Skip to main content
28. mars 2018

Hundrað doktorsnemar við Læknadeild

Við Læknadeild Háskóla Íslands eru nú eitt hundrað virkir nemendur í doktorsnámi. Sá hundraðasti er Fatich Mechmet frá Grikklandi sem er að hefja doktorsnám í líf- og læknavísindum. 

Í fyrsta sinn í sögu Læknadeildar eru nú hundrað virkir nemendur í doktorsnámi við deildina. Af þessum hundrað nemendum eru 9 í doktorsnámi í heilbrigðisvísindum, 48 í líf- og læknavísindum, 8 í lýðheilsuvísindum og 35 í læknavísindum. Formlegt doktorsnám við Læknadeild hófst 1. júní 1994 en síðan þá hefur deildin útskrifað 131 doktor. Fjórar doktorsvarnir eru fyrirhugaðar við deildina á næstu vikum. 

Doktorsneminn Fatich Mechmet hefur lokið MS gráðu í dýralíftækni frá School of Agriculture and Veterinary Medicine við Háskólann í Bologna á Ítalíu. Frá útskrift hefur hann starfað við Center for Biomedical Research - Molecular Neuroscience and Gene Therapy Group við Háskólann í Algarve á Spáni. Umsjónarkennari og aðalleiðbeinandi Fatich verður Pétur Henrý Petersen, dósent við Læknadeild, og meðleiðbeinandi Eiríkur Steingrímsson, prófessor við sömu deild. Doktorsverkefni Fatich mun snúast um að rannsaka hlutverk MITF (Microphthalmia-associated transcription factor) umritunarþáttarins í taugafrumum. 
 

""