Skip to main content
2. júní 2015

Ljósmæðranemar kynntu lokaverkefni

Föstudaginn 29. maí síðastliðinn kynntu ljósmæðranemar lokaverkefni sín til kandídatsprófs á sérstakri málstofu í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Alls kynntu tíu nemendur lokaverkefni sín.

Dagskráin hófst með ávarpi Ólafar Ástu Ólafsdóttur, lektors við Hjúkrunarfræðideild. Esther Ósk Ármannsdóttir flutti ávarp tíu ára afmælisárgangs og að því loknu hófust kynningar nemenda. Einn nemandi, Steinunn Rut Guðmundsdóttir, hlaut viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í námi. Að formlegri dagskrá lokinni buðu námsbraut í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild, Landspítali og Ljósmæðrafélagið til samfagnaðar með ljósmæðranemum.

Steinunn Rut Guðmundsdóttir tekur við viðurkenningu fyrir góðan námsárangur frá Ólöfu Ástu Ólafsdóttur, lektor við Hjúkrunarfræðideild.
Verðandi ljósmæður vorið 2015.
Ólöf Ásta Ólafsdóttir ávarpar nemendur og gesti málstofu í ljósmóðurfræði vorið 2015.
Hildur Kristjánsdóttir lektor ávarpar málstofu í ljósmóðurfræði vorið 2015.
Hildur Helgadóttir kynnir lokaverkefni sitt til kandídatsprófs í ljósmóðurfræði vorið 2015.
Steinunn Rut Guðmundsdóttir kynnir lokaverkefni sitt til kandídatsprófs í ljósmóðurfræði vorið 2015.
Erla Björk Sigurðardóttir kynnir lokaverkefni sitt til kandídatsprófs í ljósmóðurfræði vorið 2015.
Nemendur og gestir málstofu í ljósmóðufræði vorið 2015.