Skip to main content

Umhverfis- og auðlindafræði - Viðbótardiplóma

Umhverfis- og auðlindafræði - Viðbótardiplóma

Þverfræðilegt framhaldsnám

Umhverfis- og auðlindafræði

Viðbótardiplóma – 30 einingar

Námið hentar þeim sem koma beint eða óbeint að umhverfis- og auðlindamálum í starfi sínu, hvort sem er innan stjórnsýslunnar, í atvinnulífinu, í menntakerfinu, eða á vettvangi frjálsra félagasamtaka. Nemendur er einstaklingar með margvíslegan bakgrunn sem vilja auka við þekkingu sína á sviði umhverfis- og auðlindamála og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði.

Aðeins er tekið við nemendum í nám á haustin.

Skipulag náms

X

Sjálfbær þróun, stefnumótun umhverfismála og stjórnun náttúruauðlinda (UAU101F)

Ýmsum aðferðum má beita til að hafa áhrif á lífsstíl fólks og hegðun til að draga úr óæskilegum áhrifum á umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Þetta námskeið fjallar um umhverfis og auðlindastjórnun sem hefur að markmiði sjálfbæra þróun. Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um sjálfbæra þróun og hugtakið skilgreint frá ýmsum sjónarhornum. Sérstaklega er rætt hvort hagvöxtur samrýmist sjálfbærri þróun, hvernig megi samræma hin mörgu markmið sem felast í sjálfbærri þróun, umhverfisvísar og framkvæmd markmiða sjálfbærrar þróunnar. Í öðrum hluta verður fjallað um aðferðir sem notaðar eru við ákvarðanatöku í umhverfis og auðlindastjórnun svo sem ákvarðanagreiningu, og kostnaðar-og ábatagreiningu sem og mat á virði nátturuauðs. Í síðasta hluta námskeiðsins verða ýmis stjórntæki sem notuð eru til umhverfis- og auðlindastjórnunar kynnt og krufin til mergjar í alþjóðlegu samhengi, bæði hvað varðar hugmyndafræðilegan grunn þeirra og þær aðferðir sem þau byggja á. Þau dæmi sem tekin eru breytast ár frá ári og byggja á áhuga þeirra nemenda sem taka námskeiðið hvert ár, svo sem kvótakerfi, skilagjöld, mengunarskattar og fjölmarkmiða stjórnun.

X

Inngangur að umhverfis- og auðlindafræði (UAU102F)

Hin öra fjölgun mannkynsins og umsvifin sem henni fylgja hafa á undanförnum áratugum haft gríðarleg og sívaxandi áhrif á náttúruauðlindir og umhverfi. Til þess að skilja þessi áhrif og og geta valið réttu leiðirnar til að takast á við þau, þarf að beita þverfræðilegum aðferðum, þar sem gripið er jöfnum höndum til náttúrufræði, félagsfræði, hagfræði,verkfræði og fleiri greina. Áður en nemendur læra um þverfræðilegar aðferðir til að nálgast aðsteðjandi vanda, þurfa þeir að átta sig á því í hverju vandinn er fólginn en það er einmitt markmið þessa námskeiðs. Fjallað verður um umhverfi og auðlindir almennt með áherslu á gildi þeirra fyrir mannkynið og helstu orsakir umhverfisvandamála og þýðingu þeirra bæði í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Einkum verður farið yfir eftirtalda efnisflokka: Fólksfjölgun, tækni og hagvöxt. Líffræðilega fjölbreytni og útrýmingu tegunda. Jarðveg og jarðvegseyðingu. Landbúnað og umhverfisáhrif. Mengun og heilsu . Loftmengun, vatnsmengun og jarðvegsmengun. Helstu mengunarvalda í andrúmslofti og áhrif þeirra. Eyðingu ósonlagsins og loftslagsbreytingar. Sorp og spilliefni. Ferskvatnsauðlindir. Auðlindir sjávar. Auðlindir skóga og votlendis. Orkuauðlindir. Orkunýtingu og umhverfisáhrif.

X

Visthagfræði (UAU105F)

Vistfræðileg hagfræði hefur stundum verið kölluð hagfræði sjálfbærrar þróunar. Sjálfbær þróun byggir á þremur meginstoðum - að tryggja áframhaldandi efnahagsvöxt, að tryggja félagslega velferð - án þess að skaða náttúru og vistkerfi heimsins. Því byggir sjálfbær þróun á því að maður og náttúra/vistkerfi eru tengd órjúfanlegum böndum. Mælingar á ástandi náttúru og vistkerfa gefa vísbendingar um að efnahagsvöxtur og fólksfjölgun ásamt tækniþróun hafi undanfarin árhundruð raskað jafnvægi mikilvægra hringrása náttúrunnar, og ber mögulegar lofslagsbreytingar þar hæst þessa dagana. En hvernig er hægt að viðhalda heilbrigðum vistkerfum og á sama tíma tryggja áframhaldandi hagsæld og félagslega velferð?

Þetta námskeið mun fjalla um fræðilegan mun á neoklassískri hagfræði og vistfræðilegri hagfræði í nálgun þessara tveggja lína innan hagfræði. Farið í grundvallarhugtök og hugmyndafræði visthagfræði ásamt praktískum dæmum; t.d. græna þjóðhagsreikninga.

Námskeiðið verður kennt helgina 29. september- 01. október.

X

Hnattrænar loftslagsbreytingar (UAU107M)

Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og eitt af mest krefjandi umhverfisvandamálum líðandi stundar og verður áfram í nánustu framtíð. Síðan 1992 hafa verið margir fundir og samkomulög á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Í námskeiðinu verður farið yfir loftslagsbreytingar frá nokkrum sjónarhornum. Byrjað á að fara yfir helstu gögn og vísindi er tengjast loftslagsbreytingum og líkönum af framtíðar breytingum. Síðan verður fjallað um áhrif og varnarleysi (e. vulnerability) og viðleitni til að draga úr áhrifum og aðlagast loftslagsbreytingum. Einnig er fjallað um málefni eins og loftslags-flóttamenn, mismunandi áhrif eftir kyni og samningaviðræður.

Einkunnargjöf byggir á skriflegu verkefni, þátttöku í tímum og kynningum, auk stuttrar könnunar. Nemendur sem taka þetta námskeið hafa almennt mjög mismunandi bakgrunn og þú munt hafa tækifæri til að læra um loftslagsbreytingar frá mismunandi sjónarhornum.

X

Umhverfisstjórnun fyrirtækja (UAU108F)

Í þessu námskeiði er leitast við að kanna ábyrgð fyrirtækja gagnvart umhverfinu. Miðað er við virka þátttöku nemenda með því að greina málefnum sem tengjast fyrirtækjum, umhverfismálum og hagaðilum, en það er t.d. gert með hermileikjum (simulations) og tilviksgreiningum (case studies).

Markmið námskeiðsins er að skapa skilning á og kenna nemendum að velja og nota nauðsynleg tæki til að leggja mat á markmið og taka ákvarðanir þegar kemur að umhverfis- og auðlindastjórnun í samhengi við sjálfbæra þróun. Þar má t.d. nefna Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Global Reporting Initiative og fleira.

Námskeiðinu er skipt upp í þrjá hluta. Í hluta eitt munum við kanna hver er uppruni og merking á ábyrgð fyrirtækja. Í öðrum hluta er lögð áhersla á það hvernig má stjórna og innleiða ábyrgð fyrirtækja. Í þriðja hluta munum við læra um ábyrgð fyrirtækja út frá áhrifum, gagnrýni og framtíðarhorfum.

Í lok námskeiðsins er gert ráð fyrir að nemendur hafi að nemendur hafi öðlist fræðilegan skilning á viðfangsefninu, geti beitt þeim aðferðum sem kenndar hafa verið og séu læsir á upplýsingar sem snúa að fyrirtækjum, umhverfistengdum viðfangsefnum þeirra og árangri og áhrifum.

