Framkvæmda- og tæknisvið (FTS) hefur yfirumsjón með málefnum er lúta að byggingum og lóð Háskóla Íslands ásamt rekstri á þeim. Undir þessi málefni falla mörg verkefni sem meðal annars eru: húsnæðis- og aðgengismál þar með talið viðhald, endurbætur og breytingar, merkingarmál, lóðir og bílastæði, rekstur fasteigna og fasteignaumsjón, öryggismál og kemur að skipulagsmálum. Sviðið heldur einnig utan um sjálfbærni- og umhverfismál í rekstri HÍ. Sviðsstjóri er Kristinn Jóhannesson, s. 888-3028 Staðsetning: Skrifstofa framkvæmda- og tæknisviðs er staðsett í Aðalbyggingu, stofu A-225. Skrifstofa FTS Á skrifstofu FTS eru starfandi sviðsstjóri og verkefnisstjórar sviðsins. Málaflokkar sem skrifstofan sinnir eru meðal annars: húsnæðismál, öryggismál, umhverfismál í rekstri HÍ, skipulagsmál, samþætting deilda innan sviðsins. Frekari upplýsingar um þessa málaflokka er að finna neðar á þessari síðu. Helstu verkefniHúsnæðismál Viðhald fasteigna sér um viðhald og endurbætur á húsnæði skólans og rekstur fasteigna sér um rekstur þess. Deild viðhald lóða sér um viðhald og rekstur á lóð og bílastæðum Háskóla Íslands. Beiðnir um breytingu á húsnæði HÍ eða ábendingar um húsnæði eða lóð má senda í gegnum beiðnakerfið MainManager á Uglunni. Nauðsynlegt er að lesa upplýsingar um ferlið áður en beiðni/ábending er send inn. Senda beiðni um húsnæði eða ábendingu um húsnæði/lóð. Öryggismál Framkvæmda- og tæknisvið hefur yfirumsjón með öryggismálum hjá HÍ. Hjá sviðinu starfar starfsmaður sem jafnframt er starfsmaður Öryggisnefndar HÍ. Einnig fara umsjónarmenn bygginga með hlutverk Öryggisvarða og eru aðgangskerfi, öryggiskerfi og öryggismyndavélar í umsjón FTS. FTS heldur úti öryggisvef sem hefur að geyma margvíslegar upplýsingar og myndbönd um öryggi og heilsu. Öryggismyndavélar Háskólinn rekur öryggismyndavélakerfi sem einungis er notað til þess að vakta innganga í byggingar og tryggja öryggi á háskólasvæðinu. Engum gögnum er safnað um einstaklinga og öllum reglum persónuverndar er fylgt. Aðgangsmál starfsmanna Sé aðgangskorti eða lyklum týnt þá skal tilkynna það til deildarstjóra fasteignaumsjónar, bam@hi.is. Ef að stofna þarf til nýs aðgangs þá skal viðeigandi yfirmaður sækja um það sömuleiðis til deildarstjóra fasteignaumsjónar. Þegar nemandi við HÍ þarf að sækja um aðgangskort eða frekari heimildir um aðgang þá skal hafa samband við þjónustuborð á Háskólatorgi. Umhverfismál FTS hefur yfirumsjón með flestum umhverfisþáttum er við koma rekstri Háskólans og sinnir eftirlit með þeim t.d. raforku, vatnsnotkun, sorphirða, o.fl. FTS hefur einnig yfirumsjón með verkefninu Græn skref í ríkisrekstri og sér um að skila inn Grænu bókhaldi um losun gróðurhúsalofttegunda í rekstri skólans. Ítarefni og frekari upplýsingar um ýmis umhverfismál má finna á vef sjálfbærni- og umhverfismála. Úrgangsmál FTS hefur yfirumsjón með sorphirðu við skólann. Þessum málaflokki má skipta í tvennt, almenna sorphirðu og spilliefni. Viðkomandi umsjónarmaður veitir frekari upplýsingar. