Á krossgötum: Kynning á störfum hjúkrunarfræðinga
Fjórða árs nemar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands bjóða til kynningar á ýmsum starfssviðum hjúkrunarfræðinga föstudaginn 23. janúar kl. 11.00-15.00 í Eirbergi.
Nýjar og hefðbundnar hliðar á starfsvettvangi hjúkrunarfræðinga verða kynntar, til dæmis: Endurhæfingarhjúkrun, hjúkrun og hjálparstarf, hjúkrun á Vökudeild, Frú Ragnheiður, skaðaminnkunnarverkefni Rauða krossins, hjúkrun í heilsugæslu, hundar í hjúkrunarmeðferð, hjúkrun á göngudeild hjartabilaðra og bráðahjúkrun – bráðamat; Lífsstílsmóttaka.
Framhaldsnám við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands verður einnig kynnt og fulltrúar heilbrigðisstofnana og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segja frá starfsemi sinni. Glæsileg kaffisala nemenda verður frá kl.11.30-13.00 til styrktar útskriftarferð þeirra í vor.