X

Endurnýjanleg orka: inngangur (UAU111F)

Þróun í átt til sjálfbærari orkukerfa, byggir á aukinni notkun  umhverfisvænni og endurnýanlegri orku.  Í þessu inngangsnámskeiði verður:  i) gefin yfirsýn yfir sögu orkunotkunar í heiminum allt til stöðu orkumála í dag.  Að auki verður gefin innsýn inn í framtíðarspár Alþjóða Orkumálastofnunarinnar (IEA) með áherslu á sýn þeirra á endurnýjanlega orku og sjálfbærni ii) gefin yfirsýn yfir hefðbundnda og óhefðbundna orkugjafa svo sem vatnsorku, jarðvarma, sjávarföll, sólarorku og vindorku auk lífmassa með áherslu á verkfræðilegar nálganir og eðli þessarra orkugjafa iii) gefin innsýn í rafmagnsframleiðslu iv) gefið yfirlit yfiir umhverfisáhrif orkuvinnslu og orkunotkunar v) gefin yfirsýn yfir stefnumótun í orkumálum með sjálfbærni að leiðarljósi, auk annarrar stefnumótunar svo sem í loftslagsmálum.

Námskeiðið er samsett af vettvangsferðum og fyrirlestrum. 

Námskeiðið er eingöngu fyrir nemendur í kjörsviðinu: Endurnýjanleg orka.

X

Sjálfbær orkuþróun: orkuhagfræði og stefnumótun (UAU112F)

Námskeiðið fjallar um orkuhagfræði, stefnumótun í orkumálum ma í samhengi við sjálfbærni og sjálfbæra þróun.  Fjallað verður um; mikilvægi orku í sjálfbærri þróun; mikilvægi orku í hagþróun; orkuspár; hagfræði óendurnýjanlegra og endurnýjanlegra auðlinda svo sem vatnsorku, jarðhita, solar og vindorku auk lífmassa; dýmamísk hámörkun; orkumarkaðir svo sem rafmagnsmarkaðir; hagfræði og dýnamík tæknibreytinga; umhverfis og félagsleg áhrif orkunýtingar; Stefnumótun í orkumálum með áherslu á stefnumótun í samhengi sjálfbærrar þróunar; reglugerðir og efnahagslegir hvatar; samanburður á stefnu orkumála á Íslandi, Evrópusambandinu og öðrum ríkjum; tengsl stefnumótunar í orkumálum og umhverfismálum svo sem loftslagsmálum.

X

Hafið og sjálfbærni (UAU128F)

Conservation and sustainable use of the world oceans and marine resources is one of the biggest challenges of our time. The course offers a broad and comprehensive overview of the marine environment in a global perspective, in relation to the three pillars of sustainable development. The course will cover an overview of major oceanography features globally and locally. The course covers biological and fisheries science definitions that are important in marine resource management in relation to biological and ecological processes that may influence the resources such as stock size or distribution. The impact of climate change and large-scale changes in the marine environment will be covered and set in context with related variation in marine resources. The course covers multiple processes and environmental change impacting Oceans and their sustainability, such as pollution, ocean acidification, coral bleaching and trophic cascades. The role of different policies for the marine environment and its sustainable development will be explored with a focus on their multi-level nature and diverse ecosystem services, connecting global commitments to local realities. The role and implementation of Marine Protected Areas (MPA’s) will be discussed in international and local context. The course offers basic training in the theory of and practice of resources management of Ocean resources such as fisheries. Different management tools are explored, along with natural and institutional requirements. Appropriate management choices for different management problems are discussed. The student is provided with a solid understanding of the basic principles of sustainable marine resource policy and practical training in the design and implementation of such a policy.

X

Sjálfbær borg (UMV122F)

Námskeiðið leggur áherslu á mismunandi sjónarhorn á sjálfbærni í samhengi borga og annarra mannabyggða, og að lokum á spurninguna um hvað hugtakið sjálfbær borg þýðir. Hugmyndir um einnar plánetu mörk og öruggt athafnarými eru færðar yfir í samhengi borga til að sýna hlutverk þeirra í leitinni að sjálfbærum lifnaðarháttum, og til þess að sýna þau skilyrði sem þarf að uppfylla svo að borgin geti verið raunverulega sjálfbær. Námskeiðið kynnir nemendum fyrir helstu atriðum í þremur stoðum sjálfbærnis í samhengi mannabyggða. Hvað er vistfræðileg sjálfbærni þegar það kemur að borgum og öðrum mannabyggðum? Félagsleg? Efnahagsleg? Hvernig getum við sameinað þetta þrennt til að skapa sannarlega sjálfbæra mannabyggð? Velferð, hagvöxtur, bein og óbein vistfræðileg áhrif, tæknilegar og samfélagslegar lausnir og „feedback loops“ á milli þeirra er kynnt og rætt á gagnrýninn hátt.

X

Hnattræn heilsa (MAN0A3F)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu forgangsverkefni á fræðasviði hnattrænnar heilsu (e. global health). Fjallað verður um mismunandi sjúkdómsbyrði landa, ójöfnuð og helstu félags- og efnahagslegu áhrifaþætti á líf og heilsu fólks í hnattvæddum heimi. Sérstök áhersla verður á að skoða heilsu mæðra, nýbura, barna og ungs fólks frá hnattrænu sjónarhorni og uppbyggingu heilbrigðiskerfa til að veita góða og tímanlega þjónustu. Jafnframt verður fjallað um áskoranir í næringu þjóða og geðheilbrigði og forvarnir og samfélagslega þýðingu sýkinga eins og malaríu, berkla, HIV/AIDS, kóleru, Ebólu og COVID-19. Þá verður fjallað um áhrif umhverfis, ofbeldis, menningar, neyðarástands og starf alþjóðlegra stofnana og þróunarsamvinnu, Heimsmarkmiðin og siðfræðileg álitamál.

Vinsamlega athugið að ef þörf krefur vegna þátttöku erlendra nemenda þá verður námskeiðið kennt á ensku.

X

Stjórnkerfi umhverfis- og auðlindamála (UAU201F)

Í sumum aðstæðum hefur maðurinn samskipti við umhverfið og nýtir náttúruauðlindir á sjálfbæran hátt, en ekki í öðrum. Það sem skýrir muninn sem stafar af samskiptum manna og umhverfis er stjórnun. Hægt er að skilja umhverfisstjórnun sem samfélagslegt hlutverk sem miðar að því að stýra og leiðbeina aðgerðum manna – sem eru einstaklingar, lítill staðbundinn notendahópur eða alþjóðasamfélagið – í átt að tilætluðum árangri frá niðurstöðum sem teljast óæskilegar (Young, 2013).

Námskeiðið beinir sjónum sínum að því að kynna og efla skilning á mismunandi víddum umhverfis- og náttúruauðlindastjórnunar í samhengi við sjálfbærni.

Það skiptist í fjóra samtengda hluta:

  1. Umhverfisstjórnun: Grunnatriði. Hvað er stjórnun? Umhverfið sem vettvangur samhæfingar og átaka. Hvernig skiljum við aðila, hlutverk þeirra og ákvarðanatöku? Vald og valdatengsl. Stofnanir og stofnanabreytingar. Félagsvistfræðileg kerfi. Stjórnskipulag. Almannagæði.
  2. Alþjóðleg og innlend umhverfisstjórnun. Alþjóðleg umhverfisstjórnun og stofnanir, s.s. ESB, SÞ, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, Alþjóðabankinn o.fl. Norður-Suður málefni. Umhverfislegt stjórnfyrirkomulag; óson, loftslagsbreytingar, eyðimerkurmyndun o.fl. Samlegðaráhrif. Kynning á umhverfisstjórnun á Íslandi og hvernig hún tengist ákvarðanatöku með tilliti til umhverfis og auðlinda. Stjórnskipulag, miðlæg og staðbundin ákvarðanataka. Tengsl ýmissa stjórnsýslustiga, þings, ráðuneyta, stofnana.
  3. Almannaábyrgð og umhverfismál. Þátttaka almennings. Hvernig getur almenningur haft áhrif á ákvarðanatöku? Innlend og alþjóðleg umhverfisverndarsamtök.
  4. Stjórnarhættir fyrirtækja í sjálfbærnisamhengi. Þessi hluti námskeiðsins fjallar um stjórnarhætti fyrirtækja, eins og lýst er í leiðbeiningum Nasdaq um stjórnarhætti fyrirtækja sett í samhengi við sjálfbærniáherslur fyrirtækja. Viðkomandi umræðuna er umboðsskylda (e. fiduciary duty), ESRS staðlar um stjórnarhætti (ERSR G1) og þverlægir staðlar (ESRS 1 og 2; ESRS G1), heimsmarkmið 8-10, 12, 13, 17, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð númer 10, almennir staðlar GRI sem og 200 staðla serían, efnahagslegt viðskiptamódel (e. economic layer canvas) o.fl.
X

Umhverfishagfræði (UAU206M)

Í þessu námskeiði er fjallað um ýmsar veigamiklar hliðar umhverfishagfræði. Rætt er um efnahagslegt gildi umhverfisins, mismunandi not þess, kostnað við umhverfisrýrnun og svokallaða "græna" landsframleiðslu. Ennfremur er fjallað sérstaklega um land, landnotkun og landvirði. Þá er geta markaðskerfisins til að framkalla hagkvæma nýtingu umhverfisins rannsökuð, aðferðir til að lagfæra "mistök" í því efni skoðaðar og bornar saman við hugmyndir umhverfissinna.

