Um setrið Við rannsóknasetrið eru stundaðar grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir á lífríki sjávar og strandsvæða og nýtingu sjávarafurða. Flest verkefni setursins eru unnin með styrkjum frá samkeppnissjóðum og því innan ákveðins tímaramma gjarnan með þátttöku rannsóknanema. Langtímamarkmið með verkefnunum er að byggja upp miðstöð þekkingar og aðstöðu til rannsókna á nærsjó á Vestfjörðum, stuðla að notkun vísindalegra gagna í nýtingu strandsvæða og að skilja þátt sjávarafurða í þróun byggða á Íslandi. Verkefnin falla í þrjá meginflokka sem geta skarast: Vistfræði í nærsjó og strandsvæðum Hagnýt þróunarvistfræði Sjávarfornleifafræði Rannsóknir Vistfræði í nærsjó og á strandsvæðum Hagnýt þróunarvistfræði Sjávarfornleifafræði Aðstaða Við setrið hefur verið lögð áhersla á að byggja upp aðstöðu til sjávar- og strandrannsókna á vettvangi. Setrið býr yfir flestum almennum búnaði til líf- og fornleifafræðilegra rannsókna í nærsjó, þar með talinn slöngubát, fjölgeislamæli, fjarstýrðum kafbát, CTD og tvö kerfi hlustunardufla til að fylgjast með ferðum merktra einstaklinga í sjó. Þá er hjá setrinu góð almenn skrifstofuaðstaða, rannsóknastofa fyrir frumvinnslu líf- og fornleifafræðilegra sýna, aðstaða til DNA einangrunar og rafdráttar og góð rannsóknastofa til vinnu með lifandi fiska eða aðrar vatnalífverur m.a. umhverfisstýrt búrakerfi. Starfsfólk Forstöðumaður Guðbjörg Ásta ÓlafsdóttirForstöðumaður8989037gaol [hjá] hi.is Annað starfsfólk Fia Linnea Elisabet FinnDoktorsnemifle4 [hjá] hi.is Michelle ValliantDoktorsnemimiv1 [hjá] hi.is Ragnar EdvardssonFræðimaður5255308red [hjá] hi.is Hér erum við Aðalstræti 10-12 415 Bolungarvík Sími: 525 5309 & 898 9037 Netfang: gaol@hi.is Facebook Ensk vefsíða setursins facebooklinkedintwitter