Skip to main content
12. september 2019

Meistaranemar í lyfjafræði kynntu lokaverkefnin sín fyrir ráðherra

Nýútskrifaðir meistaranemar í lyfjafræði þær, Tinna Harðardóttir og Unnur Karen Guðbjörnsdóttir, fengu tækifæri til að kynna meistaraverkefnin sín  „Hvert viljum við stefna?: Staða lyfjafræðinga í apótekum á Íslandi“ og „Væntingar íslenskra lyfjafræðinga í apótekum til mögulegrar útvíkkunar á starfssviði þeirra og meðfylgjandi starfsþróun“ fyrir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á dögunum.

Kynningin gekk mjög vel að þeirra sögn og í kjölfarið urðu góðar umræður um stöðu apóteka á Íslandi og um aukin tækifæri lyfjafræðinga til frekari þátttöku innan heilbrigðiskerfisins.

Á myndinni hér að neðan má sjá frá vinstri Freyju Jónsdóttur, klínískan lyfjafræðing og aðjunkt við Lyfjafræðideild HÍ, leiðbeinanda Unnar í meistaraverkefninu, Tinnu Harðardóttur lyfjafræðing, Unni Karen Guðbjörnsdóttur lyfjafræðing, Önnu Bryndísi Blöndal, lyfjafræðing og lektor við Lyfjafræðideild HÍ, leiðbeinanda Tinnu í meistaraverkefninu, og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.
 

Meistaranemar við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands ásamt heilbrigðisráðherra