Skip to main content

Þjónusta Spretts

""

Markmið Spretts er að stuðla að aukinni þátttöku innflytjenda í háskólanámi. Sprettur vill rækta styrkleika sem felast í fjölmenningarlegu, fjöltyngdu og þverfaglegu háskólasamfélagi og þess sem nemar með fjölbreyttan bakgrunn geta lært af hvort öðru. Áhersla er lögð á samþættingu, samvinnu og innihaldsrík samskipti innan stærra samfélagsins.  

Fjöldi innflytjenda á skilið tækifæri til að upplifa háskólalíf, en margir þeirra þurfa öflugt stuðningsnet til að takast á við þær kröfur sem fylgja háskólanámi í skapandi og hvetjandi umhverfi sem byggir á fjölmenningarlegu lærdómssamfélagi.  

Gildi Spretts eru inngilding, jöfn tækifæri til menntunar, gagnkvæm aðlögun, að tilheyra, virk borgaravitund, félagslegt réttlæti, fjölmenningarleg viska, vistfræðileg hugsun, jarðarborgaravitund, lærdómssamfélög. 

Munið: Aðgangur án stuðnings er ekki tækifæri.

""

Verkefni Spretts

Sprettur stuðlar að gagnkvæmri aðlögun innflytjenda og nemenda með erlendan bakgrunn í háskólasamfélaginu með því að innleiðingu fjölbreyttra verkefna:    

  • Fjölmenningarfulltrúi: Verkefnisstjóri Spretts er jafnframt fjölmenningarfulltrúi Háskóla Íslands og starfar í nánu samstarfi við jafnréttisfulltrúa að eflingu jafnréttis og inngildingar innan háskólasamfélagsins. Fjölmenningarfulltrúinn býður upp á fyrirlestra og ráðgjöf, auk þess að styðja við menningarlega viðburði innan háskólans.  
  • Ráðgjöf við nemendur og tilvonandi háskólanemendur: Sprettur veitir upplýsingar, leiðbeiningar og ráðgjöf sem hjálpa einstaklingum að íhuga möguleika og skilyrði fyrir inngöngu í háskólanám.

  • Námshópar fyrir nemendur: Sprettur býður reglulega námshópa með mentorum til að styðja við heimanám á mismunandi námsgreinum. Hóparnir eru sérstaklega ætlaðir nemendum sem eru að ljúka framhaldsskóla og nemendur við Háskóla Íslands. Skráning er nauðsynleg.  

  • Undirbúningur fyrir háskólanám, opið  öllum: Röð fyrirlestra og vinnustofa sem styðja þátttakendur við að undirbúa sig fyrir nám í háskóla, með áherslu á námslegar, félagslegar og menningarlegar áskoranir. Viðburðirnir eru opnir innflytjendum gegn skráningu.  

  • Stuðningur við íslenskunám, opið öllum: Viðbótarstuðningur er veittur við æfingar í íslensku og mismunandi aðferðir við tungumálanám kynntar.  

  • Fjölmenningarleg leiðsögn / mentoring innan Háskóla Íslands: Sprettur býður upp á þjálfun og fræðslu fyrir mentora í því mikilvæga hlutverki að styðja nám og menningaraðlögun nemenda með erlendan bakgrunn.  

  • Vinnustofur fyrir innleiðingu mentorakerfa fyrir framhaldsskóla: Vinnustofur þar sem unnið er með þróun og innleiðingu mentorakerfa í skólum. Vinnustofurnar eru sérsniðnar að staðbundnum aðstæðum og þörfum. Nánari upplýsingar veitir Verkefnastjóri Spretts.  

  • Inngilding í íslensku háskólasamfélagi: Sprettur tekur virkan þátt í mótun stefnu um inngildingu innflytjenda í opinberum háskólum á Íslandi.