8. september 2015
Málþing um stuðning við fjölskyldur á Landspítala
Fjölskyldur skipta miklu máli í allri umönnun á Landspítala. Í ljósi þess standa Fagráð í fjölskylduhjúkrun í samstarfi við Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði fyrir málþingi um mikilvægi stuðnings við aðstandendur og einstaklinga sem eru að takast á við langvinnan eða bráðan heilsufarsvanda. Málþingið verður haldið þann 5. október nk. frá kl. 12:00-15:30 í Hringsal Landspítalans.
Á dagskrá verða fjölbreytt erindi og örfyrirlestrar á ýmsum sviðum fjölskylduhjúkrunar. Málþingið er öllum opið og þátttaka er endurgjaldslaus. Hér má nálgast dagskrá.
Skráning á málþingið fer fram á: https://ugla.hi.is/K2/eydublad.php?sid=135&fid=7326