Heilsutorg opnað að nýju
Heilsutorg hefur starfsemi sína að nýju þann 4. október næstkomandi og opnað hefur verið fyrir tímapantanir.
Nemendur á Heilbrigðisvísindasviði eru nú í óðaönn að undirbúa opnun Heilsutorgs og þjálfa sig í þverfræðilegri teymisvinnu. Fjöldi nemenda úr flestum deildum Heilbrigðisvísindasviðs tekur þátt í verkefninu að þessu sinni.
Heilsutorg er heilbrigðismóttaka fyrir nemendur Háskóla Íslands. Þjónustan á Heilsutorgi er veitt af nemendum í framhaldsnámi á Heilbrigðisvísindasviði undir handleiðslu leiðbeinenda. Nemendurnir vinna saman í litlum hópum með þeim sem sækir þjónustuna og í sameiningu greina þau vandann og gera meðferðaráætlun.
Heilsutorg er staðsett á Heilsugæslunni í Glæsibæ og verður opið á þriðjudögum og fimmtudögum í október og nóvember 2016. Tímapantanir fara fram á heimasíðu Heilsutorgs.