Hjúkrunarfræðinemar kynntu lokaverkefni til BS prófs
Lokaverkefnisdagur BS-nema við Hjúkrunarfræðideild var haldinn 26. maí síðastliðinn í Eirbergi. Alls kynntu 58 nemendur lokaverkefni sín, sem voru 31 talsins, í níu málstofum.
Helga Jónsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar, hóf dagskrána. Fulltrúar afmælisárganga hjúkrunarfræðinga, Ástrós Sverrisdóttir og Rut Rebekka Sigurjónsdóttir fluttu ávörp. Þá flutti Inga María Árnadóttir ávarp fyrir hönd 4. árs nema.
Átta nemendur fengu viðurkenningu fyrir áhugaverð og vel unnin lokaverkefni:
Halldóra Egilsdóttir og Jósefína Elín Þórðardóttir fyrir verkefnið Samband reykinga, fíknar og áhugahvatar við kvíða og þunglyndi hjá einstaklingum með langvinna lungnateppu. Þversniðsrannsókn (16 ECTS). Leiðbeinandi var Helga Jónsdóttir, prófessor.
Sigríður Lilja Magnúsdóttir og Valdís Ingunn Óskarsdóttir fyrir verkefnið Rannsókn á streitu meðal nemenda í grunnnámi við Háskóla Íslands (16 ECTS). Leiðbeinandi var Jóhanna Bernharðsdóttir, lektor.
Hildur Ýr Hvanndal og Hinrika Bjarnadóttir fyrir verkefnið Óráð meðal aldraðra í kjölfar mjaðmabrots. Kerfisbundið yfirlit (12 ECTS). Leiðbeinendur voru Elfa Þöll Grétarsdóttir, aðjúnkt og Steinunn Arna Þorsteinsdóttir.
Gígja Gylfadóttir og Magnhildur Ósk Magnúsdóttir fyrir verkefnið Höfuðverkur eða heilaæxli? Fræðileg samantekt um heilsukvíða (12 ECTS). Leiðbeinendur voru Brynja Örlygsdóttir dósent og Helga Sif Friðjónsdóttir
Af sama tilefni hlaut Inga María Árnadóttir viðurkenningu fyrir að vera öflugur talsmaður Hjúkrunarfræðideildar veturinn 2015 - 2016.