Viltu taka þátt í ráðstefnu um nýsköpun í heilbrigðisvísindum?
Skráning er hafin á ráðstefnu Heilbrigðisvísindasviðs um nýsköpun sem fram fer í Veröld – húsi Vigdísar föstudaginn 17. nóvember. Ráðstefnan er fyrir alla, innan skólans og utan, sem vilja kynna verkefni eða hugmynd um nýsköpun í heilbrigðisvísindum.
Á dagskrá ráðstefnunnar verða málstofur, veggspjalda- og vörukynningar og spennandi gestafyrirlestur. Ekkert þátttökugjald er á ráðstefnuna en skráning er skilyrði fyrir þátttöku.
Ráðstefnan fór síðast fram haustið 2015. Þar voru 30 fjölbreytt nýsköpunarverkefni kynnt í fjórum málstofum; tækni í þágu heilsu; nýsköpun og líðan einstaklingins; nýjar aðferðir í öndvegi; og frá grunnvísindum til afurða. Veggspjöld og vörur voru einnig til sýnis. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra opnaði ráðstefnuna og Tatjana Latinovic, deildarstjóri hugverkadeildar hjá Össuri hf, flutti ávarp.
Vísindafólk úr öllum deildum Heilbrigðisvísindasviðs hefur kynnt verkefni á nýsköpunarráðstefnunni. Aðilar af öðrum vettvangi hafa einnig tekið, til dæmis frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands, Raunvísindastofnun Háskólans, Háskólanum í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Landspítala - háskólasjúkrahúsi, Blóðbankanum, Össuri og fjölda annarra fyrirtækja og stofnana.
Skráning á ráðstefnuna 2017 er hafin og búið er að opna fyrir móttöku ágripa. Skilafrestur ágripa er 10. október.
Nánari upplýsingar um skil ágripa.
Skráning á ráðstefnuna.