13. ágúst 2015
Nýnemakynningar og upphaf kennslu
Við upphaf skólaársins eru nýnemar boðnir velkomnir á sérstökum kynningarfundum deilda/námsbrauta þar sem veittar eru helstu upplýsingar um námið og fyrstu skrefin í Háskólanum.
Eftirfarandi kynningarfundir fyrir nýnema á Heilbrigðisvísindasviði verða á haustmisseri 2015:
- Fyrir nýnema í læknisfræði: Mánudaginn 17. ágúst kl. 12:00 í stofu 343 á 3. hæð í Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16. Kennsla hefst sama dag.
- Fyrir nýnema í sjúkraþjálfun: Miðvikudaginn 19. ágúst kl. 12:00 í Stapa v/Hringbraut. Kennsla hefst sama dag.
- Fyrir nýnema í Lyfjafræðideild: Fimmtudaginn 20. ágúst kl. 12:00 í stofu 104 í Haga, Hofsvallagötu 53. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu mánudaginn 24. ágúst.
- Fyrir nýnema við Tannlæknadeild: Fimmtudaginn 20. ágúst kl. 15:00 í stofu 201 í Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu mánudaginn 24. ágúst.
- Fyrir nýnema í geislafræði og lífeindafræði: Mánudaginn 24. ágúst kl. 08:15 í stofu 101 í Odda. Kennsla hefst sama dag.
- Fyrir nýnema við Hjúkrunarfræðideild: Mánudaginn 24. ágúst kl. 10:00-12:00 í stofu 103C í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Kennsla hefst sama dag.
- Fyrir nýnema við Matvæla- og næringarfræðideild: Mánudaginn 24. ágúst kl. 14.00 í stofu 103 á Háskólatorgi. Nemendum er bent á að fylgjast með í Uglu hvenær kennsla hefst.
- Fyrir nýnema við Sálfræðideild: Mánudaginn 31. ágúst kl. 16:00 í stofu HT-105 á Háskólatorgi. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 1. september.
Sjá upplýsingar um Heilbrigðisvísindasvið.
Nýnemadagar
Á haustin eru haldnir nýnemadagar í Háskóla Íslands. Þá fara fram kynningar á þeirri þjónustu sem veitt er í Háskólanum og margir skemmtilegir viðburðir eiga sér stað. Dagskráin fer að mestu fram á Háskólatorgi.
Heilbrigðisvísindasvið býður alla nýnema hjartanlega velkomna til náms við Háskóla Íslands.