Skip to main content
6. maí 2019

Kári kjörinn í bandarísku vísindaakademíuna

""

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, hef­ur verið kjör­inn í banda­rísku vís­inda­aka­demí­una, Nati­onal Aca­demy of Sciences (NAS), fyrst­ur Íslend­inga en það er einn mesti heiður sem vísindamanni getur hlotnast á ferli sínum og viðurkenning á einstæðum vísindaferli. Til­kynnt var um kjörið á fimmtu­dag í síðustu viku.

NAS er ein rót­grón­asta og virt­asta stofn­un banda­rísks vís­inda­sam­fé­lags, sett á fót í mars 1863 með lög­um sem Abra­ham Lincoln, þáver­andi for­seti, und­ir­ritaði. Virk­ir fé­lag­ar í NAS í Banda­ríkj­un­um eru nú 2.347 og er­lend­ir sam­starfs­fé­lag­ar eru 487. 190 fé­lag­ar í aka­demí­unni hafa hlotið nó­bels­verðlaun. 

Undir stjórn Kára hafa vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu fundið marga bæði sjaldgæfa og algenga erfðabreytileika sem hafa áhrif á sjúkdómsáhættu. Meðal helstu uppgötvana eru erfðabreytileikar sem tengjast Alzheimer, geðklofa, ýmsum krabbameinum og hjartasjúkdómum. Bent er á á vefsíðu DeCode að mestu muni þó umum áhrif DeCODE genetics á aðferðafræði erfðavísinda um allan heim. Þessi aðferðafræði sætti gagnrýni í byrjun en er nú ríkjandi á helstu rannsóknarstofnunum í heiminum. 

Kári er prófessor við Háskóla Íslands og hefur ásamt samstarfsfólki sínu hjá Íslenskri erfðagreiningu verið í hópi öflugust samstarfsaðila Háskólans í gegnum fjölbreytt vísinda- og rannsóknarverkefni. Meðal nýlegra samstarfsverkefna má nefna vísindarannsóknina Áfallasögu kvenna en markmið hennar er að auka þekkingu á tíðni áfalla og áhrifum þeirra á heilsufar kvenna. 

Háskóli Íslands óskar Kára Stefánssyni innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Kári Stefánsson