Nám við deildina er almennt skilgreint sem fullt nám en með nokkrum undantekningum. Grunn- og framhaldsnám er hægt að taka á lengri námstíma með ákveðnum skilyrðum.
Viðbótardiplóma í framhaldsnámi er hlutanám í eitt ár, 30 einingar dreifast þá á tvö misseri. Í boði er að taka:
- Afbrotafræði (kennt á ensku)
- Heilsa og velferð (kennt á ensku)
- Rannsóknaraðferðir félagsvísinda (kennt á ensku)
Fólksflutningar og fjölmenning (kennt á ensku)
Upplýsingafræði - áherslulínur:
- Upplýsingahegðun: Skipulagning, stjórnun og miðlun upplýsinga og þekkingar
- Upplýsingastjórnun: Skráning, aðgengi og öryggi upplýsinga hjá skipulagsheildum
Þjóðfræði (kennt á ensku)