X

Orkuvalkostir framtíðar (UAU213M)

Mannkynið er háð orku fyrir nánast allar athafnir í daglegu lífi. Helsti orkugjafinn sem notaður er í heiminum er jarðefnaeldsneyti, en sú staðreynd að mengun samfara notkun þess (gróðurhúsaáhrif, svifryk, ...) og að jarðefnaeldsneyti er í endanlegu magni, veldur því að leitin að öðrum orkugjöfum verður sífellt mikilvægari. Sjálfbærni í orkunotkun er krafan og í þessu námskeiði skoðum við mögulega valkosti í leit okkar að sjálfbærri orku. Til dæmis skoðum við vatnsafl, jarðvarma, sjávar-, vind- og sólarorku og lífeldsneyti (jafnvel kjarnorku). Einnig verður yfirlit yfir núverandi orkunotkun og jarðefnaeldsneyti.

Fyrir hvern orkugjafa verður farið yfir helstu lögmál er varða þá orku sem nýta skal. Einnig verður skoðað hverskonar umhverfisáhrif nýting getur haft í för með sér, stefnumótun og hagfræðilegar hliðar orkuvalkosta.

X

Verndunarlíffræði (UAU214M)

Loftslagsbreytingar, síaukinn fjöldi jarðarbúa (>8 milljarðar og vaxandi) og hnattvæðing eru meðal þeirra þátta sem hafa djúpstæð áhrif á náttúruleg búsvæði og vistkerfi plantna og dýra. Ein af stærstu afleiðingunum er tjón á líffræðilegum fjölbreytileika, en um ein milljón tegunda eru í útrýmingarhættu. Með verndunarlíffræði er leitast við að auka skilning á áhrifum mannsins á líffræðilegan fjölbreytileika með það markmiði að draga úr tjóni á honum og skapa lausnir til varðveislu. Verndunarlíffræði byggir á mörgum stoðum, meðal annarra vistfræði, þróunarfræði, hagfræði og auðlindastjórnun. Markmið námskeiðsins er að veita nemendum yfirgripsmikla sýn á undirstöður verndunarlíffræði, mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika, ógnir við hann og leiðir til að skapa lausnir til varðveislu og verndar. Meðal umfjöllunarefna eru saga verndunarlíffræði, mynstur og ferlar líffræðilegs fjölbreytileika; umhverfishagfræði; siðfræði varðveislu; útrýmingarhætta; sundrun, niðurbrot og eyðilegging búsvæða; loftslagsbreytingar og áhrif þeirra; ofnýting; innrás framandi tegunda; sjúkdómar; verndunarerfðafræði; varðveisla stofna, tegunda og vistkerfa; vernduð svæði; endurreisn; sjálfbær þróun og áskoranir framtíðar í samhengi verndunarlíffræði. Tengsl milli líffræðilegs fjölbreytileika og sjálfbærrar þróunarmarkmiða eru sýnd, eins og t.d. markmið 3, 11, 12, 13, 14 og 15.

X

Lífsferilsgreining (UAU215F)

Markmið: Að nemendur geti beitt aðferðum lífsferilsgreiningar til að greina umhverfisáhrif sem hljótast af framleiðslu og ferlum. Nemendur munu svo læra að skila niðurstöðum lífsferilsgreinina á réttan hátt og framkvæmt samanburðar- og næmnigreiningar. Einnig munu nemendur geta fundið svokallaða heita reiti innan lífsferla vöru eða framleiðsluferils sem hægt er að nýta til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Síðast en ekki síst munu nemendur læra að tileinka sér kerfislæga hugsun sem nauðsynleg, einn af grunnhæfniþáttum sjálfbærni.

Efni: Námskeiðið kennir nemendum að greina lífsferil vöru frá vöggu til grafar með aðferðum lífsferilsgreiningar (LCA). LCA er notað til að meta umhverfisáhrif vöru, framleiðsluferils eða þjónustu. Markmiðið með LCA er að bera saman líkar vörur, ferla og þjónustu. Einnig getur markmiðið verið að meta hvar í ferli hverrar vöru, ferils eða þjónustu hvar mestu neikvæðu umhverfisáhrifin verða. Þær upplýsingar nýtast við hönnun vörunnar sé um nýja vöru að ræða, eða til að breyta framleiðsluferlum og þannig lágmarka umhverfisáhrif. Einblínt verður að því að kenna bæði aðferðafræðina og hvernig hægt er að nota LCA sem verkfæri. Í námskeiðinu er farið í gegnum aðferðarfræðina allt frá skilgreiningu markmiðs, aðgerðareiningar og kerfismarka, útreikninga á notkun auðlinda og losun efna til andrúmslofts, vatns og jarðvegs. Svo bætist við túlkun niðurstaðna og næmnigreiningar. Einnig eru kynntar mismunandi aðferðir, hugbúnaður hugbúnaður til að reikna út umhverfisáhrif og notkun gagnabanka notaðir eru til þess að framkvæma lífsferilsgreiningar. Námsmat miðast við þátttöku í kennslustundum og skilum á einstaklings og hópaverkefnum sem unnin eru  námskeiðinu.

Þessi áfangi eykur færni nemenda á sviði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna númer 6, 7, 9, 11, 12, 13, 14 and 15.

Kennsluhættir: Kennt er með fyrirlestrum, tímaverkefnum, einstaklings heimaverkefnum og hópverkefnum.

X

Stefnumiðuð samfélagsábyrgð fyrirtækja (UAU247F)

Í þessu 13 vikna námskeiði er gert ráð fyrir virkri þátttöku nemenda. Námskeiðið tekur mið af þeirri hugmynd að þótt stjórnvöld og óhagnaðardrifin félög skipti sköpum fyrir nútímasamfélag eru það fyrirtæki sem leggja grunn að þeirri verðmætasköpun sem velferð samfélagsins byggist á, auk þess sem þau eiga sinn hlut í þeim vandamálum sem við er glímt. Samhliða verðmætasköpuninni hafa fyrirtækin áhrif á samfélagið sem samanstendur af fjölmörgum hagaðilum sem og náttúrulegu umhverfi. Á móti kemur að það er samfélagið sem mótar leikreglur sem fyrirtæki starfa eftir sem og þær væntingar sem fyrirtæki taka mið af í þeirra ytra og innra umhverfi. Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, t.d. markmið 1-5, 8, 9, 10, 11, 12, 13 og 16, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Evrópsku ESRS sjálfbærnistaðlana, GRI skýrslugerðarstaðlana o.fl. Þessi samverkun fyrirtækja, samfélags (í víðasta skilningi þess orðs) og náttúrulegs umhverfis er viðfangsefni samfélagsábyrgðar fyrirtækja en nálgast þarf viðfangsefnið á stefnumiðaðan hátt.

Burtséð frá persónulegum skoðunum fólks á samspili viðskipta og samfélags þá eru hagnaðardrifin fyrirtæki mikilvæg. Í þessu námskeiði er leitast við að kanna víddir slíks samspils frá sjónarhóli ólíkra hagaðila. Það er gert á gagnvirkan hátt, með því að skoða og greina málefni sem tengjast samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, með hermileikjum (simulation) og með tilviksrannsókn (hópverkefni).

Námskeiðinu er skipt upp í sex megin hluta. Í fyrsta hluta er skoðað hvað samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja merkir, hverjir eru drifkraftar samfélagsábyrgðar. Í öðrum hluta er sjónum beint að sjónarhorni hagaðila og í þriðja hluta er fjallað um lagalega þætti. Í fjórða hlutanum er fjallað um hegðunarsjónarmið, í fimmta hlutanum um stefnumarkandi þætti samfélagsábyrgðar og í sjötta hlutanum um er áhersla lögð á sjálfbæra sýn og sjálfbæra verðmætasköpun.