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir eða ábendingar á beiðnakerfi FTS. Starfsfólk Kristinn JóhannessonSviðsstjóri framkvæmda- og tæknimála5255288kjohannesson [hjá] hi.is Fee-Saskia FrickeVerkefnisstjórifee [hjá] hi.is Ingibjörg ÓlafsdóttirDeildarstjóri5255268iolafsdottir [hjá] hi.is Jón Sigurður PéturssonDeildarstjóri8953485jonsig [hjá] hi.is Snorri Páll DavíðssonVerkefnisstjóri5255188spd [hjá] hi.is Sólrún SigurðardóttirVerkefnisstjórisolrunsig [hjá] hi.is Viðhald fasteigna Viðhald fasteigna hefur umsjón með endurbótum og viðhaldi bygginga Háskóla Íslands og rekur sitt eigið smíðaverkstæði. Viðhald lóða tilheyrir deildinni og sinnir viðhaldi og rekstri á lóð HÍ ásamt bílastæðum þess. Hjá deildinni starfa smíðameistarar, smiðir, rafvirkjameistari og rafvirki, málarameistari, skrúðgarðyrkjumeistari og aðrir starfsmenn. Deildarstjóri viðhald fasteigna er Kristinn Kristinsson Staðsetning: VR-III v/Hjarðarhaga, 107 Reykjavík Sími: 525-5240 GSM: 861-3435 Helstu verkefni hjá viðhald fasteigna Endurbyggingar Breytingar og viðhald húsnæðis Umsjón með kerfum s.s. raf-, hita-, loftræsti- og stýrikerfum Málningarvinna innandyra sem utan Innkaup og viðhald á húsgögnum og búnaði ýmiskonar Umhirða, lagfæringar og breytingar á lóðum, göngustígum og bílastæðum Rekstur á trésmíða-, véla- og rafmagnsverkstæði Beiðnir um breytingu á húsnæði HÍ eða ábendingar um húsnæði eða lóð má senda í gegnum beiðnakerfið MainManager á Uglunni. Nauðsynlegt er að lesa upplýsingar um ferlið áður en beiðni/ábending er send inn. Senda beiðni um húsnæði eða ábendingu um húsnæði/lóð Starfsfólk Viðhald fasteigna Kristinn KristinssonDeildarstjóri5255240kiddik [hjá] hi.is Öll deildin Franklín GretarssonTrésmiðurfrankling [hjá] hi.is Hákon Máni AlbertssonTrésmiðurhakonm [hjá] hi.is Hákon Þorri HermannssonMálarameistarihakonth [hjá] hi.is Jesus Manuel Loayza D´ArrigoVerkefnisstjórijesusm [hjá] hi.is Kristinn KristinssonDeildarstjóri5255240kiddik [hjá] hi.is Rafnar JenssonTrésmiðurrafnar [hjá] hi.is Robert SenskiHúsgagnameistarirobertsenski [hjá] hi.is Tryggvi IngólfssonRafvirkjameistaritryggviingolfsson [hjá] hi.is Viðhald lóða Hjalti Már StefánssonGarðyrkjustjóri5254709hjaltimar [hjá] hi.is Öll deildin Bjarki BenediktssonFlokkstjóri í garðyrkjubben [hjá] hi.is Hjalti Már StefánssonGarðyrkjustjóri5254709hjaltimar [hjá] hi.is Viktor Örn LundgrennFlokkstjóri í garðyrkjuviktorl [hjá] hi.is Rekstur fasteigna / FasteignaumsjónFasteignaumsjón Hjá fasteignaumsjón starfa umsjónarmenn bygginga sem fást við margslungin verkefni eins og: ýmis konar aðstoð við starfsfólk og aðra notendur bygginga, samskipti við ræstingaraðila, eftirlit með almennri notkun húsnæðis, öryggismál og eru þar að auki öryggisverðir bygginga sem eru í umsjón þeirra. Deildarstjóri hjá fasteignaumsjón er Björn Auðunn Magnússon Staðsetning: Aðalbygging Háskóla Íslands, suðurkjallari Sími: 525-4365 Bréfasími: 525-4330 Ef hætta steðjar að skal hringja í Neyðarlínuna, 112 Utan við almennan vinnutíma (milli kl. 16-22 á virkum dögum og laugardögum 7:30-17) er hægt að ná í þann umsjónarmann sem viðlátinn er hverju sinni í vaktsíma 834-6512 Beint samband við stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar er 530-2400 Beiðnir um breytingu á húsnæði HÍ eða ábendingar um húsnæði eða lóð má senda í gegnum beiðnakerfið MainManager á Uglunni. Nauðsynlegt er að lesa upplýsingar um ferlið áður en beiðni/ábending er send inn. Senda beiðni um húsnæði eða ábendingu um húsnæði/lóð Rekstur fasteigna Rekstur fasteigna sér um allan almennan rekstur á húsnæði Háskóla Íslands. Verkefnin eru m.a. leigusamningar, samningar við ýmsa þjónustuaðila, umsjón með bókunum í stofur/sali og eftirlit með almennri nýtingu húsnæðis HÍ. Rekstur fasteigna sér einnig um rekstur á deilibílum sem standa starfsfólki til boða í styttri vinnutengd erindi og rekur Íþróttahús háskólans. Deildarstjóri reksturs fasteigna er