29. maí 2018
Ljósmæðranemar kynntu lokaverkefni sín
Föstudaginn 25. maí síðastliðinn kynntu ljósmæðranemar lokaverkefni sín til kandídatsprófs á sérstakri málstofu í Eirbergi. Alls kynntu 11 nemendur lokaverkefni sín.
Dagskráin hófst með ávarpi Ólafar Ástu Ólafsdóttur, námsbrautarstjóra í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild. Þá fluttu fulltrúar 10, 25 og 40 ára útskriftarárganga ávörp. Verðandi ljósmæður kynntu lokaverkefni sín, sjá dagskrá hér.
Fundarstjórar voru Berglind Hálfdánsdóttir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir. Að formlegri dagskrá lokinni buðu námsbraut í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild og Ljósmæðrafélag Íslands til samfagnaðar með verðandi ljósmæðrum.