11. júní 2016
Ljósmæðranemar kynntu lokaverkefni
Föstudaginn 27. maí síðastliðinn kynntu ljósmæðranemar lokaverkefni sín til kandídatsprófs á sérstakri málstofu í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Alls kynntu tíu nemendur lokaverkefni sín.
Dagskráin hófst með ávarpi Helgu Gottfreðsdóttur námsbrautarstjóra í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild. Þá fluttu fulltrúar útskriftarárganga ávörp, Áslaug Hauksdóttir ljósmóðir fyrir hönd 50 ára útskriftarárgangs og Stefanía Guðmundsdóttir fyrir hönd 10 ára útskriftarárgangs. Því næst hófust kynningar nemenda.
Að formlegri dagskrá lokinni buðu námsbraut í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild og Ljósmæðrafélag Íslands til samfagnaðar með ljósmæðranemum.
Hér má sjá fleiri myndir frá málstofu í ljósmóðurfræði í maí 2016