X

Arctic Politics in International Context (ASK113F)

This course examines the aims, interests, opportunities, and challenges of states, non-state actors, regional fora, and international organizations in a changing Arctic region. With a focus on policy, politics, and current issues, it analyses the contemporary dilemmas posed by Arctic governance, cooperation, and imaginaries of the region.

Building on the fundamentals taught in ‘Introduction to Arctic Studies’, this course investigates the Arctic policies of the ‘Arctic Eight’ states, as well as states located outside the region. Five of the ‘Arctic Eight’ are Nordic small states, and so this angle is also considered. The role and achievements of other relevant entities such as the Arctic Council, the Arctic Coast Guard Forum, NATO, the EU, and the UN is also analyzed. The course has an international focus and provides an in-depth examination of the major political contours in today’s Arctic

X

Kostnaðar- og nytjagreining (HAG101F)

Tilgangur kostnaðar-nytjagreiningar er að auðvelda töku ákvarðana sem snerta marga þjóðfélagsþegna með beinum eða óbeinum hætti. Markmið námskeiðsins í kostnaðar-nytjagreiningu er að kynna nemendum fræðilega undirstöður aðferðarinnar jafnt sem hagnýtingu hennar. Umfjöllunarefnin eru m.a.: Rekstrarhagfræðilegur grundvöllur kostnaðar-nytjagreiningar, mat á neytendaábata, framleiðendaábata og samfélagslegum ábata. Þjóðhagsleg og rekstrarhagfræðileg áhrif framkvæmda. Afvöxtun, ávöxtun og opinberir reiknivextir. Áhrif óvissu á mat á þjóðhagslegum áhrifum og verðmæti upplýsinga. Tilvistarvirði (existence value). Skilyrt verðmætamat. Verðmat á tíma, mannslífum, hávaða.

X

Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)

Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?

X

Gæðastjórnun (IÐN101M)

Markmið: Nemendur fái skilning á uppruna og þróun gæðastjórnunar og hvernig fyrirtæki og stofnanir geta byggt upp stjórnkerfi á grundvelli alþjóðlegs gæðastjórnunarstaðals. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um gæðahugtakið, innri og ytri viðskiptavini, gæðabrag, umbótaferli, liðsvinnu, gæðakostnað og gæðahringhrás og samhengi gæðastjórnunar og hönnunar og notkun tölfræði í gæðastjórnun. Sérstök áhersla er lögð á umfjöllun um ISO9001 gæðastaðalinn og nemendur fást við hann í hópvinnu með því að skoða kröfur hans í samhengi við starfandi fyrirtæki.

X

Jarðhiti (JAR508M)

Jarðhitakerfi og uppbygging þeirra, orkubúskapur jarðar, hita-/orkuflutningur til yfirborðs jarðar. Uppruni og efnafræði jarðhitavökva, efnaskipti bergs og vökva, borholumælingar, endurnýjun jarðhitakerfa, aðferðir í jarðhitaleit, forðamat, nýting jarðhita og umhverfisáhrif hennar. Námskeiði er kennt á 7 vikna tímabili í upphafi haustmisseris.  Það samanstendur af fyrirlestrum, verklegum æfingum, nemendafyrirlesturm, nemendaveggspjöldum, ritgerð og prófum.  Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Orka og auðlindir jarðar (JAR513M)

Sjálbær nýting náttúruauðlinda og endurnýjanleg orkuframleiðla eru undirstaða sjálfbærrar þróunar. Til að nálgast sjálfbærni þarf að hafa heildstæða sýn sem tekur tillit til grunnstoðanna þriggja sem eru umhverfi, efnahagur og samfélag. Í námskeiðinu verður farið yfir orkubúskap jarðar, myndun og nýtingu jarðefnaeldsneytis, óendalegar og endurnýjanlegar orkuauðlindir. - þar með taldar óendurnýjanlegu auðlindirnar kol, olía, gas, úran og þóríum. Einnig verður farið yfir orkuauðlindir sem nýta þarf með gát - jarðhita, vatnsafl og líforku.  Annað efni námskeiðsins er um endurnýjanlega orku sem byggð er á sólinni, vindi, sjávarföllum og ölduafli.  Einnig verður gert yfirlit yfir helstu auðlindir jarðar sem nýttar eru til tæknivæðingar, uppbyggingar innviða samfélagsins og í landbúnaði, svo sem málma, áburð, jarðveg og vatn. Námskeiðið fjallar um hvernig þessar auðlindir myndast, eru nýttar, hve lengi þær endast og hvaða áhrif nýtingin hefur á umhverfið, efnahaginn og samfélagið. Að skilja samfélags- og efnahagskerfið sem knýr áfram neyslumynstur náttúruauðlinda er lykillinn að mati á sjálfbærri auðlindastjórnun. Í umfjölluninni er þess vegna einnig endurvinnsla óendurnýjanlegra auðlinda og auk þess er farið yfir nýja hagsældar hugsun sem að byggir á hringhagkerfi og velsældarhagkerfi.

X

Grunnvatnsfræði (JEÐ502M)

Sjö vikna námskeið (kennt fyrri 7 vikur haustmisseris). Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg. Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið

Grunnvatn í jörðu, vatn í jarðvegi, gerðir og eiginleikar vatnsleiðara (poruhluti, heldni, gæfni, forðastuðlar, opnir, lokaðir og lekir vatnsleiðarar, einsleitir vatnsleiðarar, stefnuóháð og stefnuháð lekt).  Eiginleikar grunnvatnsflæðis, lögmál Darcy, grunnvatnsmætti, lektarstuðull, vatnsleiðni, innri lekt.  Lektarstuðull í bæði einsleitum og stefnuháðum vatnsleiðurum, straumlínur og straumlínunet, stöðugt og óstöðugt flæði um opna, lokaða og leka vatnsleiðara.  Almennar flæðijöfnur grunnvatns.   Grunnvatnsflæði að borholum, niðurdáttur, dæluprófanir, eiginleikar vatnsleiðara út frá dæluprófunum, nýting grunnvatnsborholna, ferskvatnslinsur og jarðsjór, flutningur efna með grunnvatni, gæði grunnvatns, mengun.  Dæmi um grunnvatn og nýtingu þess á Íslandi, reiknilíkön af grunnvatnsflæði.  Nemendur vinna þverfaglegt verkefni um grunnvatn og nýtingu þess.

X

Ferðamennska og umhverfi (LAN019F)

Í námskeiðinu verður fjallað um náttúru og landslag sem auðlind ferðamennsku. Áhersla verður lögð á samspil manns og náttúru. Farið verður yfir sögu náttúruverndar og staða náttúruverndar í dag skoðuð í alþjóðlegu samhengi. Fjallað verður um skipulag og stjórnun þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða og skoðaðar aðferðir við gildismat náttúrunnar. Áhrif ferðamennsku á umhverfi verða rædd með áherslu á álag ferðamanna og þolmörk umhverfis. Gefin verður innsýn í náttúrusiðfræði og viðhorf og umgengni ferðamanna við náttúruna rædd. Sérstök áhersla verður lögð á sjálfbæra ferðamennsku og möguleikar þróunar slíkrar ferðamennsku hér á landi verða ræddir í ljósi skipulagningar og stjórnunar ferðamennsku. Námskeiðið mun samanstanda af fræðilegum fyrirlestrum, umræðuverkefnum og æfingum. Nemendur sem taka þetta námskeið í sínu framhaldsnámi, fá auk þess pakka af faglegum fræðiheimildum sem þeir nýta ásamt öðrum heimildum til vinnu heimildaritgerðar á fræðasviðinu. Stúdentar þurfa að standast alla prófþætti námskeiðsins.

X

Jarðvegsfræði (LAN113F)

Námskeiðið felur í sér eftirfarandi helstu þætti:

  • Jarðvegsmyndandi ferlar.
  • Jarðvegsflokkun og dreifing jarðvegsgerða á heimsvísu.
  • Jarðvegsrof og landhnignun.
  • Áhrif fólks á jarðveg og gróður.
  • Næringarefnabúskapur jarðvegs.
  • Eðlis- og efnaeiginleikar jarðvegs.
  • Hlutverk jarðvegs í vistkerfum.
  • Íslenskur jarðvegur og einkenni.
  • Mælikvarðar jarðvegsgæða.
  • Áhrif utan að komandi þátta (t.d. gróður og loftslag) á jarðveg og næringarefnainnihald.
  • Jarðvegur sem rannsóknarefni í sambandi við mannvist og umhverfissögu.
  • Þjálfun á rannsóknastofu til að rannsaka eiginleika jarðvegs (t.d. jarðvegsgæði).

