Aurora heldur alþjóðlega vefmálstofu um gervigreind
Hvað er gervigreind og hvernig má nýta hana?
Þessar og fleiri spurningar um gervigreind verða teknar fyrir á opinni og alþjóðlegri Aurora vefmálstofu sem fram fer dagana 2.-4. júní. Þátttakendur í vefmálstofunni munu heyra erindi frá vísindamönnum í Gana, Malasíu og Hollandi en viðburðurinn er hluti af vinnu Aurora um kennsluþróun innan Aurora háskólanna á áherslusviðinu Stafrænt samfélag og alþjóðleg borgaravitund.
Nánari upplýsingar um erindin má finna í dagskránni. Vinsamlega athugið að tímasetningar eru gefnar upp á Central European Summer Time og hefst því dagskráin tveimur tímum fyrr á íslenskum tíma eða klukkan 08.30.
Þátttaka er ókeypis, en þeir sem hafa áhuga er vinsamlegast beðnir um að skrá sig til þátttöku með því að senda tölvupóst á Dr. Anna Bon, a.bon@vu.nl.
Slóðin á viðburðinn er: https://vu-live.zoom.us/j/95495246826
Aðgangsorð: ICT4DitF