Skip to main content
29. júní 2023

Nærri 30 nýstúdentar tóku við Menntaverðlaunum Háskóla Íslands 

Nærri 30 nýstúdentar tóku við Menntaverðlaunum Háskóla Íslands  - á vefsíðu Háskóla Íslands

Tuttugu og átta nemendur úr framhaldsskólum víða um land tóku við Menntaverðlaunum Háskóla Íslands við útskriftir úr skólunum í vor. Þetta var í sjötta sinn sem verðlaunin voru veitt.

Tilgangurinn með Menntaverðlaunum Háskóla Íslands er að verðlauna framhaldskólanema sem hafa náð framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs auk þess að hafa sýnt eftirtektarverða frammistöðu á sviði lista eða íþrótta, átt mikilvægt framlag til skólafélaga eða skólans eða sýnt þrautseigju við erfiðar aðstæður.

Hver framhaldsskóli gat tilnefnt einn nemanda til Menntaverðlaunanna og að þessu sinni bárust Háskóla Íslands 28 tilnefningar. Verðlaunin voru gjafabréf í Bóksölu stúdenta að upphæð 20 þúsund krónur, viðurkenningarskjal frá rektor Háskóla Íslands og styrkur sem nemur upphæð skrásetningargjalds fyrsta skólaárið í Háskóla Íslands, kjósi verðlaunahafinn að hefja nám þar. 

Nemendur sem hlutu Menntaverðlaun Háskóla Íslands við útskrift úr framhaldsskóla gátu jafnframt sótt um styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands en styrkjum verður úthlutað úr honum við upphaf næsta skólaárs.

Handhafar Menntaverðlauna Háskóla Íslands 2023 eru:

Anita Yrr Taylor – Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Árný Lind Árnadóttir – Fjölbrautaskóli Vesturlands
Birna Kristín Björnsdóttir – Menntaskólinn í Kópavogi
Bjarney Ósk Harðardóttir – Kvennaskólinn í Reykjavík
Bjartur Sigurjónsson – Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins
Dagný Erla Gunnarsdóttir – Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
Elinóra Ýr Kristjánsdóttir – Menntaskóli Borgarfjarðar
Elísa Elíasdóttir –  Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
Erla Rúrí Sigurjónsdóttir –  Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
Eyjólfur Andri Björnsson – Menntaskólinn við Sund
Guðrún Þóra Geirsdóttir – Framhaldsskólinn á Húsavík
Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir – Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ
Halldóra Ingibjörg Jensdóttir – Háskólabrú Keilis
Inga Rakel Aradóttir – Menntaskólinn á Akureyri
Írena Héðinsdóttir Gonzalez – Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
Ísleifur Arnórsson – Menntaskólinn við Hamrahlíð
Jakobína Hjörvarsdóttir – Verkmenntaskólinn á Akureyri
Jónína Halla Jónsdóttir – Borgarholtsskóli
Magnús Máni Egilsson – Fjölbrautaskóli Snæfellinga
María Vignir – Verzlunarskóli Íslands
Nikola María Halldórsdóttir – Framhaldsskólinn á Laugum
Ragnar Þórólfur Ómarsson – Verkmenntaskóli Austurlands
Sesselja Helgadóttir – Menntaskólinn að Laugarvatni
Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir –  Fjölbrautaskóli Suðurlands
Snævar Ingi Sveinsson     – Menntaskólinn á Ásbrú
Tinna Brá Magnúsdóttir – Menntaskólinn í Reykjavík
Unnar Aðalsteinsson – Menntaskólinn á Egilsstöðum
Viktoría Rós Þórðardóttir – Menntaskólinn á Ísafirði

Háskóli Íslands óskar þeim innilega til hamingju með verðlaunin og glæsilegan árangur í framhaldsskóla.

Handhafar Menntaverðlauna Háskóla Íslands 2023