Skip to main content
23. janúar 2017

Líf og fjör á kynningardegi hjúkrunarfræðinema

""

„Á krossgötum“, kynningardagur nemenda á lokaári BS-náms í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, fór fram í Eirbergi föstudaginn 20. janúar sl. Fjöldi fólks lagði þangað leið sína þess að kynna sér fjölbreyttan starfsvettvang hjúkrunarfræðinga.

Þar kenndi ýmissa grasa og gátu gestir m.a. kynnt sér hjúkrun í tengslum við ung- og smábarnavernd, gjörgæslu, Blóðbankann og skurðaðgerðir, hjúkrun í flóttamannabúðum, viðbragðssveit og sáramiðstöð Landspítala og  Það voru því bæði nýstárlegar og hefðbundnari hliðar starfs hjúkrunarfræðinga sem nemendur völdu að kynna fyrir gestum. 

Kynningardagurinn er liður í námskeiðinu Hjúkrun sem starfs- og fræðigrein en tilgangur þess er að auka innsýn og skilning nemenda á þáttum sem hafa áhrif á störf og starfsþróun hjúkrunarfræðinga.

Nemendur stóðu einnig fyrir kaffisölu en að þessu sinni rann allur ágóðinn til styrktar Ljónshjarta, samtaka til stuðning yngra fólki sem misst hefur maka og börnum þeirra.

Hér má skoða fleiri myndir frá viðburðinum. 

""
""
""