Námskeiðið samanstendur af fyrirlesturum, vettvangs- og rannsóknastofuvinnu og ritgerðaskrifum.

X

Inngangur að kortagerð og GIS (LAN116F)

“visualization is the process of making the invisible visible[...] the process of making the cognitive imagination visual using available and culturally dominant technologies is one of the most consistent behaviors of mankind.”

„Myndræn framsetning er að gera ósýnileg fyrirbæri sýnileg [eða] það að gera sjónrænt grein fyrir ímyndun hugans með tiltækri tækni og í samræmi við menningarleg viðmið. Þetta er eitt af því sem mannkynið hefur alltaf leitast við að gera.” - Cox, D. (2006). "Metaphoric Mappings: The Art of Visualization." MIT Press.

Kortagerð er einn af mikilvægum hlutum landupplýsingahönnunar.

Nemendur kynnast fræðilegri undirstöðu kortagerðar með hjálp stafrænnar tækni. Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum greinargóðan skilning á hugtökum og hagnýtum atriðum sem snerta myndræna framsetningu á kortum og miðlun landfræðilegra upplýsinga. Það snertir ýmis mikilvæg svið í landfræði og skyldum greinum. Í gegnum fyrirlestra og umræður fá nemendur skilning á sögu kortagerðar, helstu kenningum og hugtökum á fagsviðinu og hlutverki landfræðilegra upplýsingakerfa við gerð korta nú á dögum. Fyrirlestrum er fylgt eftir með verkefnum sem hjálpa nemendum að skilja undirstöðuhugtök kortagerðar, sem og skipulegum æfingum í tölvuveri  þar sem nemendur læra að nýta sér landfræðileg upplýsingakerfi við einfalda greiningu og framsetningu landupplýsinga. Nemendur öðlast færni til að rýna eigin verk og annarra á gagnrýninn hátt og geta útskýrt og réttlætt eigin ákvarðanir varðandi myndræna framsetningu á korti.

X

Umhverfismannfræði (MAN509M)

Námskeiðið fjallar um rannsóknir mannfræðinnar og annarra fræðigreina félags- og mannvísinda á náttúru, umhverfi og tengslum manneskjunnar og umhverfis hennar. Ýmis grunnhugtök og fræðilegar hugmyndir sem umhverfismannfræðin og skyldar greinar nota verða kynnt og rædd.

Gerð er grein fyrir ýmsum tilraunum til að varpa ljósi á tilurð og einkenni ýmissa menningarstofnana og félagslegra ferla með skírskotun til vistkerfa og efnislegra skilyrða sem forsendu tilvistar þeirra. Þá verður vikið að gagnrýni sem þessi sjónarmið hafa sætt. 

Sérstaklega verður vikið að þeim nýju viðhorfum sem skapast hafa í umhverfismálum á síðustu árum, meðal annars hvað varðar auðlindanýtingu af ýmsu tagi og umhverfishyggju.

Síðast en ekki síst verður farið yfir ýmsa snertifleti loftslagsbreytinga og samfélaga víða um heim. Loftslag, loftslagsbreytingar og samfélög og menning verða einnig skoðuð í sögulegu ljósi, út frá ýmsum kenningum sem hafa komið fram um samband þeirra og gagnkvæm áhrif.

Nokkur etnógrafísk dæmi um samspil manns og umhverfis eru höfð til hliðsjónar í námskeiðinu. 

X

The Arctic Circle (UAU018M)

Með loftslagsbreytingum er talið að mikilvægi norðurslóða muni aukast á næstu áratugum þar sem náttúruauðlindir verða aðgengilegri og nýjar samgönguleiðir opnast. Á sama tíma skapast ógnir við viðkvæm vistkerfi og samfélög en efnhagsleg tækifæri verða einnig til. Arctic Circle samtökin mynda viðamikið tengslanet sem byggir á alþjóðlegu samstarfi og umræðu um framtíð norðurskautsins. Arctic Circle samtökin eru opinn og lýðræðislegur vettvangur með þátttöku ríkisstjórna, stofnana, fyrirtækja, háskóla, fræðimannahópa, umhverfissamtaka, samfélaga frumbyggja, almennra borgara og annars áhugafólks um þróun norðurskautsins og afleiðinga þess á framtíð jarðar. Árlega Arctic Circle ráðstefnan er stærsta alþjóðlega samkoman með áherslu á norðurskautið. Árlega mæta yfir 2000 þátttakendur frá yfir 50 löndum.

Á Arctic Circle ráðstefnunni hefur meðal annars verið fjallað um eftirtalin málefni:

  • Bráðnun íss og öfgakennd veður
  • Hlutverk og réttur innfæddra
  • Öryggismál á norðurslóðum
  • Innviðir fjárfestinga á norðuslóðum
  • Byggðaþróun
  • Innviðir flutningakerfa
  • Orkumál
  • Hlutverk Evrópu- og Asíuþjóða
  • Asía og Norðursjávarsiglingaleiðin
  • Lýðheilsa og velferð á heimskautasvæðum
  • Vísindi og þekking frumbyggja
  • Ferðamennska og flugsamgöngur á norðurslóðum
  • Vistkerfi og haffræði
  • Sjálfbær þróun
  • Þróun endurnýjanlegrar orku fyrir afskekkt samfélög
  • Tækifæri og ógnir við borun eftir náttúruauðlindum
  • Auðlindir á norðuslóðum
  • Viðskiptasamstarf á norðurslóðum
  • Úthöfin á norðurslóðum
  • Sjávarútvegur og lífrænar auðlindir
  • Jarðfræði og jöklafræði
  • Heimskautaréttur: sáttmálar og samningar
  • Heimur háður ís: norðurslóðir og Himalaya

Á námskeiðinu taka nemendur þátt í Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu. Skyldumæting er fyrir nemendur á ráðstefnuna. Nemendur þurfa að mæta í tvær kennslustundir, eina stuttu fyrir ráðstefnuna og aðra stuttu eftir ráðstefnuna.

Arctic Circle Assembly verður 17. - 19. október 2024 í Hörpu.

Nemendur greiða skráningargjald á ráðstefnuna. Gjaldið er almennt nemendagjald með afslætti. 

X

Stjórnun friðlýstra svæða- Vettvangsnámskeið á Suðausturlandi (UAU109F)

Námskeiðið er kennt í fimm vikur í upphafi haustmisseris, þar af fimm daga vettvangsferð í Vatnajökulsþjóðgarð og fleiri friðlýst svæði.

Markmið námskeiðsins er að fjalla á heildstæðan og gagnrýninn hátt um tilgang og aðferðir stjórnunar á svæðum þar sem náttúran nýtur verndunar af hálfu opinberra aðila. Áhersla er á Vatnajökulsþjóðgarð, með sérstöku tilliti til tengsla hans við nærsamfélögin á Suður- og Suðausturlandi. Fjallað verður m.a. um tilurð og gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir þjóðgarðinn, hugmyndafræði verndarflokkunar hjá IUCN og í íslenskum lögum, skilgreiningu viðmiða fyrir verndun og nýtingu innan friðlýstra svæða, álitamál og erfiðleika við framkvæmd verndaráætlunar, þátttöku heimamanna í ákvarðanatöku og hlutverk þjóðgarðsins í sjálfbærri þróun jaðarbyggða. Námskeiðið fer að mestu fram á Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, en einnig verða önnur friðlýst svæðið heimsótt í ferðinni. Í upphafi námskeiðsins eru haldnir fyrirlestrar í Reykjavík til kynningar á viðfangsefnum þess þar sem kennarar og sérfræðingar frá ýmsum stofnunum flytja erindi. Vettvangsferðin sjálf stendur yfir í fimm daga og samanstendur af vettvangsferðum um þjóðgarðinn, ásamt fyrirlestrum og umræðutímum. Gist er á Reynivöllum í Suðursveit. Nemendur bera sjálfir kostnað af gistingu og fæði á meðan á vettvangsnámskeiðinu stendur.

