjóðskrá Íslands. Fylgigögn í doktorsnámi eru þau sömu og fylgigögn í framhaldsnámi hér að ofan. Athugið: Umsækjendur um doktorsnám eiga að skila öllum fylgigögnum til Nemendaskrár, innan þeirra tímamarka sem viðkomandi deild setur. Hér getur þú kynnt þér hvaða fylgigögn þurfa að berast til háskólans í kjölfar umsóknar.(pdf) Tengt efni Umsókn um grunnnám Umsókn um framhaldsnám Samskiptagátt vegna umsóknar Staða umsóknar facebooklinkedintwitter