16. júní 2016
Skiptinemar frá London
Hjá Rannsóknastofu í næringarfræði eru nú staddir tveir skiptinemar frá Imperial College London en þær eru að vinna að MS-verkefnum sínum sem tengjast mataræði á meðgöngu og háþrýstingi annars vegar og hins vegar tengslum mjólkurneyslu á fyrri hluta æviskeiðs við hæð seinna meir. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild, er annar af tveimur leiðbeinendum þeirra.
Þær heita Emmanuella Ikem og Wanling Zhou og eru meistaranemar í lýðheilsuvísindum (Public Health) við Imperial College London.