Fyrirlestrar: 2x í viku 21. ágúst - 22. september
Vettvangsferð (5 daga): 5. - 9. september

X

Sjálfbærni og fjármál (UAU129F)

Í þessu námskeiði öðlast nemendur skilning á samspili umhverfisfræða og fjármálamarkaða.
Nemendur öðlast skilning á aðferðafræði grænna skuldabréfa, viðeigandi leiðbeiningar við smíði grænna og sjálfbærra fjármálaramma, ferli við útgáfu, uppbygging grænna ramma, vottun og helstu aðferðir og hugtök við framsetningu áhrifaskýrslna. Nemendur öðlast færni í uppbyggingu sjálfbærra fjármálaramma og hvernig þeir eru nýttir, sér í lagi innan fjármálafyrirtækja. Farið er yfir sjálfbærniáhættumat, uppbyggingu aðferðafræða við greiningu UFS (umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir) áhættu og nýtingu niðurstaða við fjárfestingaákvarðanir og uppbyggingu eignasafna. Farið er yfir helstu lykiltölur sem fjármálafyrirtæki þurfa að þekkja varðandi útlána og fjárfestingasöfn sín, s.s. GAR (Green asset ratio) og BTAR (book taxonomy aligned ratio). Farið er yfir tegundir loftslagsáhættu samkvæmt TCFD (Task force on climate related financial disclosures). Nemendur læra um aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga og áhrifafjárfestinga og hvaða markmiðum fjárfestar sækjast eftir við slíkar fjárfestingar. Nemendur öðlast skilning á viðeigandi regluverki varðandi upplýsingagjöf, sér í lagi flokkunarreglugerð Evrópusambandsins (EU Taxonomy) og tengdum reglugerðum. Nemendur læra um fjármagnaða losun gróðurhúsalofttegunda með aðferðafræði PCAF (Partnership for Carbon Accounting Financials). Að lokum læra nemendur um þróun samspils á milli tryggingageirans og sjálfbærni.

X

Sjálfbærnimenntun og forysta (SFG003F)

Megintilgangur þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að skilja sjálfbærni og sjálfbærnimenntun út frá sjónarhorni stofnana eða heilla kerfa. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er kennt á neti. Krafist er að lágmarki 80% mætingar í kennslustundir. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki einkunnina 5,0 fyrir hvert verkefni námskeiðsins og uppfylla lágmarkskröfur um mætingu og þátttöku í tímum. Nánari útfærsla og upplýsingar um kennslufyrirkomulag verður á Canvas.

Dæmi um viðfangefni:

  • Formleg og óformleg sjálfbærnimenntun (t.d. á vinnustöðum)
  • Forysta í vinnu með sjálfbærni (t.d. í heildstæðum breytingum og þróun í skóla eða í frístundastarfi)
  • Tengsl náttúrufræði og sjálfbærni (t.d. út frá kerfisbundinni nálgun eða út frá grunndvallarsýn)
  • Þróun dreifbýlis og sjálfbærni
  • Mótun sameiginlegra gilda (t.d. í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja)
  • Námskrárbreytingar
X

Orkufrek framleiðsluferli (VÉL102M)

Markmið: Að nemendur fræðist um framleiðsluferli í efnistækni. Að hvetja nemendur til að hugsa um möguleika Íslands til að hagnýta endurnýjanlega orku. Farið verður yfir framleiðsluferli í íslenskum framleiðslufyrirtækjum, t.d. framleiðslu kísiljárns, rafgreiningu áls, framleiðslu steinullar og fleira. Kynnt verða ýmis stærri framleiðsluferli í efnistækni, með sérstakri áherslu á þau ferli sem þykja fýsilegur kostir á Íslandi. Lögð verður áhersla á að nemendur fái yfirsýn yfir framleiðsluferlin, hráefni, orkugjafa/orkuþörf, framleiðsluaðferðir, mengun, afurðir o.fl. Einnig verður rætt um efnahagslegan bakgrunn, þ.e. kostnað, hagnað og markaðssveiflur. 1-2 stór hagnýt verkefni eru unnin samhliða fyrirlestrum allt misserið og farið er í vettvangsferðir.

X

Hlutverk og stefnumótun alþjóðastofnana (ASK201F)

Alþjóðastofnunum hefur fjölgað verulega frá lokum síðari heimsstyrjaldar og samskipti ríkja fara í vaxandi mæli fram innan veggja þeirra. Í námskeiðinu verður gerð grein fyrir kenningum um eðli og hlutverk alþjóðastofnana og þeim ferlum sem stjórna starfsemi þeirra.

Í stað þess að fjalla sérstaklega um sögu og skipulag einstakra stofnana, mun þetta námskeið leggja áherslu á að kanna hið pólitíska kerfi sem liggur til grundvallar samstarfs ríkja innan alþjóðastofnana. Að hvaða leyti eru alþjóðastofnanir sjálfstæðir aðilar í alþjóðakerfinu?  Hverjir hafa áhrif á alþjóðastofnanir og hvernig gera þeir það? Hvernig eru alþjóðastofnanir fjármagnaðar og hvaða áhrif hefur það á rekstur þeirra? Hvers konar fólk vinnur í alþjóðastofnunum og hvaða áhrif hefur það á stofnanirnar sem það vinnur hjá? Þessum, og fleiri, spurningum verða gerð skil á námskeiðinu.

Nemendur munu kynnast þeim margvíslegu rannsóknaraðferðum sem nýttar eru til að svara þessum spurningum. Lesefni námskeiðsins er fjölbreyttt og við munum m.a. nýta okkur sögulegar rannsóknir, tilviksrannsóknir,  og bæði eigindlegar og megindlegar fræðigreinar og bókakafla. Lögð verður sérstök áhersla á nýlegar rannsóknir á sviði alþjóðastjórnmála svo nemendur fá góða yfirsýn yfir stöðu fræðasviðsins. Markmið námskeiðsins er því tvíþætt: í fyrsta lagi, að nemendur öðlist skilning á þeim þáttum, bæði pólitískum og stjórnsýslulegum, sem stýra starfsemi alþjóðastofnana og, í öðru lagi, að gera nemendum kleift að kryfja og vinna með fjölbreyttar rannsóknir á sviði alþjóðastofnana í sinni eigin rannsóknarvinnu.

Námskeiðið byggir á helstu kenningum í alþjóðasamskiptum en ekki er gert ráð fyrir að nemendur búi yfir þekkingu á einstökum stofnunum umfram það sem almennt mætti telja eðlilegt af nemanda með áhuga á alþjóðamálum. Þar sem við á verður bætt við ítarefni fyrir á sem þurfa að kynna sér grunnstarfsemi einstakra stofnana betur. Áhersla verður lögð á stóru alþjóðlegu stofnanirnar, eins og Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en við munum einnig fjalla um svæðisbundnar stofnanir, eins og Evrópuráðið, alþjóðleg félagasamtök (INGOs) og aðkomu einkaaðila að alþjóðakerfinu.

X

Fjarkönnun og umhverfisvöktun (LAN211F)

Lögmál og grundvallaratriði fjarkönnunar. Rafsegulgeislun, víxlverkun við lofthjúp og yfirborð jarðar. Endurvarp og eigingeislun. Eiginleikar ljósmynda, hitamynda, örbylgju- og ratsjármynda. Yfirlit yfir annars konar fjarkönnun: LIDAR, bylgjuvíxlmyndir, fjölgeisla- og jarðsjármælingar, fjarkönnun á öðrum reikistjörnum.

 Fjarkönnunargögn og aðferðir við öflun þeirra. Nemar og skannar um borð í gervitunglum og flugvélum. Upplausn mynda: rúmfræðileg, rófgreinihæfni, geislastyrkur, tími. Saga fjarkönnunar á 20. og 21. öld.

Notkun og túlkun loftmynda og gervitunglamynda. Myndvinnsla og greining: forvinna, upprétting, strekking, vinnsla með fjölda banda, stýrð og sjálfvirk flokkun, landgreiningar og rannsóknir á breytingum, líkangerð. GPS. Samfelling gagna og landupplýsinga. Framsetning og miðlun fjarkönnunargagna.

Umhverfisvöktun og gildi fjarkönnunar á ýmsum fræðasviðum: landfræði, jarðfræði og líffræði. Umhverfisvöktunarkerfi vegna snöggra og hægfara umhverfisbreytinga, náttúruvár, atburða og kortagerðar. Öflun og vinnsla rauntímagagna.

Kennslufyrirkomulag: Fyrirlestarar, umræðutímar og vikuleg verkefni í tölvuveri í öflun, greiningu og túlkun fjarkönnunargagna. Unnið verður með landupplýsingakerfi, einkum ArcGIS og QuantumGIS, svo og ýmis myndvinnsluforrit. Sjálfstætt rannsóknaverkefni á sviði fjarkönnunar og umhverfisvöktunar.

