Skip to main content
29. apríl 2015

Málþing um stuðning við fjölskyldur á Landspítala

Fjölskyldur skipta máli í allri umönnun á Landspítala. Í ljósi þess hefur Fagráð í fjölskylduhjúkrun í samstarfi við Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði ákveðið að halda málþing um mikilvægi stuðnings við aðstandendur og einstaklinga sem eru að takast á við langvinnan eða bráðan heilsufarsvanda. Málþingið verður haldið í Hringsal Landspítala þann 4. júní næstkomandi kl. 12:00-15:30.

Vinsamlega sendið útdrátt að veggspjaldi eða erindi sem tekur 15 mínútur í flutningi til Margrétar Björnsdóttur, verkefnisstjóra daglegs reksturs Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði (margbjo@hi.is), og Erlu Kolbrúnar Svavarsdóttur, prófessors við Hjúkrunarfræðideild og formanns fagráðs í fjölskyldurhjúkrun (eks@hi.is), fyrir föstudaginn 15. maí.

Nánari upplýsingar hér.

Fagráð í fjölskylduhjúkrun og Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði standa fyrir málþingi um stuðning við fjölskyldur á Landspítalanum þann 4. júní nk.