Jón Sigurður Pétursson Staðsetning: Aðalbygging Háskóla Íslands, skrifstofa A-225 Vinnusími: 895-3485 Íþróttahús Háskóla Íslands er opið öllum nemendum og starfsfólki. Boðið er upp á fasta dagskrá í leikfimissal og aðgang að tækjasal á vægu verði. Upplýsingaskrifstofan er orðin hluti af Þjónustuborði HÍ á Háskólatorgi og veitir á hverjum tíma bestu upplýsingar um starfsmenn og starfsemi skólans. Þjónustuborð skólans er aðgengileg og fyrsta val gesta í leit að upplýsingum. Þjónustuborðið sér meðal annars um bókanir í stofur og gestaíbúðir HÍ. Sími: 525-4000. Starfsfólk Björn Auðunn MagnússonDeildarstjóri5254365bam [hjá] hi.is Jón Sigurður PéturssonDeildarstjóri8953485jonsig [hjá] hi.is Umsjónarmenn bygginga Nafn Bygging Vefþjónusta fyrir símaskrá svarar ekki eða fyrirspurnin skilar engum niðurstöðum - (nafnalisti) Eirberg Brynjar JóhannessonUmsjónarmaður6914700brynjarj [hjá] hi.is Háskólatorg Eyþór GuðnasonUmsjónarmaður5255837eytorg [hjá] hi.is Oddi, Aragata 9 Hallgrímur Þór HarðarsonUmsjónarmaður8566776hallih [hjá] hi.is VR-byggingar, Endurmenntun, Tæknigarður, Raunvísindastofnun Jens Ágúst JóhannessonUmsjónarmaður6994817jensa [hjá] hi.is VR-byggingar, Endurmenntun, Tæknigarður, Raunvísindastofnun Jóhann Kveldúlfur SigurðssonUmsjónarmaður5255249joisig [hjá] hi.is Edda Karl ArnarsonUmsjónarmaður8932624karlinn [hjá] hi.is Askja Karl Sæmundur SigurðssonUmsjónarmaður8677884kalli [hjá] hi.is Veröld, Hagi, Neshagi Milos GlogovacUmsjónarmaður8455789milos [hjá] hi.is Lögberg, Nýi Garður Ólafur JóhannessonUmsjónarmaður8607692olijo [hjá] hi.is Læknagarður Ómar JónssonUmsjónarmaður5254631omarj [hjá] hi.is Loftræstikerfi Ragnheiður Birna ÚlfarsdóttirUmsjónarmaðurbirnul [hjá] hi.is Aðalbygging, Stapi, Setberg Þóra Þöll Meldal TryggvadóttirUmsjónarmaður7817554thorameldal [hjá] hi.is Laugarvatn Þorsteinn JónassonUmsjónarmaður8316613thjo [hjá] hi.is Árnagarður, Gimli Þrymur SveinssonUmsjónarmaður8959796thrymur [hjá] hi.is Stakkahlíð, Skipholt Vaktnúmer umsjónamanna: 834-6512 16-22 virka daga 7:30-17 laugardaga Aðrir fastir starfsmenn Nafn Sími Ari HaukssonRæstingamaðurarihauks [hjá] hi.is Guðríður Inga AndrésdóttirSendill8624050gurry [hjá] hi.is 862-4050 Pálmi Phuoc DuÍþróttavörður5254460palmidu [hjá] hi.is 847-4918 Tómas Freyr ArnarssonAðstoðarmaðurtomson [hjá] hi.is Tomasz Dariusz GlabRæstingamaðurtomaszglab [hjá] hi.is 680-5259 Þórhallur AðalsteinssonRæstingamaður8646883hallia [hjá] hi.is 864-6883 Samstarfsnefndir Framkvæmda- og tæknisvið starfar með eftirfarandi nefndum: Skipulagsnefnd háskólaráðs Öryggisnefnd háskólaráðs Sjálfbærninefnd háskólaráðs Starfshópur um framtíðarhúsnæði Menntavísindasviðs Beiðnir og ábendingar vegna húsnæðis eða lóðar Framkvæmda- og tæknisvið tekur við beiðnum í gegnum Uglu. Hér má senda beiðni um breytingar á húsnæði HÍ eða ábendingar um húsnæði og lóð. Nauðsynlegt er að allar beiðnir um breytingar á húsnæði og óskir um húsgögn séu gerðar með heimild frá viðeigandi sviðsforseta, sviðsstjóra eða annarra sem hafa umboð til þess. Beiðni um breytingu á húsnæði Ábending um húsnæði eða lóð Tilkynning um slys eða næstum slys á háskólasvæðinu og almennar ábendingar Framkvæmda- og tæknisvið tekur við tilkynningum í gegnum vefinn Öryggi.hi.is Tilkynna um slys eða næstum slys Senda almenna ábendingu Tengt efni Háskólabyggingar Íþróttahús HÍ Útleiga og bókanir á stofum, fræðimanna- og gestaíbúðir Húsreglur Háskóla Íslands Kort af háskólasvæðinu facebooklinkedintwitter