X

Ferðamennska á norðurslóðum: Iðkun og upplifun (LAN214F)

Námskeiðið verður kennt frá byrjun mars – maí 

Námskeiðið fjallar um ferðamennsku á norðurslóðum með áherslu á upplifun ferðamanna og tengsl ferðamennsku við samfélög og landslag á norðurslóðum. Markmið þess er að kynna nemendum rannsóknir og kenningar sem tengjast iðkun, upplifun og framkvæmd ferðamennsku á norðurslóðum. Spurningar um tengsl gesta og gestgjafa, þróun ferðaþjónustu og upplifunar ásamt samfélagsleg og umhverfisleg áhrif ferðamennsku verða teknar til skoðunar. Kennsla er byggð á rannsóknum þar sem beitt er ólíkum fræðilegum sjónarhornum og mismunandi tilvik/dæmi eru kynnt.

Auglýsing um aðgang að námskeiðinu er send til framhaldsnema í byrjun hvers árs. Athugið að takmarkaður fjöldi námsplássa er í boði og ganga nemendur Land- og ferðamálafræði fyrir. Skráning í námskeiðið fer fram í gegnum MS-SENS (mssens@hi.is)

X

Náttúruvá og samfélag (LAN215F)

Í námskeiðinu er fjallað ítarlega um þann vanda sem náttúruvá af ýmsu tagi skapar samfélögum af mismunandi gerð og við ólíkar aðstæður. Framlag landfræði og félagsvísinda til þekkingar á náttúruvá og tengslum hennar við samfélagið er rakið. Farið er yfir helstu fræðileg hugtök og kenningar til að varpa ljósi á viðbrögð fólks og aðlögun þess að náttúruvá. Áhættuhugtakið er skoðað sérstaklega og gerð grein fyrir rannsóknum á skynjun einstaklinga og hópa á áhættu tengdri náttúruvá. Einnig er skoðað hvernig unnt er að leggja hlutlægt mat á áhættu og draga úr áhrifum atburða, staðbundið eða á stærri svæðum. Almannavarnahringrásin er kynnt og fjallað um hlutverk og ábyrgð hinna ýmsu viðbragðsaðila. Dæmi eru tekin af tilteknum atburðum í ríkari og fátækari hlutum heimsins. Nemendur kynna sér og safna gögnum um tiltekna atburði ítarlega, greina þau og rökræða viðbrögð og afleiðingar. Íslenskar rannsóknir landfræðinga og annarra á þessu sviði verða skoðaðar sérstaklega. Einnig fara nemendur í kynnisheimsóknir til íslenskra aðila og stofnana sem sinna almannavörnum og viðbragði við náttúruhamförum.

X

Umhverfis- og samfélagsleg ábyrgð í ferðamennsku (LAN417F)

Samfara auknum umsvifum ferðaþjónustunnar út um allan heim aukast umhverfis- og samfélagsleg áhrif ferðamennsku jafnt og þétt. Það er því mikilvægt að nemendur í ferðamálafræði og skyldum fagsviðum þekki og skilji þessi áhrif og geti beitt viðeigandi aðferðum til að stýra þeim. Enn fremur er mikilvægt að nemendur skilji hlutverk þessara áhrifa í víðara samhengi og tengsl þeirra við loftlagsbreytingar og sjálfbæra framtíð. Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu nemenda á umhverfis- og samfélagslegri ábyrgð í ferðamennsku og mikilvægi hennar í uppbyggingu sjálfbærrar ferðamennsku. Áhersla verður lögð á að greina umhverfis- og samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu. Kynnt verða mismunandi umhverfisstjórnunarkerfi og umhverfisvottanir í ferðaþjónustu og samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja rædd. Mismunandi nálganir, tæki og aðferðir sem notaðar eru á sviði umhverfisstjórnar og samfélagslegrar ábyrgðar verða enn fremur kynnt.

X

Menning og andóf (MFR703M)

Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.

X

Stefnumótun stofnana (OSS201F)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum hagnýta þjálfun við gerð stefnumótandi áætlunar (strategic planning). Nemendur vinna slíka áætlun fyrir stofnun sem þeir velja. Byggt er á aðferðafræði John M. Brysons.  Skoðaðar verða mismunandi aðferðir við stöðumat, mótun stefnumiða og gerð stefnuáætlunar.  Fjallað verður um gerð árangursmælikvarða á grundvelli stefnumiða.  Fjallað er um fræðilegan bakgrunn aðferðarinnar.

X

Stjórntæki hins opinbera (OSS203F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur fái innsýn í grunnþætti opinbers rekstrar og önnur úrræði sem ríkið getur beitt til að ná markmiðum sínum. Fjallað verður um ýmis stjórntæki ríkisvaldisins, þar á meðal rekstur opinberra stofnana, markaðsvæðingu, fjárhagslega hvata, regluvæðingu og tryggingar/styrki og áhersla lögð á mat og notkun stjórntækjanna við ólíkar aðstæður. Umfjöllunin um hvert stjórntæki er jafnt á fræðilegum grundvelli sem og útlistun á notkun þeirra á Íslandi. Æskilegt er að nemendur hafi tekið námskeiðið OSS101F Rekstrarhagfræði, markaðsbrestir og ríkisafskipti.  

 

X

Kolefnisfótspor fyrirtækja (UAU027F)

Í þessu námskeiði öðlast nemendur færni í útreikningum á losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri fyrirtækja. Nemendur öðlast þekkingu á helstu aðferðafræðum við útreikninga, hvernig styðjast skal við gagnabanka og hvaða leiðir standa fyrirtækjum til boða við upplýsingagjöf (e. disclosure platforms), s.s. CDP, Nasdaq og GRI. Nemendur læra að þekkja umföng, notkun lífsferilsgreininga (LCA) við upplýsingagjöf, hvaða sjálfbærnimælikvarðar eru viðeigandi (e. material) og hvernig má skoða mótvægisaðgerðir í samhengi við rekstur fyrirtækja. Leiðbeiningar Greenhouse Gas Protocol eru grunnviðfangsefni námskeiðsins, enda eru þær leiðbeiningar gjarnan nýttar til grundvallar upplýsingagjöf. Við lok námskeiðs hafa nemendur færni til að reikna út losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri og virðiskeðju fyrirtækja og setja fram á viðeigandi vettvangi. Nemendur þekkja einnig þróun í aðferðafræði á útreikningum losunar gróðurhúsalofttegunda, sér í lagi með tilliti til fjármálastarfsemi. Nemendur þekkja einnig hvernig upplýsingar sem þessar eru nýttar, s.s. með tilliti til ESG áhættumats. 

X

Sjálfbær framtíð (UAU207M)

Markmið námskeiðsins er að þjálfa gagnrýna hugsun nemenda  og leiðtogahæfileika með sjálfbæra framtíð að markmiði. Námskeiðið mun kenna praktískar aðferðir sem minnka munu vistfótspor (e. ecological footprint), einstaklinga/fyrirtækja/stofnana/samfélags. Áhersla verður lögð á þverfræðileika og vísindalegan ramma sjálfbærni - byggðan á aðferðafræði "systems thinking". Nemendur munu læra að nýta vísindi í víðum skilningi til að styðja við regulgerðir (e. Policy), kynnast þeim eiginleikum og aðferðum sem þarf til að leiða breytingar þjóðfélaga í átt til sjálfbærni auk þeirra þátta sem nauðsynlegir eru þegar sjálfbær samfélög eru skipulögð.

Við lok námskeiðsins munu nemendur hafa öðlast hæfileika til að leiða breytingar samfélags í átt til sjálfbærrar framtíðar. Nemendur munu ma. annars geta leitt vinnustofur sem miða að sjálfbærni. Námsmat mun fara byggt á frammistöðu í vinnustofum, kynningum og hópverkefnum. 

Lotunámskeið, kennt yfir fjórar helgar. Dagsetningar á vormisseri 2023 eru: 20.-21. janúar, 10.-11. febrúar, 3.-4. mars og 24.-25. mars. 

