Skip to main content
14. júní 2017

Ljósmæðranemar kynntu lokaverkefni

""

Föstudaginn 2. júní síðastliðinn kynntu ljósmæðranemar lokaverkefni sín til kandídatsprófs á sérstakri málstofu í Bratta, Stakkahlíð. Alls kynntu sjö nemendur lokaverkefni sín.

Dagskráin hófst með ávarpi Helgu Gottfreðsdóttur prófessors, námsbrautarstjóra í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild.

Þá fluttu fulltrúar útskriftarárganga ávörp, Guðrún Þór ljósmóðir fyrir hönd 50 ára útskriftarárgangs og Berglind Hálfdánsdóttir fyrir hönd 10 ára útskriftarárgangs. Því næst hófust kynningar nemenda.

Að formlegri dagskrá lokinni buðu námsbraut í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild og Ljósmæðrafélag Íslands til samfagnaðar með ljósmæðranemum.

Útskriftanemendur í ljósmóðurfræði