Skip to main content

Atvinnudagar HÍ 2025

Atvinnudagar HÍ 2025 - á vefsíðu Háskóla Íslands

Verið velkomin á Atvinnudaga HÍ!

Atvinnudagar HÍ fara fram dagana 3. - 7. febrúar en þar verður lögð sérstök áhersla á atvinnumál og undirbúning nemenda HÍ fyrir þátttöku á vinnumarkaði.

Markmið Atvinnudaga HÍ er að veita fræðslu um starfsþróun á meðan á háskólanámi stendur og hvað þurfi að hafa í huga við undirbúning þátttöku á vinnumarkaði. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með kynningum, fyrirlestrum, heimsóknum og spjalli. Hver dagur hefur sitt eigið þema og nær ætti að vekja athygli og áhuga stúdenta!

Dagskráin verður með fjölbreytt þemu. Það eru Nemendaráðgjöf HÍ (NHÍ), Tengslatorg HÍ, Fjármála- og atvinnulífsnefnd SHÍ, Miðstöð framhaldsnáms, Vísindagarðar HÍ og KLAK - Icelandic startups sem standa að dagskránni.

Fylgist vel með hér á vefnum því dagskráin getur tekið breytingum.