X

Verndarsvæði í sjó (UAU258F)

Verndarsvæði í sjó gegna mikilvægu hlutverki til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika hafsins sem og við stjórnun fiskveiða. Stjórnun verndarsvæða í sjó er gjarnan í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Alfriðuð verndarsvæði í hafi eru þó enn fágæt og aðeins 8% alls hafsvæðis eru alfriðað. Mögulegt er að ná markmiðum verndarsvæða í sjó með góðum stjórnunar- og verndaráætlunum, virkri framkvæmd og eftirfylgni verndaráætlana sem og virku eftirliti. Notagildi verndarsvæða í sjó eru fjölmörg og margbreytileg en erfitt getur reynst að ná markmiðum um vernd, til dæmis vegna ólöglegra veiða og ef lögum og reglum er ábótavant. Góðar verndaráætlanir, nægt fjármagn og fjárfesting í mannauði eru nauðsynleg til að markmið verndarsvæða í sjó skili tilætluðum árangri. Í námskeiðinu verður fjallað um hugmyndafræði verndarsvæða í sjó, sem og verklag við gerð stjórnunar- og verndaáætlana.

Námskeiðið er staðnám og er það haldið dagana 13.-17. maí í Stykkishólmi (sjá nánar í ensku lýsingu)

X

Sjálfbærnimenntun og nám (SFG207F)

Meginmarkmið þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að beina sjónum að námi, kennslu og frístundastarfi sem stuðlar að sjálfbærni. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er netnámskeið og krafist er 80% skyldumætingar samkvæmt kennsluáætlun.

Dæmi um viðfangsefni eru:

  • Aðgerðastefna (e. activism) í námi og kennslu
  • Staðtengt nám og reynslunám
  • Breyting á hegðun
  • Náttúrfræðinám, tækni og sjálfbærni
  • Sköpun, þekkingarsköpun og félagsleg sjálfbærni
  • Háskólanám og nám fullorðinna
  • Formlegt og óformlegt nám
  • Sjálfbærni sem námssvið í mótun

X

Umhverfisskipulag (UMV201M)

Markmið: Nemendur fá yfirsýn yfir umhverfismál í heiminum með áherslu á helstu umhverfisáhrif vegna uppbyggingar þjóðfélaga og nýtingar á auðlindum. Nemendur læra að meta og bera saman mismunandi byggðamynstur og skipulagsmarkmið með tilliti til umhverfisáhrifa þeirra.

Efnisatriði: Námskeiðið gefur nemendum yfirsýn á umhverfisvandamál bæði í nærumhverfi og í heiminum. Áherslan er á greiningu og mat á áhrifum mismunandi landnotkunar á umhverfið. Dæmi um slíkar greiningar eru rannsökuð og leitað að mögulegum skipulagslausnum. Núverandi skipulagsstefna er skoðuð og metin með tilliti til verndunar umhverfisins.

Kennsla: Fyrirlestrar og hópvinna. Fyrirlestrar verða um helstu þemu sem verður nánar fjallað um í hópverkefnum. Í fyrirlestrum verður mikið af dæmum úr fræðilegum rannsóknum kynnt. Nemendur munu einnig taka þátt í fyrirlestrum með umræðum og litlum hópverkefnum.

X

Vatnsveitur og heilnæmi neysluvatns (UMV601M)

Markmið námskeiðsins er að veita innsýn í hönnun og rekstur vatnsveitukerfa, og hvernig gæði neysluvatns eru best tryggð. Einnig að veita innsýn í hönnun vatnsveitna með einfaldari lausnum á dreifbýlum svæðum.

Efnisinnihald:  Lagarammi vatnsveitna. Kröfur um vatnsgæði og fyrirbyggjandi eftirlit til að tryggja heilnæmi vatns. Helstu þættir sem valdið geta mengun vatns. Vatnsþörf og hönnunarstærðir.  Vatnslindir, virkjun vatnsbóla og vatnsöflun.  Helstu þættir vatnshreinsunar.  Miðlunartankar og ákvörðun á nauðsynlegri stærð þeirra. Dælugerðir og val á dælum. Hönnun aðveituæða og dreifikerfis. Pípugerðir og eiginleikar þeirra. Lokar og brunahanar.

Nemendur vinna sjálfstætt að hönnun lítillar vatnsveitu frá vatnstöku að inntaki til notenda og innra gæðaeftirliti vatnsveitna með áhættugreiningu og skipulagi á aðgerðum til að fyrirbyggja mengun. Einnig verður farið í skoðunarferð til vatnsveitu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Bjarnhéðinn Guðlaugsson
Jóhann Helgi Stefánsson
Sigríður Rós Einarsdóttir
Laura Malinauskaite
Bjarnhéðinn Guðlaugsson
MS í umhverfis- og auðlindafræði frá Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild 2018

Hvernig náum við sjálfbærni? Hvernig getum við aukið lífsgæði í heiminum? Hvers vegna tekur svona langan tíma að taka ákvarðanir í umhverfismálum? Ef þetta er spurning sem þú hefur í huga og vilt fá svör, þá myndi ég segja að umhverfis og auðlindafræði sé rétta námið. Ég valdi þetta nám því ég brennandi áhuga þremur sviðum i) umhverfismálum, ii) þróun í orkumálum og iii) tengslum á milli samfélagsins, umhverfisins og hagkerfisins.  
Námið er bæði fjölbreytt, alþjóðlegt og skemmtilegt. Ásamt því gefur námið nemendum möguleika á að velja saman áfanga sem hentar áhugasviði hvers og eins nemanda. Þar með setur það námið í hendunar á nemandanum og leyfir nemandanum setja saman námskrá sem fylgir hans/hennar áhugasviði. 
Reynsla mín af þessu námi er mjög skemmtileg og áhugaverð. Ég hef náð að auka þekkingu mína innan míns áhugasvið ásamt því að kynnast nýjum áhugaverðum sviðum og aðferðum. Ásamt því hef ég kynnst mikið af frábæru fólki frá öllum heimshornum og hefur það líka aukið minn skilninga á mismunandi kúltur og menningu.

Jóhann Helgi Stefánsson
MA í umhverfis- og auðlindafræði frá Félags- og mannvísindadeild 2018

Nám í umhverfis- og auðlindafræði er gríðarlega góður grunnur inn í framtíðina. Þú færð þverfræðilega sýn á þau flóknu vandamál sem við stöndum frammi fyrir, lærir um ný tól og öðlast nýja hugsun til að takast á við þau frá framúrskarandi kennurum. Námið er mjög alþjóðlegt sem leiðir til þess að þú kynnist skemmtilegum og ólíkum samnemendum með áhugaverðan bakgrunn, sem oftar en ekki leiðir til góðrar og langvarandi vináttu.

Sigríður Rós Einarsdóttir
MS í umhverfis- og auðlindfræði frá Hagfræðideild 2017

Reynslan mín af náminu í umhverfis- og auðlindafræði var mjög skemmtileg og einstaklega fræðandi. Ég hef lengi haft áhuga á umhverfis- og orkumálum en námið opnaði fyrir mér nýjar víddir og dýpkaði skilning minn á þessum málum til muna. Einn af helstu kostunum við námið fannst mér hversu fjölþjóðlegur nemendahópurinn er, að fá ólíka sýn á þessi mál frá fólki hvaðanæva úr heiminum var algjörlega ómetanlegt. Kennararnir eru frábærir og ég fékk mikið frelsi til að þróa mína eigin meistararannsókn með ómetanlegri leiðsögn leiðbeinandans míns. Ég tel námið hafa undir búið mig vel undir hvað sem koma skal næsta hjá mér, hvort sem það verður frekara nám eða að fara út á vinnumarkaðinn.

Laura Malinauskaite
MA í umhverfis- og auðlindafræði frá Félags- og mannvísindadeild 2016

Ég fór í meistaranámið án þess að vita nákvæmlega við hverju ég átti að búast og var mjög ánægð með það. Þverfræðilegt skipulag gefur nemendum tækifæri til að kanna helstu viðfangsefni í umhverfis og auðlindafræðum í upphafi námsins. Nemendur geta svo einbeitt sér að völdum námskeiðum í lokin og þróað  sérþekkingu á völdum sviðum. 
Fyrir mig var mjög mikilvægur hluti námsins að kynnast fólki frá öllum heimshornum með mismunandi bakgrunn sem hugsaði samt á svipaðan hátt og ég. Eins að nýta mér þau tækifæri sem námið hefur upp á að bjóða til dæmis tók ég virkan þátt í starfsemi nemendafélagsins Gaiu og fór í skiptinám erlendis. 

Hafðu samband

Verkefnisstjóri námsins: 
Nína María Saviolidis 
Sími: 525 4706
Netfang: umhverfi@hi.is

Fylgstu með okkur
 Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.