6. febrúar 2017
Fyrirhugaðar breytingar á námsskrá í ljósmóðurfræði
Haustið 2019 er stefnt að upptöku breyttrar námsskrár í ljósmóðurfræði.
Inntökuskilyrði verða áfram próf í hjúkrunarfræði/hjúkrunarleyfi en náminu mun ljúka með meistaragráðu til starfsréttinda í stað kandídatsgráðu eins og nú er.
Til að geta sótt um nám í ljósmóðurfræði samkvæmt breyttri námsskrá munu umsækjendur þurfa að hafa lokið ákveðnum námskeiðum í hjúkrunarfræði sem flokkast undir valnámskeið á fjórða ári.
Gert er ráð fyrir að nemendur verði teknir inn í nám í ljósmóðurfræði í tvö skipti samkvæmt núverandi fyrirkomulagi, þ.e. haustið 2017 og 2018.
Nánar tilkynnt síðar þegar breytingar á námsskrá liggja endanlega fyrir.